Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 4

Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 4
inu stóð vann Björn fullan vinnudag á Veðurstofunni. Að loknu kandidatsári á sjúkrahúsum og héraðslæknisskyldu hélt hann til Þýskalands til að kynna sér náttúrulækningar og starfaði á bað- og nuddlækningahæli þar í eitt ár. Við heimkomuna 1960 gerðist hann aðstoðarlæknir borgarlæknis í Reykjavík og gegndi því starfi í nærri fimm ár, en var jafnframt starfandi læknir í Reykjavík. 1 maí 1965 gerðist hann yf rlæknir á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og gegndi því starfi til æviloka. Björn kvæntist árið 1935 eftirlifandi konu sinni Halldóru Guð- mundsdóttur frá Neðra Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust þrjú börn, eitt þeirra dó nýíætt, en tvö eru á lífi: Ingibjörg deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu og Guomundur verkfræðingur. Margir urðu til að minnast Björns að honum látnum og verður lítillega vitnað í þau skrif hér á eftir. Árni Ásbjarnarson, sem var um árabil forstöðumaður heilsu- hælisins og náinn samstarfsmaður Björns, segir meðal annars í Morgunblaðinu 23. september: „Það sem mest mun hafa þrýst á Björn að hefja læknisnám var hinn eldlegi áhugi hans fyrir náttúrulækningastefnunni. Um 1940 kynntist hann Jónasi Krist- jánssyni lækni persónulega, en áður hafði hann fylgst af athygli með því sem Jónas ræddi og ritaði um náttúrulækningar. Frá öndverðu skipaði Björn sér við hlið þessa mikla mannvinar og hugsjónamanns í öllu sem að málum náttúrulækninga sneri. Björn þýddi allar þær erlendu bækur sem NLFÍ gaf út, sá um að nokkru eða öllu útgáfu innlendu bókanna sem út voru gefnar, var í ritstjórn og síðar ritstjóri tímaritsins „Heilsuverndar" frá upphafi, var framkvæmdastjóri og varaforseti samtakanna. Ef haldið er áfram að rifja upp öll þau mörgu störf sem Björn hefur innt af hendi í þágu náttúrulækninganna hér á landi er óhætt að fullyrða að enginn hefir enn komist til jafns við hann, að Jónasi Kristjánssyni lækni undanskildum, þess manns, sem flutti hug- sjónina inn í landið og leiddi forystuna svo lengi sem honum entist aldur til og á banabeði fól hann Birni að taka upp merkið er hans nyti ekki lengur við. Hinn 1. júní 1965 tók Björn að sér yfirlæknisstarfið í Heilsu- hæli NLFÍ í Hvergerði eftir að hafa kynnt sér rekstur hliðstæðra 124 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.