Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 32
Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til
leiks á EM komu heim með verðlaun.
ÖSKUBUSKUÆVINTÝRI Í ÞORLÁKSHÖFN Það voru ekki
margir sem áttu von á því að Þórsarar frá Þorláks-
höfn færu langt í úrslitakeppninni en Þór landaði þar
fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins. Félaginu var
spáð í neðri hluta deildarinnar en fór fram úr öllum
væntingum.
SIGURFÖR TIL PORTÚGAL Íslenska kvennalandsliðið
vann til gullverðlauna á EM í hópfimleikum í þriðja
sinn. Kvennalandsliðið hefur þurft að horfa á eftir
gullinu til Svíþjóðar á undanförnum árum en í þetta
skiptið stóðu okkar konur nágrönnum okkar framar.
Ísland sendi fjögur lið til leiks á mótið, kvenna- og
karlalið, stúlkna- og blandað kynjalið, og komust öll á
verðlaunapall í Portúgal. MYND/STEFÁN PÁLSSON
FRUMRAUN Í RIÐLAKEPPNI Breiða-
blik tók fyrst íslenskra knattspyrnu-
liða þátt í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar. Meðal þeirra sem
mættu á snævi þaktan Kópavogs-
völl voru stöllurnar í Real Madrid.
TVÖFALT Á KVEÐJUÁRI Tvær hetjur úr hverfinu, Kári
Árnason og Sölvi Geir Ottesen, fóru mikinn á loka-
metrum ferilsins og tímabilsins og áttu stóran þátt í
velgengni Víkinga sem urðu Íslands- og bikarmeist-
arar. Með því lauk þrjátíu ára bið Víkinga eftir Íslands-
meistaratitlinum.
ÓSTÖÐVANDI AKUREYRINGAR Ekkert fékk lið KA/Þórs stöðvað fyrri hluta
ársins. Akureyringar unnu alla titlana sem voru í boði á síðasta ári, þar á
meðal fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins og bikarmeistaratitilinn.
Á FERÐ OG FLUGI ÚR HAFNARFIRÐI
Haukar komust í riðlakeppni í Evr-
ópudeildinni. Hafnfirðingar voru
fyrsta kvennaliðið til að taka þátt
í Evrópukeppni í 15 ár en komust
lítt áleiðis í riðlakeppninni.
BRAUT ÍSINN Aldís Kara Bergsteinsdóttir náði lágmarki
fyrir EM fullorðinna í listskautum, fyrst Íslendinga. Þá
varð hún fyrsti Íslendingurinn til að komast í úrtöku-
mót listskauta fyrir Vetrarólympíuleikana.
ÖRLÖGIN Í EIGIN HÖNDUM Kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu átti góðu gengi að fagna á árinu. Þær eru með
örlögin í eigin höndum í undankeppni HM 2023 og fengu
að vita andstæðingana á Evrópumótinu á næsta ári.
Evrópugullin
stóðu upp úr í ár
Sigurför Íslands á EM hópfimleika var einn af hápunktum
ársins í íslensku íþróttalífi. Íslendingar eignuðust nýja stjörnu
í kraftlyftingaheiminum og Íslandsmeistaratitlar fóru í ólík-
legar áttir. Evrópuævintýri og undankeppni Ólympíuleikanna
í skautum bönkuðu einnig upp á í íþróttalífi Íslands.
STÓÐ UPP ÚR Ómar Ingi Magnússon átti stórbrotið ár
með Magdeburg. Ómar varð Evrópumeistari og marka-
kóngur þýsku deildarinnar og leiðir nú lið Magdeburg
sem gerir atlögu að fyrsta meistaratitli félagsins í 20 ár.
SIGURFÖR SKAGAKONUNNAR Kristín Þórhallsdóttir fylgdi eftir bronsi á
HM í klassískum kraftlyftingum með sigurför á Evrópumótinu undir lok
árs. Kristín setti Evrópumet í hnébeygju og í samanlögðu í -84 kílóa flokki.
Hún fékk gull í hnébeygju, brekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu.
NÁLÆGT SÖGULEGUM SIGRI
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir komst í
úrslit á Opna breska áhugamanna-
mótinu í golfi í sumar en tapaði í
úrslitaeinvíginu gegn Skotanum
Louise Duncan.
Kylfingurinn sem leikur fyrir
hönd GR sló út nokkra af bestu
áhugakylfingum heims á leið sinni
í úrslitin en náði sér ekki á strik
í úrslitaleiknum sjálfum. Sigur-
vegari mótsins fær þátttökurétt á
stærstu mótum hvers árs.
20 Íþróttir 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR INNLENDUR ANNÁLL 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR