19. júní


19. júní - 19.06.2018, Side 44

19. júní - 19.06.2018, Side 44
42 | 19. júní 2018 Konur innan menntageirans Kynferðisofbeldi, kynferðisáreitni og mismunun viðgengst enn í skjóli þagnar. Um árabil hafa konur þagað yfir misréttinu sem þær eru beittar innan menntastofnana. Það krefst hugrekkis að stíga fram fyrir skjöldu og segja opinberlega frá reynslu sinni og við þökkum öllum þeim konum sem hafa deilt sínum frásögnum. #MeToo Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta í skólum og öðrum menntastofnunum hafa þær þar ekki farið varhluta af þeirri mismunun sem viðgengst víða í skólasamfélaginu. Káf, ofbeldi, áreitni, yfirgangur, hunsun, meiðandi athugasemdir og smættun á vinnuframlagi kvenna – allt þetta og meira til er hluti af reynslu kvenna í menntageiranum. Konur hafa starfað við þessar aðstæður áratugum saman, margar hrista þetta af sér, aðrar eru snillingar í hnyttnum tilsvörum, sumar ná að snúa sig úr aðstæðunum, nokkrar tilkynna áreitnina en fjöldinn allur af konum segir ekkert. Sumar lýsa þeirri tilfinningu að vera orðnar „samdauna vandamálinu”, aðrar hafa hægt um sig af ótta við viðbrögð og afleiðingar fyrir þær sjálfar. Við eigum hvorki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við eigum rétt á því að sinna okkar fagi og vinna okkar vinnu án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við förum fram á að öll sem starfa að menntamálum taki höndum saman og uppræti sem fyrst og með öllum ráðum hvers konar kynbundna mismunun innan skólasamfélagsins. 1. Settir verði upp skýrir verkferlar til að takast á við kynbundna áreitni og boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur og þá sérstaklega um birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar mismununar. Yfirvöld setji fram skýra aðgerðaráætlun til að vinna bug á meininu og stjórnendur vinni af heilindum að úrbótum. 2. Fag- og stéttarfélög séu í fararbroddi í því starfi sem nú fer í hönd við að uppræta mismunun og að þau tryggi að þolendur fái stuðning þegar til þeirra er leitað við úrlausn mála. Þeim þolendum sem þurfa bjóðist ókeypis sálfræðiaðstoð og viðeigandi áfallastuðningur. Gerendur fái fræðslu og viðeigandi meðhöndlun sem stuðlar að því að fyrirbyggja endurtekin brot. 3. Yfirvöld hugi sérstaklega að stöðu nemenda því þeir verða líka fyrir kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og mismunun í sínu starfsumhverfi. Nemendum sé tryggð fræðsla, hlustun, úrræði og stuðningur þegar þeir leita til fullorðinna með umkvartanir sínar. 4. Skólayfirvöld láti framkvæma úttekt á umfangi ofbeldis, kynferðis áreitni og mismununar í menntastofnunum, bæði meðal starfs manna og nemenda og bregðist við niðurstöðum með viðeigandi forvörnum, aðgerðum og úrræðum. Við stöndum saman! Við höfum hátt! Við krefjumst breytinga! #MeToo #höfumhátt #konurtala
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.