Heilsuvernd - 01.06.1972, Page 6

Heilsuvernd - 01.06.1972, Page 6
BJÖRN L. JÓNSSON LÆKNIR Merkileg mannbótastarfsemi í héraði einu í Natal í Suðaustur-Afríku hefir um 20 ára skeið farið fram merkileg starfsemi. Frá henni er sagt nýlega í tímariti, sem félagið „The Soil Association" í Englandi gefur út. Þetta hérað nær yfir 25 þúsund ferkílómetra svæði, þar sem búa um 65 þúsundir Zúlú-negra, sem áður fyrr voru annálaðir fyrir hreysti og atgervi og þóttu hinir beztu hermenn. Aðalfæða þeirra var maís, borðaður með hýði, ýmiskonar blaðgrænmeti, súrmjólk, og kjöt endrum og eins. Þeir voru hjátrúarfullir og trúðu á galdra- lækna. Hreinlæti var ekki á marga fiska, en eigi að síður var heilsufar þeirra í bezta lagi. Natal varð brezk nýlenda. Og líkt og hvarvetna, þar sem frum- stæðar þjóðir hafa tekið upp matarvenjur menningarþjóðanna, varð gjörbreyting á heilsu negranna, er þeir fóru að borða hvíta mjölvöru, afhýddan maís, sykur og allskonar sykraða rétti og drykki, ásamt kaffi og tei. Jafnframt þessu breyttust ræktunar- aðferðir, tekin var upp rányrkja með gerviáburði, og frjósemi landsins fór forgörðum. Þá var það, að afríkanskur læknir, Halley H. Stott að nafni, sem stundað hafði nám í Edinborg, gekkst fyrir stofnun samtaka til að ráða bót á þessu ástandi. Sérfræðingar í ræktun höfðu skoð- að landið og kveðið upp þann úrskurð, að það væri orðið svo snautt að gróðurmold, að ekki gæti svarað kostnaði að reyna nokkra ræktun þar. En dr. Stott vildi ekki hlíta dómi þeirra. Hann auglýsti eftir manni til að taka að sér það hlutverk að endurrækta landið. Honum bárust yfir 50 umsóknir. Úr þeim valdi hann 12 menn, sem hann kvaddi á fund sinn og útskýrði fyrir þeim, í 70 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.