Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 19
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2021 Gómsætt konfekt á aðventunni gleður alla. MYND/MS starri@frettabladid.is Hér er einföld og góð uppskrift að konfekti sem gott er að eiga á aðventunni fyrir unga og aldna. Heimagert konfekt er auk þess skemmtileg gjöf til að taka með í matarboð eða sem jólagjöf fyrir vini og vandamenn. 300 g súkkulaði 100 g rjómaostur frá Gott í matinn 100 g smjör 100 g hnetusmjör 150 g rúsínur (eða aðrir þurrkaðir ávextir að eigin vali) 150 g döðlur 200 g hnetur að eigin vali Byrjið á því að saxa hneturnar og döðlurnar. Blandið þeim næst saman við rúsínurnar. Súkkulaðið er brætt og blandað saman við rjómaostinn, smjörið og hnetusmjörið. Blandið öllu saman í skál og setjið í konfektform og kælið. Einnig má setja blönduna í form með plastfilmu í botninum. Þegar blandan er orðin köld er hún skorin í hæfilega bita. Heimild: gottimatinn.is Konfekt með rjómaosti Mæðgurnar skreyta lerkitré sem þær sækja nokkrum vikum fyrir jól. Tréð fær á sig nálar og grænkar í hitanum. MYNDIR/GUNNAR SVERRISSON Jólin eru notaleg endurtekning Í bókinni Desember fá lesendur að gægjast inn um gluggann hjá mæðgunum Margréti Jónsdóttur og Móheiði Guðmundsdóttur við undirbúning jólanna. Desember er uppá- haldsárstími mæðgnanna sem njóta aðventunnar á eigin hátt. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.