Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 20
Ég ætti frekar að setja þetta út í, eða þetta. Ég held það sé algengt með uppskriftir, þær þvælast um og breytast eftir smekk fólks,“ segir Margrét. Mæðgurnar hafa ýmsar fastar hefðir um jólin og ein þeirra er ein- mitt að baka. „Það eru svona litlir hlutir sem okkur finnst nauðsynlegt að gera. Það er til dæmis uppskrift að Lúsíu- bollum í bókinni sem við reynum alltaf að gera. En svo er það þannig að ef eitthvað gengur ekki upp þann daginn þá gerum við það bara seinna,“ segir Margrét. „Ég segi til dæmis frá því í for- málanum að bókinni að einu sinni náðum við ekki að baka mömmukökur fyrir jólin svo við bökuðum þær bara á jóladag. Það var alveg yndisleg stund. Það eru engar reglur um hvað þarf að gera og hvernig. Hver og einn þarf bara að finna hvað hentar honum, svo maður sleppi sér ekki í einhverju tilbúnu jólastressi.“ Þykir vænt um gamla skrautið Margrét segir að tilgangur bókar- innar sé að leyfa fólki að gægjast á gluggann hjá þeim mæðgum og sjá hvernig þær undirbúa jólin og að vonandi geti einhver sótt inn- blástur til þeirra. „Við erum ekki að eltast við tískustrauma. Við elskum að nota mikið sama dótið og stundum bætist eitthvað nýtt við. Við erum ekki þannig týpur að ein jólin á allt að vera svart og silfur og þá fylgjum við því,“ segir Margrét. „Okkur finnst vænt um gamla jóladótið og minningarnar sem fylgja því. Bókin er því ekki að sýna bara hvað er í tísku í ár heldur á þetta að vera klassísk bók. Ég held að jólin séu þannig hjá mörgum. Eins og segir í jóla- lagi með Valdimari og Bríeti: Jólin eru endurtekning. Okkur finnst endurtekningin notaleg. Í mínum huga eru jólin stemning, maður fer inn í eitthvert ákveðið hugar- ástand. Einhverja ró.“ Margrét er starfandi leirlista- kona og nánast allt keramikið í bókinni er eftir hana, bæði diskar skálar og föt. „Bókin tengist mikið inn á okkar heimili, það eru myndir af gamla jólaskrautinu okkar í bókinni og myndir af minni leirlist. Öll leir- verkin á myndunum gefa þessu heildrænan svip,“ útskýrir Margrét og bætir við að fyrir áhugasama sé hægt að kaupa bókina í galleríinu hennar á Akureyri. „Hún fæst líka í Eymundsson, Epal og á heimasíðu Home & Deli- cious sem gefur bókina út.“ n Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Margrét og Móheiður eru miklar jólastemningarkonur sem elska ekkert síður undirbúning og aðdraganda jólanna en jólin sjálf. Allur desember er í raun hátíð í þeirra huga. Mæðgurnar höfðu oft talað um að gaman væri að safna sama saman hugmyndum, sem snúa að jólunum og undirbúningi þeirra, í bók og núna á aðventunni leit bókin Desember dagsins ljós. „Við dóttir mín unnum bókina saman með Gunnari Sverrissyni ljósmyndara og Höllu Báru Gests- dóttur innanhússhönnuði. Þau hafa áður gefið út bækur um heimilið og bústaðinn og þessi bók passar inn í þann flokk,“ segir Margrét. „Þegar Halla gaf út bókina sína, Heimilið, í fyrra þá fékk hún að mynda heimilið okkar. Þá sögðum við henni að við hefðum stundum velt þessari hugmynd fyrir okkur. Þau Halla og Gunnar gripu hug- myndina á lofti og hringdu í okkur nokkrum dögum seinna og spurðu hvort okkur væri alvara með þess- ari hugmynd. Við sögðum: Já! Og bókin varð að veruleika.“ Mæðgurnar unnu að bókinni í rúmlega ár með þeim Höllu Báru og Gunnari svo jólin hafa staðið óvenju lengi yfir hjá þeim undan- farið ár. „Við byrjuðum í nóvember í fyrra. Svo vorum við að taka myndir í janúar og mars og þær síðustu tókum við þegar það var 23 stigi hiti hér á Akureyri í ágúst. Þá vorum við að mynda uppskrift- irnar og pakka inn jólapökkum og fleira,“ segir Margrét. Vegna vinnu við gerð bókar- innar var jólaskrautið á heimili mæðgnanna uppi óvenjulega lengi. „Við vorum ekkert mikið að segja frá þessu verkefni og fólk var stundum svolítið hissa á svipinn þegar það hringdi dyrabjöllunni og ég opnaði og fólkið sá stól fullan af jólapökkum eða jólaskreytingu á borðstofuborðinu,“ segir Margrét hlæjandi. „En við nutum þess svo sannar- lega að gera þetta,“ bætir hún við. Uppskriftir sem hafa fylgt fjölskyldunni í gegnum árin Bókin inniheldur ýmsar upp- skriftir að kökum og mat sem þær mæðgur gera oft fyrir jólin. Margrét segir uppskriftirnar koma héðan og þaðan. Sumar hafa fylgt fjölskyldunni lengi og aðrar hafa þær kannski fengið úr blaði fyrir langalöngu. „Eins og gengur þá höfum við gert uppskriftirnar að okkar í áranna rás. Ég er þannig að um leið og ég fæ uppskrift þá byrja ég að breyta henni. Ég hugsa kannski: Móheiður og Margrét baka alltaf fyrir jólin. Hér eru þær með nýbakaðar kardimommu- bollur. MYNDIR/GUNNAR SVERRISSON Mæðgurnar eiga nokkur lítil gervijólatré sem þær setja í blómapotta. Trén fara út í garð þegar líður á desember. Enskar skonsur með marm- elaði sem eru í uppáhaldi hjá Margréti og Móheiði. Nánast allt postulín í bókinni er eftir Margréti sjálfa. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Við erum ekki að eltast við tísku- strauma. Við elsk- um að nota mikið sama dótið og stund- um bætist eitthvað nýtt við. Margrét Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum og stirðleika? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótar- fæði og notuð til bóta á mörgu meini. Vítamín D: • Stuðlar að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs. • Stuðlar að viðhaldi beina, tanna og vöðva. • Stuðlar að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins. • Eining hefur D-vítamín hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 2 kynningarblað A L LT 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.