Heilsuvernd - 01.06.1972, Page 20

Heilsuvernd - 01.06.1972, Page 20
ÁRNI ÁSBJARNARSON, FORSTJÓRI Nýtt hlutdeildapskuldabpéfalán - LandshappdPaetti NLFf Á þeim árum, sem bygging heilsuhælis NLFÍ stóð yfir og mest þörf var fyrir lánsfé til þeirra framkvæmda, voru nokrum sinnum gefin út af stjórn félagsins hlutdeildarskuldabréf. Bréf þessi voru keypt af stofnunum og einstaklingum, sem áhuga höfðu á starf- semi NLFÍ, og má fullyrða, að það fjármagn, sem þannig fékkst, hafi mjög stuðlað að því, að byggingarframkvæmdir gengu svo vel sem raun varð á. Nú eru þessi skuldabréfalán að fullu greidd, nema hvað nokkrir handhafar þeirra hafa ekki framvísað bréfum sínum. Nú þegar framundan er bygging á nýju hæli, ákvað stjórn NLFl að gefa út á ný hlutdeildarskuldabréf. Þessi bréf verða dregin út árlega á næstu 10 árum, einn tíundi hvert ár. Þau bera 9V2% vexti og eru tryggð með veði í heilsuhælisbyggingunum. Nú sem fyrr veltur á miklu um það, hversu fljótt gengur með byggingu nýja hælisins, að áhugafólk um starfsemi Náttúru- lækningafélagsins bregðist vel við og kaupi þessi bréf. Þá hafa stjórnir Náttúrulækningafélags íslands og Náttúru- lækningafélags Akureyrar hrundið af stað landshappdrætti til ágóða fyrir byggingu heilsuhælis á Norðurlandi. Aðalumboð happ- drættisins er í Hafnarstræti 101 á Akureyri (Amarohúsinu) í umsjá formanns Náttúrulækningafélags Akureyrar, frú Laufeyjar Tryggvadóttur. Formaður happdrættisnefndar er Haraldur Sigur- geirsson, Spítalavegi 15, Akureyri. Er heitið á alla að aðstoða við sölu þessara happdrættismiða og leggja á þann hátt lið góðu málefni. Hjálpum þeim sem sjúkir eða þreyttir eru orðnir, til að öðlast heilsu og starfskrafta á ný. Að lokum vil ég benda á, að á öðrum stað í þessu hefti eru auglýsingar varðandi skuldabréfin og happdrættið. 84 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.