Heilsuvernd - 01.12.1979, Side 26
Tvær merkar konur kvaddar
Arnheiður Jónsdóttir og Guðbjörg Birkis
Heimskur sonur
er föður sínum
sönn óhamingja
og konuþras
er sífelldur þakleki. (ORSKV.)
Landsþing Náttúrulækningafélags íslands er fram fór hinn
15. september sl. var að mínu viti eftirminnilegasta landsþing
þessa félagsskapar, en það var hið 17. í röðinni. Ég mun ekki
rekja hina flóknu þróun málefna þessara samtaka. Þó ber að geta
þessa. sér í lagi vegna þeirra, er finnst að niðurstöður þingsins
koma sér á óvart, og þvert á fyrirætlun er átti sér orðið sex ára
þróunarsögu og hana heldur hvimleiða, svo ekki sé meira sagt
Þessvegna detta mér i hug orð Rannveigar Sigfúsdóttur móður
Gunnars á Hlíðarenda „það er mælt að skamma stund verður hönd
höggi fegin“.
Annars er þessum línum aðeins ætlað það hlutverk að rækja
hlutverk kveðju og þakklætis til tveggja kvenna er lengi höfðu
skipað sæti í stjórn Náttúrulækningafélags Islands. Aðra þessara
kvenna tel ég mig þekkja svo vel, Arnheiði Jónsdóttur, að mér
er ljúft að minnast tveggja áratuga kynna. Hin konan er frú
Guðbjörg Birkis, dóttir Jónasar Kristjánssonar, læknis, stofn-
anda Náttúrulækningahælisins í Hveragerði.
Kynni okkar Arnheiðar átti upptök sín í tengslum við Pöntunar-
félag NLFR, sem hugsað var sem aðstoðarstofnun við NLFÍ fyrir
það fólk er notið hefði dvalar á heilsuhælinu í Hveragerði. Þar
átti fólk að geta fengið sem flest matvæli er mælt hafði verið
með af þeim er forystu höfðu á manneldisþætti náttúrulækninga-
hreyfingarinnar. Var það sérstaklega mikið áhugamál Jónasar
læknis meðan hans naut við, að vel tækist til um framgang þessa
146
HEILSUVERND