Heilsuvernd - 01.12.1979, Síða 16
Lindahl: Eplaedik er ediksýra sem er framleidd á sérstakan
hátt og við framleiðsluna myndast mikið af efnum sem gefa
bragð og lykt. Aðalinnihaldið er vatn og ediksýra en það eru alls
ekki lútargæf efni. Þegar um er að ræða hóflega neyslu á epla-
ediki og brennur það í líkamanum og myndar kolsýru og vatn, án
þess að hafa áhrif á sýru-basa-jafnvægið. Við mikla neyslu á
eplaediki getur líkaminn átt í erfiðleikum með að brenna því
öllu, og edikssýran fer óbreytt út með þvaginu og gerir það súrt.
Þannig geta einnig ýmsar aðrar sýrur hegðað sér í líkamanum og
þessvegna getur ofneysla þeirra valdið súrum efnaskiptum.
9. Hvaða þýðingu hefur líkamsrækt fyrir sýru-basa-jafnvægið?
Er mögulegt að flýta fyrir brottnámi sýru úr líkamanum með
mikilli líkamsáreynslu sem veldur svita?
Lindahl: Svitinn er súr. Ég flokka hann undir eins konar
hjálparkokk nýrnanna. Þegar fólk hefur orðið frískara við ástund-
un líkamsræktar (sannað m.a. með Gávle-rannsókninni svoköll-
uðu) er mögulegt að brottnám sýru með svita hafi átt þar hlut
að máli.
I stórum dráttum má segja að líkamsrækt örvi efnaskiptin
í öllum líkamanum jafnframt því sem blóðrásarkerfið örvast og
verður mun hæfara til að gegna hlutverki sínu fljótt og vel.
Henni má líkja við vorflóð sem hreinsar skurði og læki og gefur
þeim nýtt blóð. Vefjum, er lítið sem ekkert starfa, er hætt við
stöðnun. Mikill hluti af vefjum líkamans, til dæmis sinar, band-
vefur og brjósk, eru háðir hreyfingum sem dæla blóði um þá.
Þeir hafa mjög takmarkaða eigin hringrás.
10. Er biodynamiskt eða náttúrlega ræktað grænmeti betra fyr-
ir sýru-basa-jafnvægið en venjulega ræktað grænmeti, með til-
heyrandi notkun á tilbúnum áburði?
Lindahl: Ef maður ræktar grænmeti í óheppilegum jarðvegi og
notar óæskilegan áburð, hefur það ekki eingöngu áhrif á víta-
mín- og prótein-innihald afurðanna, heldur einnig á sýru-basa-
jafnvægið. Grænmeti sem er ræktað á lífrænan hátt inniheldur
venjulega gnótt af basiskum efnum.
136
HEILSUVERND