Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 10
Helgi Vífill Júlíusson n Skoðun Íslenskir bókaútgefendur gagnrýna harðlega það sem þeir kalla ríkis einokun Menntamálastofnunar á útgáfu námsbóka og annarra námsgagna fyrir grunnskól- ann. Þeir segja Menntamála- stofnun hafa brugðist algerlega hlutverki sínu og kalla eftir því að yfirvöld breyti fyrirkomu- lagi útgáfu námsbóka. olafur@frettabladid.is Ásmundur Einar Daðason, nýr menntamálaráðherra, segist hlakka til samvinnu við skólasamfélagið, námsefnishöfunda, útgefendur og annað fagfólk sem best til þekkir um stefnumótun. Fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi er frábrugðið því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum og raunar öllum löndum hins vest- ræna heims, öðrum en Makedóníu sem líkt og Ísland er með ríkisútgáfu námsbóka. Jónas Sig u rgeirsson, f ram- kvæmdastjóri Bókafélagsins, benti í síðustu viku á að hér á landi fengju bókaútgefendur einungis 1 prósent tekna sinna frá útgáfu námsbóka á sama tíma og finnskir bókaútgef- endur fá 30 prósent tekna sinna frá námsbókaútgáfu. Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, segir útgefendur ítrekað hafa bent á að fyrirkomulag við útgáfu kennslu- bóka fyrir grunnskóla sé í raun út í hött og á skjön við það hvernig nán- ast öll önnur vestræn ríki haga sinni kennslubókaútgáfu. „Á sama tíma hefur lesskilningi og læsi hérlendis hrakað mjög og ég hef velt því upp hvort þar kunni að vera samhengi á milli, að börnum sé einungis kennt námsefni ríkisútgáfunnar fremur en að kennarar geti valið úr úrvali les- og kennsluefnis af almennum markaði. Ég hef sjálfur lagt til að fyrir- komulagið verði opnað og kenn- urum og skólum gert í verulega auknum mæli kleift að kaupa inn kennsluefni af almennum markaði, svo sem með því að tiltekið hlutfall kennslubóka geti komið af almenna markaðnum. Það mikilvægasta er að fjölbreytni útgefins námsefnis aukist og að kennarar hafi val og geti valið það sem best hentar í hvert skipti, fremur en að neyðast til þess að taka það sem stofnunin réttir þeim,“ segir Egill Örn. Hamlar framförum og þróun Heiðar Ingi Svansson, f ram- kvæmdastjóri Iðnú bókaútgáf- unnar og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir einokunar- stöðu Menntamálastofnunar í útgáfu námsbóka fyrir grunn- skólastigið hamla framförum og þróun kennsluefnis hér á landi. „Þetta snýst um gæði skólastarfsins og ekki síst börnin, við viljum að þau hafi aðgang að sem best- um námsbókum.“ Nýjungar og þróun varðandi námsefnigerð og -útgáfu sem á sér stað í löndunum í kringum okkur fer fram hjá okkur, að sögn Heiðars Inga. Hér á landi vanti til dæmis stefnu varðandi innleiðingu raf- rænna námsgagna. „Ef ætlunin er að taka þátt í örri og síbreytilegri fram- þróun á sviði námsgagnaútgáfu er ófært að ganga fram hjá öllum þeim fjölmörgu sem ekki hljóta náð fyrir augum ríkiseinokunarinnar en búa yfir verðmætri þekkingu. Hér er ég ekki að tala bara um bókaútgefend- ur heldur ekki síst kennara, rithöf- unda, sérfræðinga og fræðafólk auk nýsköpunar- og tæknifyrirtækja.“ Heiðar Ingi segir Menntamála- stofnun og fyrirkomulag náms- bókaútgáfu á Íslandi vera leifar lið- ins tíma. „Það er ástæða fyrir því að ríkið rekur ekki lengur ferðaskrif- stofu, áburðarverksmiðju, skipa- félag eða síldarverksmiðjur. Svo eru 30 ár síðan ríkið seldi Bókaút- gáfu Menningarsjóðs sem þá þótti tímaskekkja að ríkið væri að reka. Norðurlöndin fyrirmynd Heiðar Ingi telur okkur Íslendinga geta fundið góðar fyrirmyndir að þróun og útgáfu námsgagna fyrir öll skólastig á Norðurlöndunum. „Skandinavíska módelið, svokall- aða, er þannig upp byggt að ríkið stýrir markaðnum og setur leikregl- urnar. Þegar keypt eru námsgögn verður að uppfylla ákveðnar kröfur sem ríkið gerir varðandi gæði, verð og fleira. Þetta snýst ekki um að afhenda einkaaðilum neitt á silfurfati heldur miklu frekar að nýta þekkingu þeirra, reynslu, áræðni, kraft og dugnað sam- félaginu öllu til heilla.“ Flestir sem koma að þessu vita að þetta fyrirkomulag er alvarlega gallað, að sögn Heið- ars Inga. Fyrir vikið höfum við setið eftir varðandi þróun og útgáfu á rafrænum námsgögnum. „Ég rek til dæmis fyrirtæki sem þarf að standa sig á þessum krefjandi markaði sem útgáfa á námsgögnum fyrir framhaldsskóla er. Þrátt fyrir smæð okkar og fjandsamlegt rekstr- arumhverfi erum við komin lengra heldur en Menntamálastofnun í þróun og útgáfu á rafrænum og gagnvirkum námsgögnum með þaulreyndum dönskum hugbúnaði. Menntamálastofnun ekki með Við buðum Menntamálastofnun árið 2015 að taka þátt í þessu til- raunaverkefni með okkur meðal annars til að kanna hvernig best væri að standa að þessu. Við fengum síðan styrk árið 2019 frá mennta- málaráðuneytinu. En af einhverjum ástæðum, sem ég skil hreinlega ekki, hafði Menntamálastofnun ekki áhuga á því að taka þátt í þessu. Það er eitthvað mikið bogið við að við skulum búa yfir meiri þekkingu og reynslu varðandi þessar nýjungar en Menntamálastofnun sem fær um 1,1 milljarð á ári til reksturs. Allt samfélagið tapar á þessu. Íslenskt skólakerfi og ungmenni þessa lands eiga skilið að sitja við sama borð og ungmenni á hinum Norðurlöndunum varðandi þróun námsefnis og rafræna innleiðingu.“ Heiðar Ingi segir Menntamála- stofnun hafa farið illa með einok- unarvald sitt, eins og gerist gjarnan þegar litlir sem engir hvatar eru til þess að gera betur. Ekkert réttlæti þá ríkismiðstýrðu stöðnun sem allt of lengi hafi ríkt hér á landi. Allir tapi á því, ekki síst notendur þjónustunn- ar – nemendur samtímans sem erfa muni landið í framtíðinni. Hagsmunaaðilar kallaðir til Ásmundur Einar Daðason mennta- málaráðherra segir kennslubækur og önnur námsgögn vera dýrmæt jöfnunartæki. Mikilvægi þeirra komi meðal annars skýrt fram í nýjum stjórnarsáttmála. Talsverð undirbúningsvinna hafi átt sér stað sem tengist stefnumörkun um nám- gagnaútgáfu, meðal annars í tengsl- um við mótun nýrrar menntastefnu sem kynnt var í vor. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að kynna mér þá vinnu ofan í kjölinn enn þá, en það er eitt af þeim aðkallandi málum sem við munum sinna í nýju mennta- og barnamála- ráðuneyti. Það er ljóst að uppi eru fjölbreytt sjónarmið um hvert sé best að stefna varðandi íslenska námsgagnaútgáfu en ég hlakka til samvinnu við skólasamfélagið, námsefnishöfunda, útgefendur og annað fagfólk sem best til þekkir, um næstu skref,“ segir menntamála- ráðherra. n Ríkiseinokunin leifar liðins tíma Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir Menntamálastofnun fara illa með einokunarvald sitt og standa í vegi nýsköpunar og framfara í námsgagnaútgáfu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég hlakka til samvinnu við skólasamfélagið, námsefnishöfunda, útgefendur og annað fagfólk sem best til þekkir. Ásmundur Einar Daðason, menntamála- ráðherra Það kom á óvart að Eyþór Arn- alds, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, mun draga sig í hlé þegar kjörtímabilið rennur sitt skeið á enda, eins og hann tilkynnti um í gær. Fram að því ætluðu Eyþór og Hildur Björns- dóttir borgarfulltrúi að keppa um fyrsta sæti f lokksins í leið- togapróf kjöri. Það hefði orðið spennandi barátta. Fyrir áhuga- fólk um stjórnmál er synd að af henni hafi ekki orðið. Ef laust leitar íhaldssamari armur Sjálfstæðisflokksins, sem horfir minna til þéttingu byggð- ar og fjölbreyttari samgöngu- máta, nú að frambærilegum frambjóðanda í oddvitasætið til að keppa við Hildi. Enginn af borgarfulltrúum f lokksins á möguleika á að sigra Hildi í prófkjöri eftir að Eyþór steig til hliðar. Það verður hægara sagt en gert að sannfæra fólk sem er í góðum störfum að láta á það reyna að taka við f lokknum en sitja í kjölfarið áhrifalaust í minnihluta í fjögur ár ef fram fer sem horfir. Það er að minnsta kosti fátt sem bendir til að meiri- hlutinn falli eins og sakir standa. Eins og þekkt er vill stjórn Varðar, þvert á vilja fjölda Sjálf- stæðismanna, halda leiðtoga- prófkjör en að fámennur hópur raði í önnur sæti. Fulltrúaráðið í Reykjavík á blessunarlega eftir að samþykkja ákvörðunina. Nú þegar Hildur stendur ein eftir í leiðtogapróf kjöri eru auknar líkur á hefðbundnu próf kjöri fyrir öll sætin. Vonandi verður öllum Sjálf- stæðismönnum í borginni boðið að taka þátt í prófkjöri í stað þess að það einskorðist við félags- menn í Verði. Það myndi nefni- lega leiða til einsleitari sjónar- miða við kjörborðið. Sjónarmið almennra flokksmanna eru fjöl- breyttari en þeirra sem eiga sæti í Verði. Sú ákvörðun gæti haft í för með sér að hinn almenni Sjálfstæðismaður leiti á önnur mið og uppskeran verði rýrari í borgarstjórnarkosningum í vor. Hugmynd Varðar um að stilla upp lista í stað þess að fara í hefðbundið próf kjör var mis- ráðin. Prófkjör eru mikilvægur vettvangur fyrir frambjóðendur til að kynna sig sem kemur flokknum til góða þegar kjósa á lista í borgarstjórn í vor. Fólk er jú ekki hrifið af því að kjósa fólk sem það þekkir ekki. Miðstýr- ing, meðal annars við að raða á lista, er slæm. Nú er nokkuð stór hópur borgarfulltrúa, sem Vörð- ur handvaldi, algerlega óþekktur á meðal borgarbúa eftir fjögur ár í starfi og fáir hafa áhuga á að kjósa. n Opið prófkjör 10 Fréttir 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.