Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 28
njóti næringarinnar þurfi sálin að vera í sem bestu jafnvægi. Ég verð að efa það að nokkrum hefði betur tekist en henni, að halda þessu fari á floti öll þessi umbrotaaár. Fyrir það ber að halda minningu hennar lifandi með þakklæti og virðingu. Það eru ótaldar og verða hér, peningagjafir er hún hefur fært hælinu á þessu tímabili, er hart var í ári fjárhagslega. Þó skal því ekki gleymt. Það er ekki víst að allir átti sig á því að nú er þetta hæli í raun og veru opinber stofnun, þar sem 85% daggjalda eru tillag ríkisins og hlýtur stofnunin því opinberum reglum, eins og hliðstæðar stofnanir gera, sem eðlilegt er. Þessi roskna kona cg andlega sterka var búin að gera sér þessar aðstöðubreytingar ljósar öðrum fyrr. Henni var enginn vandi að leiða hjá sér sjón- hverfingar skammsýnna persóna, er töldu sig hafa fjöreggið í lófa réttrar handar. f upphafi þessa greinarkorns varð mér hugsað til orðskv. 19, 13 um heimska soninn og þaklekann. í anda sé ég Arnheiði á þönum við það starf að setja undir endalítinn þakleka. Óþreyt- andi og þolinmóð, velviljuð og trúuð á það góða og jákvæða. Víða þerraði hún, en víðar draup. Það er ekki hennar sök þótt aldrei tækist að koma í veg fyrir þennan leiða „byggingargalla". Hvort það hefur tekist í dag skal ósagt af mér. Mér leyfist þó að lifa í voninni. Áður en ég lýk þessum línum vil ég geta þess að þessi ágæta kona gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn NLFÍ á síðasta landsþingi. Hún hafði svo víðan sjónbaug, að henni hefur fundist rétt að yngra fólk sýndi hvað í því byggi til þess að halda áfram hennar friðsama umbótarstarfi og friðarþörf til framdráttar uppbyggingu réttra næringarþátta og aukins rýmis fyrir sjúka og endurhæfingarþurfandi einstaklinga. Megi hennar vonir rætast og nýjum stjórnendum takast enn þá betur að bæta, byggja og stjórna. Það er von mín að hælið sem hún hefur borið fyrir brjósti geti verið henni skjól og falleg vin í ellinni, þar sem hún finnur að hún er velkomin. Svo sem ég minntist á í upphafi hvarf Guðbjörg Birkis einnig úr stjórn NLFl. Þessar konur höfðu fylgst að og má segja að það væri eðlinu samkvæmt að Guðbjörg drægi sig til baka úr 148 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.