Heilsuvernd - 01.06.1972, Page 12

Heilsuvernd - 01.06.1972, Page 12
úr því af eigin rammleik, væri ráðlegt að leita til læknis, eða til sálusorgara. 5. „Kona mín vill kaupa hluti um efni fram“. Þegar fjárráð eru af skornum skammti, verður vart komizt hjá árekstrum út af því, hvernig peningunum skuli varið. Og auðvitað á konan þá heimt- ingu á að fá nákvæma vitneskju um tekjur eiginmanns síns. 6. „Kona mín gefur bömunum boð og bönn og vill, að ég fram- fylgi þeim“. Hér er um erfitt vandamál að ræða og veltur mikið á því, að hjónin geti rætt málin í bróðerni og náð samkomulagi. 7. „Kona mín vill vinna úti“. Hér er heldur ekki hægt að gefa neinar ákveðnar ráðleggingar. M.a. verður að athuga, hvernig séð verður fyrir heimilinu í fjarveru húsmóðurinnar og möguleika hennar til að fá vinnu utan heimilisins. 8. „Kona mín er of lítið heima“. Auðvitað hefir það sína þýðingu, að eiginkonan sé heima til að taka á móti manni sínum þegar hann kemur heim frá vinnu. En hún getur þá á móti ætlazt til þess, að maðurinn komi heim á reglulegum tíma eða láti hana a.m.k. vita, ef misbrestur verður á því. 9. „Kona mín er of feit“. Hér er oft við ramman reip að draga, en auðvitað ætti konan að leita allra skynsamlegra ráða til að forðast offitu, sem óneitanlega er í margra augum til lýta, auk þess sem af henni stafar hætta fyrir heilsuna. (Endursagt úr grein í Sunnhetshladet.) HVERNIG Á AÐ ÚTRÝMA SNÍGLUM — Framhald af bls. 83 blöndunni síðan úðað yfir á sama hátt og að ofan er lýst. Áhrifin eru þó ekki talin eins góð og með fyrri aðferðinni. Beztu dagarnir til að safna sníglunum og til úðunar blöndunni eru 17. maí, 14. júní, 11. júlí, 7. ágúst og 4. september, eða þá næsti dagur á undan eða eftir. Þetta er gamalt og gott húsráð, sem ýmsir munu líta á sem hjátrú og hindurvitni. En það sakar engan að reyna það og láta sannfærast — eða öfugt. Það kostar ekkert nema lítilsháttar fyrirhöfn, og eiturlyfjaframleiðendur fá ekkert í sinn hlut. Sjálfur hefi eg reynt þetta í garðyrkjustöð Heilsuhælis NLFÍ, og það með góðum árangri. 76 HEILSUVEHND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.