Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 28
Svo erum við orku- mestar í miðjum tíða- hringnum og þá er sniðugt að plana mannamót og fundi. Jara Karlsdóttir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is KONUR Í ATVINNULÍFINU Blaðið er unnið í samtarfi við FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu. Fimmtudaginn 20. janúar 2022 gefur Fréttablaðið út stórglæsilegt sérblað sem nefnist „Konur í atvinnulífinu“, daginn sem Viðurkenningahátíð FKA verður. Sérblaðið nefnist „Konur í Atvinnulífinu“ og hefur samskonar blað verið gefið út í góðu samstarfi við FKA síðustu fjögur ár við afar góðar undirtektir. Þessu blaði er ætlað að kynna allt það góða starf sem konur í atvinnulífinu eru að inna af hendi, hvort sem þær séu í ábyrgðastöðu eður ei. Blaðið er að mestu sett saman af keyptum kynningum en auðvitað fylgja einnig auglýsingapláss svona blöðum. Blaðið í fyrra var 64 síður og líkur eru á að blaðið í ár slái öll met. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jóhann Waage markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsnið g a kabl ð s m innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum ferming rgjöfum. Allir sem hafa fermst vita ð da urinn og ekki síst gjarnar lifa í minni gunni um ald r o ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Tunglið, stjörnuspeki og tíðahringurinn eru í aðal- hlutverki heilsusamlegrar og vinsællar Tungl dagbókar. „Hugmyndin kviknaði þegar Aline Grippi var hjá mér í stjörnukorta- lestri. Við komumst þá að því að okkur langaði báðar til að búa til bók þar sem við gætum séð stöðu tunglsins á hverjum degi og fylgst með stjörnunum. Aline er með sjúkdóminn endómetríósu og eitt af því sem hún getur gert til að hjálpa sér með hann er að fara í köld böð og tengjast tíðahringnum sínum betur með því að tengja hann við gang tunglsins,“ segir stjörnuspekingurinn, jógakennar- inn og tónlistarkonan Jarþrúður Karlsdóttir, oftast kölluð Jara. Jara er að tala um nýju Tungl dagbók þeirra Aline, sem er graf- ískur hönnuður. Þetta er í annað sinn sem slík dagbók er gefin út eftir að hafa fengið gríðargóð viðbrögð í fyrra þegar upp seldust þrjú upplög. „Tungl dagbókin er bæði hefð- bundin skipulagsdagbók og á sama tíma tæki til að komast í betri tengsl við náttúruna með því að fylgjast með gangi tunglsins. Í byrj- un bókarinnar eru upplýsingar um tunglið og stjörnuspeki, tíða- hringinn og hvaða jurtir er hægt að tína á Íslandi í hverjum mánuði. Svo tekur við hefðbundni hlutinn með mánaðar- og vikuopnum, auk texta um stjörnumerki hvers mán- aðar,“ útskýrir Jara sem hugsar Tungl dagbókina fyrir alla sem hafa áhuga á tunglinu, stjörnu- speki, að lifa í meiri tengslum við hringrás náttúrunnar, og líka þá sem langar bara í góða skipulags- dagbók. „Draumurinn er að hjálpa fólki að skipuleggja sig betur, til að það nái að láta drauma sína rætast og búa til dýpri tengingu við heiminn sem við búum í,“ upplýsir Jara. Margt sést í fæðingarkortinu Frá barnsaldri hefur Jara haft brennandi áhuga á stjörnuspeki, eða allt frá því að hún uppgötvaði að slík speki væri til. „Stjörnuspeki fer fyrst almenni- lega að passa þegar maður fer dýpra í hana og skoðar allt stjörnu- kortið sitt, en ekki bara sólar- merkið sem flestir þekkja sem stjörnumerkið sitt. Í dag er rosaleg Stjörnuspeki er tæki til að sættast við sjálfan sig Jara Karlsdóttir er stjörnuspekingur og segir nú mikla vakningu fyrir stjörnuspeki. MYND/SAGA SIG vakning og áhugi á stjörnuspeki. Eins og ég nota hana er hún fyrst og fremst tæki til að gera okkur sáttari við okkur sjálf og setja fókus á styrkleika okkar frekar en að einblína á það sem okkur finnst vera að okkur. Allt er þetta í fæð- ingarkortinu og við getum notað það til að efla sátt og væntumþykju í eigin garð, en við sjáum líka allt mögulegt í kortinu og ég hef til dæmis varað marga við kulnun í starfi sem eru með troðfullt sjötta hús,“ greinir Jara frá. Hún segir mikils virði að geta haldið vel utan um tíðahring kvenna í dagbók. „Tíðahringurinn er hringur, rétt eins og tunglhringurinn og árs- tíðahringurinn. Eitt sem við Aline höfum lært er hversu praktískt Tungl dag- bókin er falleg ásýndar en ekki síður þegar litið er inn í hana og dagarnir skipu- lagðir út frá tunglhringnum, tíðahring kvenna, stjörnu- speki og því sem náttúran færir okkur mann- fólkinu. það er að vera meðvituð um hvar í tíðahringnum við erum. Þá kemur fyrirtíðaspenna ekki á óvart, fyrir þá sem þjást af henni. Svo erum við orkumestar í miðjum tíða- hringnum og þá er sniðugt að plana mannamót og fundi. Rétt fyrir blæðingar, og á blæðingum, er svo magnaður tími til að fara inn á við og tengja dýpra í hugleiðslu,“ upplýsir Jara. Slagsmál áberandi á fullu tungli Tunglið hefur einnig mikil áhrif á líðan okkar og athafnir. „Það er mjög hjálplegt að nota tunglhringinn í markmiðasetn- ingu. Þá setjum við okkur ásetning eða markmið á nýja tunglinu og styrkjum það, og hreinsum út fyrirstöður á fulla tunglinu. Í kringum fulla tunglið erum við oft tilbúnari til að gagnrýna aðra og á nýja tunglinu að gagnrýna okkur sjálf. Sem er gott, að vera meðvituð um að það hjálpi okkur frekar en hitt,“ segir Jara sem veit hvað hún syngur. „Sjálf vann ég á leikskóla og þar var áberandi meira um slagsmál á fulla tunglinu og grát í kringum nýja tunglið. Svo hafa margir skoðað áhrif tunglsins á hluta- bréfamarkaðinn og þar virðist vera munstur tengt tunglhringnum líka. Meiri kaup og sölur í kringum fulla tunglið og minnst að gerast rétt fyrir nýja tunglið.“ Í Tungl dagbókinni er líka fjallað um heilnæmar jurtir úr íslenskri náttúru og hvaða ilmkjarnaolíur er hægt að nota til að styðja við tíða- hringinn. „Þar eru bæði upplýsingar um hvernig hægt er að rækta, sá og uppskera í tengslum við tunglið. Líka tafla yfir hvaða jurtir er hægt að tína á Íslandi, f lokkað eftir mánuðum og áhrifin sem þær hafa, fengið frá Ingeborg Andersen grasalækni,“ upplýsir Jara um Tungl dagbókina sem er jafnt fyrir konur og karla, sem geta fylgst með einhverju öðru sem þeir vilja skrá- setja yfir árið. n Tungl dagbókin fæst á heima- síðunni tungl.co og í Eymundsson, á Lúnu og Lólu Flórens, Rvk Ritual, Sambúðinni, Systrasamlaginu og í Sólum og Jógastúdíó. Þar er líka hægt að panta tíma í stjörnuspek- ilestur hjá Jöru á giantara.com. 6 kynningarblað A L LT 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.