Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 4
Ég kalla eftir minnis- blöðum frá fleirum en sóttvarnalækni áður en svona ákvarðanir eru teknar. Vilhjálmur Árna­ son, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins Willum Þór Þórsson vék ekki í megin­ atriðum frá tilmælum sóttvarnalæknis frekar en forveri hans Svandís Svavarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ríkisstjórn Íslands tilkynnti um hertar samkomutakmark- anir í gær og fór að mestu eftir tillögum sóttvarnalæknis. Verklagið er ekki óumdeilt og verður tekist um það á þingi í vetur. kristinnhaukur@frettabladid.is COVID-19 Sóttvarnatakmarkanir voru hertar á miðnætti í nótt og mega nú aðeins 20 manns koma saman í stað 50 áður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra til- kynnti þetta í gær eftir ríkisstjórn- arfund. Rétt eins og í tíð forvera hans, Svandísar Svavarsdóttur, var farið eftir tillögum Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis að mestu leyti. Nálægðarmörk eru aukin úr einum í tvo metra. 200 manna samkomur eru leyfilegar að undan- gengnu hraðprófi og að viðhafðri grímuskyldu í stað 500 áður. Þá mega sundlaugar, líkamsræktar- stöðvar og skíðasvæði ekki taka nema 50 prósent af leyfðum fjölda. Sóttvarnalæknir mæltist til þess að jólafrí skólanna yrði framlengt um viku, eða til 10. janúar. Á það var ekki fallist en Ásmundi Einari Daðasyni og Áslaugu Örnu Sigur- björnsdóttur, ráðherrunum sem fara með málefni skólanna, var falið að athuga stöðuna hjá skólastjórn- endum. Eftir fundinn sagði Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra það ekki skemmtilegt að þurfa að færa lands- mönnum þessi tíðindi í aðdraganda jóla. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra sagði það ekkert nýtt að ólík sjónarmið um útfærslur væru innan síns flokks. „Ég stend nú með ráð herranum í þessu vegna þess að það væri mikill á byrgðar hluti að bregðast ekki við með ein hverjum hætti,“ sagði Bjarni. „Við gerum ekki lítið úr því að það þurfi að bregðast við en við gagnrýnum verklagið,“ segir Vil- hjálmur Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem varaði við því að farið yrði að minnisblaði Þórólfs án umræðu. „Það kemur minnisblað frá einum aðila úr heilbrigðiskerf- inu og það er rætt í ráðherranefnd og ríkisstjórn á innan við sólar- hring.“ Vilhjálmur segist gera kröfu um meiri gögn til stuðnings aðgerðum og markmið þeirra þurfi að vera skýrt og sýn til langs tíma. „Ég kalla eftir minnisblöðum frá f leirum en sóttvarnalækni áður en svona ákvarðanir eru teknar. Svo sem frá fólki úr mennta-, velferðar- og efna- hagskerfinu og öðru heilbrigðis- starfsfólki,“ segir hann. Sér í lagi eigi þetta við þegar áhrif faraldursins séu orðin langvarandi, til dæmis á andlega heilsu fólks á borð við kvíða og félagslega einangrun. Aðspurður um vettvanginn fyrir þetta nefnir Vilhjálmur umræður um ný sóttvarnalög sem boðuð hafa verið í vetur. Þá muni þetta einnig koma til umræðu þegar heilbrigðisráðherra gefur þinginu skýrslu. Þá verður metið hvort sér- stakt þingmannafrumvarp þeirra sem óánægðir eru með núverandi verklag verði lagt fram. Ætla má að nokkur fjöldi þing- manna kynni að styðja breytingar á fyrirkomulaginu, hvort sem það yrði líkt og Vilhjálmur sér það eða annars konar. Meðal þeirra sem vakið hafa máls á þessu í Sjálfstæðisflokknum eru Hildur Sverrisdóttir, Bryndís Har- aldsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og ráðherr- arnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Þá hefur Arnar Þór Jónsson, sem nýlega tók sæti sem varaþingmaður, verið mjög gagnrýninn og kallað eftir afsögn Þórólfs. Af öðrum þingmönnum má nefna Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson úr Viðreisn. Einnig Bergþór Ólason úr Miðflokki sem líkt hefur sóttkví við varðhald. Í öðrum flokkum hefur hins vegar farið lítið fyrir gagn- rýnisröddum. n Nýr ráðherra en áfram sama verklag hjorvaro@frettabladid.is COVID-19 Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út ákall til heilbrigðis- menntaðs fólks sem er reiðubúið að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðis- þjónustunnar. Í ljósi mikillar fjölgunar Covid- smita í samfélaginu má gera ráð fyrir vaxandi álagi hjá heilbrigðis- stofnunum og hætt er við auknum forföllum starfsfólks vegna smita og sóttkvíar. Alls hafa 152 heilbrigðisstarfs- menn skráð sig í bakvarðasveitina frá því að hún var endurvakin í október síðastliðnum. Mest þörf er fyrir sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna en einnig er óskað eftir fólki á skrá úr öðrum heilbrigðisstéttum. Athygli er vakin á því að nemar í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sjúkraliðanámi geta skráð sig í bakvarðasveitina. n Ákall um fleiri Covid-bakverði bth@frettabladid.is SKÓLAMÁL „Það er gleðiefni að við höfum náð þessum árangri að fá úrbætur. Háskólinn á Hólum hefur lengi unnið að því að fá fram- kvæmdir fjármagnaðar vegna mygl- unnar og nú er það í höfn,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskól- ans á Hólum. Nokkur ár eru síðan úttekt verk- fræðistof unn ar Eflu leiddi í ljós að mygla er til staðar á öll um hæðum skóla húss Há skól ans á Hól um. Með breyt ing ar til lög um við fjár- laga frumvarpið hillir undir fram- kvæmdafé sem nemur hundruðum milljóna. Erla Björk segist ekki vita dæmi um heilsutjón hjá nemendum eða kennurum. Hún vonast til að fram- kvæmdir hefjist næsta ár og telur að viðgerðin muni ekki hafa afgerandi áhrif á skólastarf. n Fagnar fé til að vinna á myglu ninarichter@frettabladid.is FÆREYJAR Í upphafi þessarar viku voru tvö frumvörp samþykkt í færeyska þinginu sem tryggðu hin- segin pörum í Færeyjum réttindi til fæðingarorlofs. Málið hefur valdið titringi og óvíst er hvort ríkisstjórn Færeyja haldi velli út árið. Hinsegin fólk í Færeyjum öðlað- ist hjúskaparréttindi árið 2017, langt á eftir hinum Norðurlanda- þjóðunum. Síðustu misseri hefur nokkur umræða skapast í Fær- eyjum varðandi réttindi hinsegin fólks til fæðingarorlofs. Færeyska þingið var klofið í afstöðu sinni til frumvarps um jafnan rétt hinsegin fólks til fæðingarorlofs. Frumvarpið var samþykkt með 18 stuðnings- atkvæðum gegn 13 andvígum. Mikill titringur hefur skapast í færeyska þinginu vegna þessa og samkvæmt færeyska ríkisútvarp- inu, Kringvarpinu, eru ýmis teikn á lofti um að færeyska stjórnin muni falla. Tveir ráðherrar Fólkaf lokksins sögðu af sér embætti vegna málsins og tóku aftur við þingmennsku, í viðleitni til að steypa flokkssystur sinni Anniku Olsen úr þingsæti, en hún hafði kosið með frumvarpinu. Þingmenn Færeyska miðflokks- ins, sem er alfarið andvígur auknum mannréttindum hinsegin fólks, segja samstarfsf lokka sína, Sam- bandsflokkinn og Fólkaflokkinn, brotlega við stjórnarsáttmálann. Forsætisráðherra Færeyja sagði í samtali við fjölmiðla á mánudag að örlög stjórnarinnar myndu að líkindum ráðast eftir jól. n Deilt um réttindi hinsegin fólks í Færeyjum Bárður á Steig Nielsen, for­ sætisráðherra FæreyjaHáskólinn á Hólum fær yfirhalningu. 4 Fréttir 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.