Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 17

Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 17
ROY FIRUS: Mataræði og heilsufar Roy Firus, kanadiskur matvælafræðingur, sem dvalið hefir hér á landi um skeið, flutti í haust erindi á fundi NLFR og hefir hann góðfúslega gefið leyfi til að útdráttur úr því megi birtast í Heilsuvernd. Vegna takmarkaðs rúms er hér að- eins stiklað á stóru, sumt er endursagt, og annað þýtt. Árangur læknav.'sindanna Höfundur ræddi fyrst um þá útbreiddu skoðun hve mikið mann- kynið eigi læknavísindunum að þakka, þau hafi útrýmt fjölda- mörgum sjúkdómum, bætt heilsufar og lengt mannsævina. En hver er staðreyndin um hið síðastnefnda? Sannleikurinn er sá, að maður, sem í dag er 45 ára, getur ekki vænst þess að lifa nema tveim til þrem árum lengur en maður á sama aldri fyrir 300 árum. Það hafa sem sé ekki bæst nema 2—3 ár við meðalaldur þeirra sem náð hafa 45 ára aldri. Lenging meðalævinnar er svo til einungis því að þakka að barnadauði hefur stórlega minnkað. Rétt er það, að sigrast hefur verið á mörgum sjúkdómum og er það einkum að þakka uppgötvun bóluefna og fúkalyfja. En á hinn bóginn hafa komið til sögunnar margir sjúkdómar sem voru óþekktir eða lítt þekktir fyrr á öldum. Má þar nefna sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, krabbamein, ýmsa meltingarsjúkdóma, botnlangabólgu, sykursýki, nýrnasteina o.fl. Bandarískur læknir og vísindamaður, dr. Ruben að nafni, hef- Ef maður ber of mikið á eða á annan hátt beitir röngum ræktunaraðferðum, breytist innihaldið þannig að afurðin getur jafnvel orðið sýrugæf. Þegar maður sýður grænmeti, þá er mjög mikilvægt að nýta soðið. Ef því er hent, tapar maður þeim hluta sem er basiskur (lútargæfur) en heldur eftir sýrugæfa hlutanum. HEILSUVERND 137

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.