Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 36
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskuleg systir, mágkona og frænka, Jóhanna Jónsdóttir frá Bolungarvík, lést þann 11. desember á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Úförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Jón Rafnar Jónsson Sigurbjörg Kristjánsdóttir Bergþóra Jónsdóttir Einar Gíslason Þórunn Jónína Jónsdóttir Sigurleifur Kristjánsson og fjölskyldur. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra Sigmundar Tómassonar Sóleyjarima 9, Reykjavík. Starfsfólki á deild annarrar hæðar suður, hjúkrunarheimilinu Eir, þökkum við fyrir alúð og umhyggju í garð okkar allra. Anna Sigríður Ólafsdóttir Jensen Ólafur Sigmundsson Margrét Sigmundsdóttir Árni Viðar Sveinsson Tómas Jón Sigmundsson Inga Dóra Björnsdóttir afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þórmundar Sigurbjarnasonar rafeindavirkjameistara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 2. hæð-E Sóltúni, fyrir frábæra umönnun og elskulegheit. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Kristín Filippusdóttir Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Örn Sæmundsson loftskeytamaður og yfirmaður fjarskipta hjá Sameinuðu þjóðunum, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 13. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 22. desember kl. 12.00. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir, en að athöfn lokinni verður hægt að nálgast streymi hjá aðstandendum. Valerie Belinda Kayumba Sæmundsson Stefán Örn, Stefanía María, Gísli Elfar, Sven Arnar, Freyja, Sif Francin og Þór Ngunza Arnarbörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sigursveins Hilmars Þorsteinssonar sjómanns, Bylgjubyggð 65, Ólafsfirði. Fjölskyldan vill einnig færa öllum þeim sem komu að útför Sigursveins þakkir og við óskum ykkur gleðilegra jóla. Valgerður Sigurðardóttir Gunnlaugur Sigursveinsson Gerður Ellertsdóttir Þorsteinn Sigursveinsson Freygerður Sigursveinsdóttir Hermann Herbertsson barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1897 Stundarklukka er sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík. Klukkan er gjöf frá Thomsen kaupmanni. 1919 Dómar eru kveðnir upp í Landsyfirrétti í síðasta sinn. 1945 Ný Ölfusárbrú er tekin í notkun. 1947 Stjórnarskrá Ítalíu er samþykkt af stjórnlagaþing- inu. 1978 Bandaríski raðmorðinginn John Wayne Gacy er handtekinn í Chicago. 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík er staðfest. Hún kemur í stað samþykktar sem gilt hafði í meira en hálfa öld. 1989 Ion Iliescu verður forseti Rúmeníu. Hörmungarnar í snjóflóðinu áí Súðavík árið 1995 eru teknar fyrir í nýrri bók sagnfræðingsins Egils St. Fjeldsted. arnartomas@frettabladid.is Þrekvirki, nýútgefin bók Egils St. Fjeld­ sted, segir frá snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar 1995. Bókin er að stórum hluta byggð á viðtölum við 40 manns sem annað hvort voru á heimilum sínum þegar f lóðin skullu á eða tóku þátt í björgunarstörfum með einhverjum hætti. Egill, sem er sjálfur Patreks­ firðingur, skrifaði bók um krapaflóðin í fyrra og segir að f lóðið á Súðavík hafi verið rökrétt framhald. „Þegar ég fór af stað barst mér til eyrna að fólk væri kannski ekkert of spennt að tala um þetta,“ segir hann. „En þegar ég byrjaði var fólk tilbúið að tala við mig svo ég fór hús úr húsi og rakti mig þannig í gegnum flóðið.“ Frásagnirnar í bókinni segir Egill í einu orði átakanlegar. „Maður er að tala við fólk sem missti börn, systkini eða foreldra sína og vini,“ segir hann. „Ég gat ekki annað en farið að gráta þegar ég heyrði mikið af þessum nákvæmu lýsingum.“ Hrikalegar aðstæður Ástandið í Súðavík þegar snjóf lóðið skall á var hrikalegt. Fyrir það fyrsta var ekki hægt að komast að bænum nema með skipum þar sem ekki var fært með þyrlum, snjósleðum eða snjó­ bílum. Fyrsta aðstoð barst með Djúpbátnum Fagra­ nesinu sem var í áætlunar­ siglingum í Ísafjarðardjúpi á þessum árum og kom að staðnum með um 50 manns. „Þegar þeir koma átta þeir sig strax á því að þeir voru ekki nógu margir svo það var auglýst í svæðisútvarpi Vestfjarða eftir sjálf boðaliðum, sem voru f luttir til Súðavíkur um daginn og næstu nótt,“ segir Egill og bætir við að veðuraðstæðurnar hafi verið hræði­ legar. „Þeir sem voru að moka gátu kannski verið að í hámark tvo til þrjá tíma. Veðrið var þannig að þú sást ekki nema í lappirnar á þér og jafnvel þeir sem þekktu vel til á staðnum voru oft búnir að moka heillengi áður en þeir áttuðu sig á því að þeir voru á vitlausum stað.“ Súðvíkingar söfnuðust strax í hrað­ frystihúsið Frosta eftir að f lóðið féll á þorpið, sem var fyrir neðan neðstu tungu snjóflóðsins. Björgunarað­ ilar höfðu einnig aðsetur þar. Síðar vor u send f leir i skip og segir Egill að alls hafi 400 manns komið að f lóðinu með einhver ju m hæt t i . Í bók inni má sjá kor t með snjóf lóða línu sem er nánast í gegnum garðana hjá fólki. „Fólk fór að sofa í sakleysi sínu við öryggi og vaknar svo við þessa sprengingu í blindbyl og myrkri,“ segir hann. „Flestir voru í fastasvefni þegar f lóðið skall á heimilum þeirra og því aðeins í náttfötum eða mjög fáklæddir. Glundroðinn var mjög mikill fyrst um sinn, sérstaklega áður en fólk áttaði sig á stærðinni.“ n Þrekvirkið í Súðavík Snjóflóðið olli gríðarlegu tjóni og björgunarstarf var erfitt. MYND/BERGLIND MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR Fólk fór að sofa í sakleysi sínu við öryggi og vakn- ar svo við þessa spreng- ingu í blindbyl og myrkri. Egils St. Fjeldsted, höfundur bókar- innar TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.