Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 8
Þegar fram
koma
leiðtogar
sem tapa
borginni
kosningar
eftir kosn-
ingar þá
eru skiljan-
leg við-
brögð að
menn vilji
slátra
foringj-
anum sem
skaffar
ekki.
Ólafur Þ. Harðar-
son, prófessor
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í borginni 1990–2021
Davíð Oddsson Markús Örn Antonsson Árni Sigfússon Björn Bjarnason
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Halldór Halldórsson Eyþór Arnalds
Linnulítil endurnýjun hefur
einkennt oddvitamál Sjálf
stæðismanna í borginni síðan
Davíð Oddsson var borgar
stjóri. Enn eru leiðtogaskipti
fram undan. Þeim er slátrað
sem ekki skaffar, segir pró
fessor.
STJÓRNMÁL Eftir að Eyþór Arnalds
tilkynnti að hann væri hættur við
framboð sitt sem oddviti Sjálf
stæðismanna í Reykjavík stefnir
í að Hildur Björnsdóttir verði átt
undi leiðtogi Sjálfstæðismanna á
þeim 27 árum sem liðin eru síðan
f lokkurinn tapaði borginni árið
1994. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði, segir mjög áhuga
vert að bera saman skammlífi borg
arleiðtoganna og langlífi formanna
Sjálfstæðisflokksins í sögunnar rás.
Árið 1990 vann Sjálfstæðis
f lokkur inn undir forystu Davíðs
Oddssonar einn stærsta sigur
f lokksins í borgarstjórnarkosn
ingum. Flokkurinn hlaut yfir 60
prósent atkvæða og 10 borgarfull
trúa af 15. Davíð hætti sem borgar
stjóri og fór í landsmálin sem for
sætisráðherra. Í næstu kosningum,
1994, missti Sjálfstæðisflokkurinn
meirihluta sinn í borginni með til
komu Reykjavíkurlistans. Það var í
aðeins annað skiptið á rúmlega 60
árum sem meirihluti f lokksins féll,
Sjálfstæðismenn fengu sjö borgar
fulltrúa af 15, töpuðu þremur. Árni
Sigfússon gegndi embætti borgar
stjóra um nokkurra mánaða skeið
fyrir kosningarnar 1994 þegar hann
Átta oddvitar
Sjálfstæðismanna síðan
taphrinan hófst
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
tók við af Markúsi Erni þremur
mánuðum fyrir kosningar. Árni
var fenginn til leiks til að halda
borginni. Með sameiningu Rlistans
tókst það ekki og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Samfylkingunni, varð
borgarstjóri í nýjum meirihluta.
Árið 1998 leiddi Árni aftur.
Reykjavíkurlisti fékk átta fulltrúa
en Sjálfstæðismenn sjö.
Árið 2002 leiddi Björn Bjarnason
Sjálfstæðismenn. Reykjavíkurlist
inn hélt enn velli en klofningsfram
boð Ólafs F. Magnússonar borgar
fulltrúa hafði áhrif. Ólafur var áður
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Árið 2006 hafði Reykjavíkur
listinn liðast í sundur. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson leiddi þá Sjálfstæðis
menn í kosningum og fékk sjö full
trúa af 15. Sjálfstæðismenn og Fram
sóknarmenn mynduðu meirihluta
og Vilhjálmur varð borgarstjóri.
Upp úr því samstarfi slitnaði sem
og öðrum meirihlutum sem á eftir
fylgdu. Árið 2008 tók aftur við kefl
inu meirihluti Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknar f lokksins með
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem
borgarstjóra. Hanna Birna náði ekki
að halda stólnum í kosningum árið
2010. Upp rann tími Besta flokksins
í kjölfar Hrunsins og Jón Gnarr tók
við borgarstjórakeflinu.
Árið 2014 leiddi Halldór Hall
dórsson Sjálfstæðismenn í borg
inni. Sjálfstæðisflokkur hlaut fjóra
borgarfulltrúa, tapaði einum.
Flokkurinn fékk aðeins 26 prósenta
fylgi. Tími Dags B. Eggertssonar sem
borgarstjóra Samfylkingar rann
upp.
Árið 2018 var borgarfulltrúum
fjölgað úr 15 í 23. Sjálfstæðisflokkur
fékk 30,8 prósent, sem dugði þó ekki
til að komast í meirihluta.
Leiðtogaáhrifin ofmetin
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála
fræðiprófessor segir mjög ofmælt að
draga línu milli persónuáhrifa leið
toga og góðrar útkomu í kosningum.
Besta útkoma Sjálfstæðisflokksins í
borginni hafi orðið þegar óvinsælar
vinstristjórnir voru við völd í lands
málunum. Sumir fyrrverandi leið
togar í borgarmálunum hafi unnið
mjög góða sigra í einum kosningum
en fengið mun minna fylgi í öðrum.
Þá sé oft rætt um 2010 þegar Besti
f lokkurinn vann ótrúlegan sigur í
Reykjavík.
„Sumir segja að það hafi verið
vegna vinsælda Jóns Gnarr. En
miklu líklegri skýring er að kosn
ingaúrslitin hafi ráðist af mótmæl
um kjósenda sem höfðu fengið upp
í kok af gömlu f lokkunum,“ segir
Ólafur.
Aftur á móti sé mjög áhugavert
að ræða hvers vegna oddvitar Sjálf
stæðismanna hafi staldrað svo stutt
við í borginni á sama tíma og leið
togar f lokksins í landsmálunum
standi óhaggaðir.
„Sú skýring sem kemur fyrst upp
í hugann er að alveg frá lýðveldis
stofnun hefur Sjálfstæðisflokkurinn
langoftast verið í ríkisstjórn. Meðan
foringi í f lokknum getur komið
honum í ríkisstjórn þá er hvatinn
til að fella hann ekki mikill,“ segir
Ólafur.
Í þessu ljósi segir Ólafur að það
skipti ekki öllu máli fyrir Bjarna
Benediktsson hvort hann nái 25
prósenta fylgi eða 40 prósentum.
Honum sé ekki skipt út því honum
takist að halda f lokknum inni í
ríkisstjórn.
„Sjálfstæðismenn voru líka vanir
að ráða borginni en þegar fram
koma leiðtogar sem tapa borginni
kosningar eftir kosningar þá eru
skiljanleg viðbrögð að menn vilji
slátra foringjanum sem skaffar
ekki.“ n
8 Fréttir 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR