Heilsuvernd - 01.12.1979, Page 27

Heilsuvernd - 01.12.1979, Page 27
► ARNHEIÐUR JÖNSDÓTTIR GUÐBJÖRG BIRKIS P veikbyggða starfsþáttar. Það var mikill vandi sem Arnheiður tókst ► á hendur að stýra þessari veikbyggðu stofnun Náttúrulækninga- félags íslands úr höndum stofnandans. Þótti mörgum næringar- þáttahugmyndir náttúrulækningafólks sérviskukenndar og órök- studdar. Á þessu sviði hafa næringarvísindi komið til hjálpar og eru sífellt að færa sönnur á margvíslegt er áður var hyggjuvits- kenning. Við þær aðstæður sem þessi þróun hefur átt sér stað er ein hætta ávallt á næstu grösum, það er ofsatrú, vafalítið vel meinandi fólks. Komist slík „kyngitrú11 í hendur manna er trausts njóta, þó ekki sé nema að nokkru leyti, er hætta á upplausn á næstu grösum. p Arnheiði munu hafa verið ljósir hinir margvíslegu agnúar er þróuðust innan þessarar annars nýtu hreyfingar. Þessvegna varð einn skapgerðarþáttur henni hvað happdrýgstur í stjórnun stofn- unarinnar, það var innsýnin í skaphöfn samverkamannanna, ein- stök skapstjórn þegar að svarf og síðast en ekki síst velvildin til alls og allra. Mér var oft huga næst að hún hefði að kjörorði „ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka“. Það er auðvelt að rök- styðja þessa skoðun með því að benda á það hve vel hún hefur haldið sér líkamlega og andlega. Hún hafði skilning á því að andlegt jafnvægi er hið þýðingarmesta í byggingu heilbrigðrar « sálar i hraustum líkama. Hún skildi það, að svo fremi að líkaminn HEILSUVERND 147

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.