Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 13
Við vitum öll hve upp-
sagnarvernd trúnaðar-
manna er mikilvæg og
atvinnurekendur vita
það líka.
Í september síðastliðnum rak
Icelandair mig úr starfi. Var það
gert með þeim hætti að stöðvar
stjóri tilkynnti mér símleiðis að
ég ætti von á uppsagnarbréfi með
ábyrgðarpósti. Þann sama dag var
samstarfsfólk mitt upplýst um upp
sögnina og var borið við að um
„trúnaðarbrest“ væri að ræða. Ekki
kom fram á þeim fundi hvers eðlis
sá trúnaðarbrestur var. Seinna var
það dregið til baka og enn síðar var
gefið í skyn að ég væri erfið í sam
skiptum.
Þegar mér var sagt upp störfum
var ég trúnaðarmaður, öryggis
trúnaðarmaður og eina fastráðna
konan í hlaðdeildinni. Ég var einn
ig f lokksstjóri á minni vakt. Þar
koma ævinlega upp mál sem þarf
að leysa úr, eins og á öllum vinnu
stöðum. Það hafa komið upp tilvik
þar sem ég hef lagt áherslu á hluti
sem mættu betur fara og þá sér
staklega það sem snýr að öryggis
málum. Ég hef ævinlega komið
fram við samstarfsmenn mína
af velvild og sanngirni, enda eru
strákarnir góðir félagar mínir og
hafa sýnt mér ómetanlegan stuðn
ing.
Á vikunum áður en mér var sagt
upp hafði ég átt í viðræðum við
mína yfirmenn vegna ýmissa mála
sem meðal annars snúa að hag
ræðingu og ýmsum breytingum
á verklagi hjá hlaðdeildinni. Þau
samtöl fóru yfirleitt vel fram og
það bar ekki á neinum kala í minn
garð, þrátt fyrir að menn hafi ekki
alltaf verið sammála. Það er nú
einu sinni svo, að trúnaðarmanni
ber að standa vörð um réttindi
og hagsmuni umbjóðenda sinna
og sjá til þess að ákvæði kjara
samnings séu haldin. Nú ber svo
við að Icelandair vill ekki kannast
við að ég hafi verið löglega kjör
inn trúnaðarmaður, þrátt fyrir að
ég hafi ávallt verið boðuð á fundi
fyrir hönd minna samstarfsmanna.
Í öllum samskiptum við Icelandair
var ég ávörpuð sem trúnaðarmaður
og titluð þannig, hvort heldur var
í tölvupósti eða annars staðar. Ef
meintir „samstarfsörðugleikar“
mínir eiga sér grunn í þeim fund
um sem ég hef setið vegna trúnað
arstarfa, þá veltir maður vöngum
yfir því hvort vandinn kunni að
liggja Icelandair megin. Hvað sem
því líður, hvort ég hef verið hvöss,
leiðinleg eða eitthvað annað, að
þeirra sögn, þá hafði ég aldrei
fengið áminningu fyrir brot í starfi.
Ég átti samtal við yfirmann
minn vegna ætlaðra „samskipta
erfiðleika“ skömmu áður en til upp
sagnar kom, en það samtal upp
fyllti ekki þær kröfur sem gerðar
eru til áminningar.
Sem trúnaðarmaður og f lokks
stjóri ber mér að standa upp og
segja mína skoðun. Mér ber í ljósi
stöðu minnar sem öryggistrúnað
armaður að upplýsa stjórnendur
um það sem bregðast þarf við áður
en fólk slasar sig.
Réttindamál allra
Ég er þakklát fyrir allan stuðn
inginn og samstöðuna sem ég hef
hlotið. Flugstéttarfélögin þrjú,
Flugvirkjafélag Íslands, Flugfreyju
félag Íslands og Félag íslenskra
atvinnuf lugmanna, sendu frá sér
samstöðuy f irlýsingar sem var
ómetanlegt. Félagar okkar í Raf
iðnaðarsambandi Íslands og ASÍ
UNG einnig. Ef ling hefur staðið
Réttindamál okkar allra
Ólöf Helga
Adolfsdóttir
varaformaður
Eflingar og fyrr
verandi trúnaðar
maður hlaðmanna
á Reykjavíkurflug
velli
við bakið á mér og starfsfólkið
stappaði í mig stálinu, og síðast en
ekki síst vinir mínir í hlaðdeildinni
á Reykjavíkurflugvelli sem skoruðu
á Boga Nils Bogason, forstjóra Ice
landair, að draga uppsögnina til
baka. Þeir stóðu saman allir sem
einn því að þeir sáu mikilvægi þess
að trúnaðarmaður þori að berjast
fyrir samstarfsmenn sína.
Þetta mál snýst ekki um mig og
þetta snýst ekki bara um Eflingar
félaga. Þetta mál er réttindamál
fyrir alla launþega á Íslandi.
Grundvallarréttindi
Við vitum öll hve uppsagnarvernd
trúnaðarmanna er mikilvæg og
atvinnurekendur vita það líka.
Þessi óforskammaða árás Ice
landair á þessi grundvallarréttindi
væri kannski ekki svona alvarleg
ef ekki væri fyrir þá sök að Sam
tök atvinnulífsins styðja þennan
gjörning Icelandair. Ég vona að
réttlætið nái fram að ganga og að
Félagsdómur viðurkenni að Ice
landair braut á mér. Ég vil líka að
SA taki ábyrgð á sínu hlutverki í
þessu öllu saman.
Í lokin vil ég taka skýrt fram að
ég hef ekkert að fela, svo þegar Icel
andair segir að málið sé viðkvæmt
vil ég að fólk hafi í huga hvað Ice
landair er að segja: Málið er ein
göngu viðkvæmt fyrir Icelandair. n
Höldum í gamlar hefðir,
skötuveizluna heim!
Fiskibíllinn í samvinnu við Djúpið
fiskvinnslu á Granda verður á ferðinni
í desember með allt það sem þarf í
hina fullkomnu skötuveizlu eins og
þær gerast bestar.
Tökum skötupantanir fyrir einstaklinga,
fyrirtæki, mötuneyti og félagasamtök.
Hægt er að leggja inn pöntun á
panta@djupidfiskvinnsla.is
og í síma 419 1550
Fyrir utan hina rómuð skötu, unna á gamal-
dags hátt af Djúpinu þá er
Fiskibíllinn með hamsa, saltfisk
og fleira girnilegt úr Djúpinu.
Fylgist með því FISKIBÍLLINN er á ferðinni!
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ