Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 1
2 5 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 1
Jólaálfar taka
upp á ýmsu
Dr. Erna reynir
að bæta svefn
Lífið ➤ 32 Lífið ➤ 34
Bókaútgefendur vilja að ein-
okun Menntamálastofnunar á
útgáfu námsefnis fyrir grunn-
skóla verði afnumin. Stofnun-
in hamli þróun og nýsköpun
og sé leifar liðins tíma.
olafur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Menntamálastofnun,
sem áður hét Námsgagnastofnun
og upphaflega Ríkisútgáfa náms-
bóka, fær um 1,1 milljarð króna
á ári hverju til útgáfu námsbóka
fyrir grunnskólastigið. Þessi fjár-
hæð er meira en tvöfalt hærri en
allar endur greiðslur ríkisins vegna
bókaútgáfu í landinu.
Bókaútgefendur segja útgáfu
námsbóka vera mikilvæga stoð
undir rek stur bókaforlaga í
nágrannalöndum okkar og í Finn-
landi fái bókaútgefendur til dæmis
um 30 prósent sinna tekna frá náms-
gagnaútgáfu og hlutfallið í flestum
nágrannalöndum okkar sé á bilinu
20-30 prósent. Hér á landi komi hins
vegar einungis 1 prósent af tekjum
bókaforlaga frá námsgagnaútgáfu.
Menntamálastofnun þykir hafa
sinnt hlutverki sínu illa, sofið á verð-
inum og sýnt áhugaleysi gagnvart
nýsköpun og þróun rafrænna og
gagnvirkra námsgagna. Einkarekin
bókaforlög eru þrátt fyrir fjandsam-
legt rekstrarumhverfi sögð búa yfir
meiri þekkingu og reynslu en ríkis-
einokunarfyrirtækið sem fær 1,1
milljarð frá skattgreiðendum á ári.
Kallað er eftir því að mennta-
málaráðherra taki af skarið og
geri breytingar, íslensk skólabörn
gjaldi fyrir getu- og metnaðarleysi
Menntamálastofnunar. Ásmundur
Einar Daðason menntamálaráð-
herra segir mikilvægi kennslubóka
og annarra námsgagna vera áréttað
í stjórnarsáttmálanum og að hann
hlakki til samvinnu við hagsmuna-
aðila, þar á meðal útgefendur, um
næstu skref. SJÁ SÍÐU 10
Mælirinn fullur hjá bókaútgefendum
Ásmundur Einar
Daðason, mennta-
málaráðherra
COVID -19 Ekki verður messað í
Grafarvogskirkju um hátíðirnar
en sóknin er sú stærsta hér á landi.
Guðrún Karls Helgudóttir sóknar-
prestur segir kirkjuna standa
frammi fyrir siðferðislegri klemmu,
en þó að reglurnar segi eitt geti sið-
ferðiskenndin sagt annað.
„Svo finnum við líka að það er
stór hópur sem er búinn að fá nóg
og vill bara koma í kirkju. Margar
kirkjur eru það stórar að auðvelt
er að fylgja öllum sóttvarnareglum
og gera ráðstafanir,“ segir hún.
„Hér er ekki verið að hafa áfengi
um hönd og fólk ekki að missa sig í
faðmlögum.“ SJÁ SÍÐU 6
Kirkjan í klemmu
Þessir kátu krakkar vönduðu valið einkar vel þegar þeir völdu jólatré fyrir komandi hátíð af mikilli kostgæfni í sölu Flugbjörgunarsveitarinnar við Öskjuhlíð í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR