Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 6
kristinnhaukur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækið AbbVie
reynir nú að fá bandarísku við
skiptastofnunina, ITC, til að banna
lyfið AVT02 sem Alvotech fram
leiðir. Það er samheitalyf af Humira,
gigtarlyfi AbbVie, sem fyrirtækið
telur að Alvotech hafi kokkað upp
með ólögmætum hætti.
Þó að Humira sé ekki lyf sem
margir þekkja þá er söluverðmæti
þess það mesta í heiminum. Árið
2020 skilaði það 20 milljörðum doll
ara, eða 2.600 milljörðum íslenskra
króna. Þetta er líftæknilyf, sem
heitir á fræðimáli Adalimumab, og
er notað gegn gigtarsjúkdómum,
meltingarsjúkdómum og húðsjúk
dómum á borð við psoriasis.
Í mars stefndi AbbVie Alvotech
fyrir dóm í Illinois fyrir að hafa
stolið viðskiptaleyndarmálum.
Alvotech réð vísindamanninn
Rongzan Ho frá AbbVie og deilt
var um hvort hann hefði sent upp
Blóðug barátta stendur yfir um gullgæs lyfjamarkaðarins
Róbert Wess-
mann, forstjóri
Alvotech
lýsingar um þróun Humira á sitt
persónulega netfang áður en hann
hætti störfum. Þessu máli var vísað
frá í október. Beiðni AbbVie til ITC
byggir á sama rökstuðningi og
dómsmálið í Illinois. Að samheitalyf
Alvotech byggi á stolnum gögnum.
„AVT02 mun grafa umtalsvert
undan verði og samkeppnishæfi
Humira, leiða til minni tekna og
ávöxtunar á fjárfestingu AbbVie og
skaða uppbyggingu fyrirtækisins í
Bandaríkjunum,“ segir í stefnunni.
Alvotech hafnar ásökunum Abb
Vie. „Með þessari kvörtun er AbbVie
að endurvinna haldlausar ásakanir
úr málaferlum sem var kastað út úr
dómstóli fyrr á þessu ári. Þetta er
merki um veiklun AbbVie og ótta
þeirra við að ódýrara lyf Alvotech
muni opinbera langvarandi mis
notkun AbbVie á einkaleyfum.“
AVT02 fékk í nóvember markaðs
leyfi frá Lyfjastofnun Evrópusam
bandsins. Málið er enn til skoðunar
hjá Lyfjastofnun Bandaríkjanna. n
kristinnpall@frettabladid.is
FÉLAGSMÁL Á nýjasta fundi fjöl
sk yldu nef ndar Mosfellsbæjar
kemur fram að atvinnuleysi í
sveitarfélaginu hafi minnkað um
helming það sem af er árs.
Atvinnuleysi mældist rúmlega
tvö prósent í sveitarfélaginu sem
er talsvert minna en á landsvísu.
Atvinnuleysistölur í bæjarfélaginu
hafa ekki verið lægri frá upphafi
heimsfaraldursins.
Alls voru 280 einstaklingar án
atvinnu í Mosfellsbæ í október sem
er það minnsta síðan í febrúar 2020
þegar 261 var á atvinnuleysisskrá í
Mosfellsbæ.
Í upphafi þessa árs voru 558 ein
staklingar án atvinnu í sveitar
félaginu en sú tala hefur lækkað
með hverjum mánuði frá því í mars
þegar atvinnuleysið náði hámarki
með 569 einstaklinga á atvinnu
leysisskrá.
Kemur fram að þetta haldist í
hendur við hlutfallslega fækkun á
atvinnuleysisskrá á landsvísu þar
sem hlutfallið fór úr 4,9 prósentum
í 4,7 prósent. n
Atvinnuleysi nú
helmingi minna
kristinnpall@frettabladid.is
GRÍMSEY Samþykkt var á ríkis
stjórnarfundi í gær að veita tuttugu
milljónir af ráðstöfunarfé ríkisins
til enduruppbyggingar á Mið
garðakirkju í Grímsey sem brann
til grunna í haust. Kirkjan var elsta
bygging eyjarinnar, rúmlega 150 ára
gömul og friðuð árið 1990.
Búið er að semja við smíðaverk
stæðið Loftkastalann um smíði
nýrrar kirkju og standa vonir til að
framkvæmdir hefjist næsta sumar í
von um að kirkjan verði tilbúin um
haustið.
Áætlaður heildarkostnaður við
byggingu kirkjunnar er um hund r
að milljónir króna en með fjárveit
ingu ríkisstjórnar er fjármögnunin
komin langt á veg.
Áður var búið að gefa það út að
kirkjan fengi þrjátíu milljónir í
tryggingabætur og tókst að safna
tólf milljónum í fjáröflun. Það er því
búið að safna 62 milljónum af þeim
100 sem til þarf. n
Fjármögnunin
komin langt á veg
Vonast er til að kirkjan verði tilbúin í
haust. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Hringtorgið við brúna á það til að
fyllast vegna biðraða í sýnatöku.
kristinnpall@frettabladid.is
COVID-19 Gunnar Egilsson, bæjar
fulltrúi Sjálfstæðisf lokksins í
Árborg, lagði fram bókun þess efnis
að fundin yrði leið til að breyta
fyrirkomulagi sýnatöku í bænum á
fundi bæjarráðs í vikunni.
Máli sínu til stuðnings sagði
Gunnar að núverandi fyrirkomu
lag leiddi til örtraðar á Þóristúni
og á Eyrarvegi sem valdi íbúum og
umferðinni óþægindum sem hafi
vakið óánægju. Gunnar segist vilja
hefja umræðu um að finna fram
tíðarlausn þar sem það virðist sem
svo að þessi veira sé ekki á förum.
Ekki sé hægt að bjóða íbúum sem
eru búsettir við göturnar sem eru
notaðar í sýnatökuröðina að þær
séu reglulega fullar af bílum og velti
Gunnar fyrir sér hvort heimilt væri
að vísa á íbúðargötur fyrir slíkt.
„Það er einn sýnatökustaður
fyrir Suðurlandið og það er erfitt
að bjóða fólki sem er búsett þarna
að göturnar þeirra séu undirlagðar
bílum vegna sýnatöku,“ segir Gunn
ar, aðspurður út í þessa bókun.
Hann tekur undir að þetta sé
lagt fram með það að markmiði að
finna framtíðarlausn enda sé ljóst
að veiran sé ekki að fara í bráð.
„Þetta ástand virðist ekki vera á
förum og að beiðni íbúa tók ég þetta
upp þarna.
Það er stanslaust streymi fólks
sem hefur stíf lað hringtorgið við
brúna.“ n
Íbúar við sýnatökugötur Selfoss orðnir þreyttir
Séra Guðrún Karls Helgudótt
ir, sóknarprestur í Grafarvogi,
segir kirkjuna í siðferðislegri
klemmu fyrir þessi jól vegna
samkomutakmarkana. Ekki
er messað þar um hátíðarnar.
ninarichter@frettabladid.is
TRÚFÉLÖG „Þetta er mjög erfið
ákvörðun og við vorum búin að vera
í þrjá daga að ræða allar hugsanlegar
lausnir. Við vorum tilbúin með allar
mögulegar útgáfur, eftir því hvaða
reglur væru kynntar,“ segir séra
Guðrún Karls Helgudóttir, sóknar
prestur við Grafarvogskirkju, um
áhrif samkomutakmarkana á helgi
hald um jól og áramót.
Guðrún segir kirkjuna standa
frammi fyrir siðferðislegri klemmu,
en þó að reglurnar segi eitt geti sið
ferðiskenndin sagt annað og ekki
sé endilega æskilegt að stefna fólki
saman miðað við núverandi ástand,
þó að jafnvel sé heimild til þess.
Aftur á móti hafi takmarkanirnar
slæm áhrif á kirkjustarfið. Helgihald
í Grafarvogskirkju þessi jól og ára
mót fer því eingöngu fram í streymi.
Grafarvogssókn er fjölmennasta
sókn landsins og við kirkjuna starfa
fjórir prestar og tveir organistar.
„Það er eitt að hafa opið og leyfa
þeim að koma sem vilja, en svo
erum við með kóra sem hafa ekki
eins mikið val. Eigum við að vera
að láta þau mæta í þessu ástandi?“
spyr Guðrún. „Við erum með 40
manna fullorðinskór, barna og
unglingakór sem telur 50 manns
og svo þriðja kórinn sem er aðeins
minni,“ segir hún. „Allir kórarnir
áttu að syngja á aðfangadagskvöld.
Þetta ástand er rosalega slæmt
fyrir kirkjuna og þá sem vilja sækja
kirkju,“ segir hún og bætir við að
ekki sé eins að koma í kirkju og að
fylgjast með helgihaldi í gegnum
streymi.
„Svo finnum við líka að það er
stór hópur sem er búinn að fá nóg
og vill bara koma í kirkju. Margar
kirkjur eru það stórar að auðvelt er
að fylgja öllum sóttvarnareglum og
gera ráðstafanir,“ segir hún.
„Hér er ekki verið að hafa áfengi
Prestur segir kirkjuna í siðferðislegri
klemmu vegna fjöldatakmarkana
Séra Guðrún segir kirkjuna vel geta tekið á móti fjölda manns enda séu kirkjurnar rúmgóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Svo finnum við líka að
það er stór hópur sem
er búinn að fá nóg og
vill bara koma í kirkju.
Margar kirkjur eru það
stórar að auðvelt er að
fylgja öllum sóttvarna-
reglum og gera ráðstaf-
anir.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir um hönd og fólk ekki að missa sig
í faðmlögum.“ Guðrún bætir við að
fólk faðmist helst í jarðarförum, en
hingað til hafi ekki komið upp nein
hópsmit í kirkjunni.
„Fyrir Covid voru svona 700
manns í jólamessum í Grafarvogs
kirkju.“
Hún segir Grafarvogskirkju hafa
stefnt á að nota hraðpróf þessi jólin,
og reiknað hafi verið með 300400
kirkjugestum. „Við vorum ekki að
reikna með sama fjölda núna út af
Covid. Svo eru margir líka fastir í
einangrun eða sóttkví,“ segir Guð
rún. n
Í Grafar-
vogskirkju er
fjölmennasta
sókn lands-
ins og starfa
fjórir sóknar-
prestar og tveir
organistar við
kirkjuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
6 Fréttir 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ