Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 48
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is
Láru G.
Sigurðardóttur
n Bakþankar
Í aðdraganda jóla heyrast getgátur
um hvaða fyrirtæki mun gefa
stærsta pakkann. Og hver gefur
þann aumingjalegasta. Fullorðið
fólk gerir kröfu um að fá vænan
pakka, rétt eins og mörg börn.
Okkur var kennt að jólin væru
fæðingarhátíð Krists, en þau eru
farin að snúast mikið til um hátíð
væntinga, neyslu og ofáts. Þegar
sagan er skoðuð kemur í ljós að
jólin voru haldin fyrir tíma kristni.
Með jólunum fögnuðu heiðnir
menn endurkomu sólarinnar en
í gamla tímatalinu voru sólhvörf
25. desember. Talið er að jólin
sem sólhvarfahátíð hafi byrjað
í hánorðri þar sem menn voru í
myrkri 40 daga um miðvetur. Þegar
35 dagar í myrkri voru liðnir klifu
menn fjallstinda til að kanna hvort
sæist til sólar. Sæju þeir til sólar
hófust veisluhöld. Þá voru jólin,
hátíð ljóssins.
Kristnir tóku upphaflega þátt í
heiðnum jólum en héldu afmælis-
hátíð Krists 6. janúar. Síðar ákvað
kirkjan að Jesús hefði fæðst á
sólhvarfadeginum, því hann væri
ljósið sjálft. Um miðja sautjándu öld
kvörtuðu púrítanar yfir því að jólin
væru farin að snúast um drykkju og
siðleysi, sem ætti enga samleið með
boðskap Biblíunnar. Svo fór að árið
1644 bannaði enska þingið jólahald.
Margir virtu bannið að vettugi og
laumuðust til að halda jólin hátíðleg.
Það var kannski fulllangt gengið
að aflýsa jólunum. Jólin lífga upp
á myrkrið. Hvort sem Jesúbarnið
fæddist um jólin eða ekki þá minnir
nýfætt barn okkur á hreina vitund.
Það hefur ekki lært streitu, hatur
eða reiði. Það dæmir ekki. Um þessi
jól gefum við fjölskyldan enga jóla-
pakka en gefum hvert öðru gæða-
stundir saman. Við eigum eftir að sjá
hvernig sú tilraun lukkast.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og
þakka samveruna hér á baksíðunni
síðustu árin. n
Þegar jólunum
var aflýst