Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 44
Álfarnir Cherry og Oddur búa heima hjá Þórdísi Björgu Halldórsdóttur og fjölskyldu hennar, en börnin á heimil- inu eru á aldrinum tveggja til níu ára. svavamarin@frettabladid.is „Það er mikil tilhlökkun á hverjum morgni eftir því að leita að álfunum og sjá hvaða prakkarastrik þeir hafa gert þann morguninn,“ segir Þórdís. Uppruni álfanna The Elf on the Shelf, eða Álfurinn á hillunni er bandarísk hefð sprottin upp úr barnabók frá árinu 2005. Bókin er eftir bandarísku mæðg- urnar Carol Aebersold og Chanda Bell. Bókin inniheldur jólasögur í bundnu máli og þar er útskýrt hvernig jólasveinninn veit hver er óþekkur eða stilltur. Álfarnir heimsækja börn frá því á þakkargjörðarhátíðinni til aðfangadags og snúa þá aftur til Norðurpólsins fram að næstu jólum í Bandaríkjunum. Á Íslandi birtast þeir á mismun- andi tímum í mislangan tíma. Litlu vinunum hefur fjölgað mikið frá síðustu jólum. „Mér finnst alveg sprenging í álfaheimsóknum síðan í fyrra,“ segir Þórdís og segir mikla eftirvæntingu meðal margra barna um að álfar birtist á þeirra heimili. „Þetta byrjaði þannig hjá okkur að álfarnir Oddur og Cherry birtast Púki hleypur í hressa jólaálfa Álfarnir heima hjá Þórdísi nota sykur í margvíslegt glens. MYND/AÐSEND Bókin um álfinn Bókin um álfinn á hill­ unni, The Elf on the Shelf: A Christmas Tradition, eftir þær Car­ ol Aebersold og Chanda Bell, með myndskreytingum Coë Steinwart, kom út 2005. Mæðgurnar segja bókina sprottna af fjölskylduhefð sem Carol byrjaði með fyrir dætur sínar, Chanda og tví­ burasystur hennar Christa Pitts. Þrjú grundvallaratriði n Kaupið álf. n Lesið bókina eða horfið á myndina til þess að skilja betur hugmyndafræðina að baki álfunum. n Gefið álfinum ykkar nafn. Reglur álfaleiksins: n Ekki koma við álfinn, þá missir hann töfra sína. n Álfarnir tala ekki en eru góðir hlustendur þannig að krakkarnir geta sagt þeim hvað sem er. n Álfarnir verða alltaf að snúa aftur heim til jólasveinanna til þess að hjálpa þeim að undirbúa næstu jól. heima hjá okkur frá 1. desember til aðfangadags,“ upplýsir Þórdís og bætir við að aðrir komi þegar bandaríska þakkargjörðarhátíðin byrjar og enn aðrir komi með íslensku jólasveinunum til byggða. „Okkar álfar eru svolitlir púkar, þeir gera alls kyns prakkarastrik á hverri nóttu sem börnin geta ekki beðið með sjá þegar þau vakna. Þau fara að leita að þeim áður en þau opna jóladagatalið og eiginlega líka skóinn,“ segir hún. Mega ekki skapa stress og kvíða Hlutverk álfanna er að fylgjast með hvort allir séu að hegða sér vel í aðdrag- anda jólanna, þar sem þeir eru s e n d i s v e i n a r jólasveinanna. „Við verðum samt að gæta þess að það ýti ekki undir stress og kvíða hjá börnum, né foreldrum, þó svo að þessi hefð sé komin til að vera hjá mörgum,“ leggur Þórdís áherslu á og vill koma því að að hún sé heimavinnandi svo hún hefur ágætis tíma aflögu. „Það ber einnig að gæta að sam- anburði á milli álfanna. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir, eins birtast þeir ekki á öllum heim- ilum,“ segir hún. Netvænir álfar Á l f a r n i r er u mjög sn iðu g i r og me ð einstak lega mik la a ð l ö g u n a r h æ f n i . „Þeir sækja sér alls k y ns hug my ndir af netinu, líkt og á Facebook og Pinter- est. Sem dæmi nota þeir sykurpúða mikið í prakkarastrikin og leikföngin úr barna- herbergjunum. Þeir nota einnig oftast eitthvað sem er til á heimilinu. Þetta þarf alls ekki að vera f lókið,“ segir Þórdís. n Almennar umgengnisreglur þvælast ekki fyrir álfunum. MYND/AÐSEND Uppátækin eru ýmisleg og ekki öll jafn dönnuð. MYND/AÐSEND Þórdís Björg Halldórsdóttir Kim Kardashian er álfamamma. odduraevar@frettabladid.is Skjólstæðingar SÁÁ sem eru í með- ferð um jólin fá ævisögu Guðmundar Felix Grétarssonar, 11.000 volt, í jóla- gjöf. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, segir ótrúlega baráttusögu Guðmundar upplagða jólagjöf frá samtökunum. „Við gefum þeim sem eru hjá okkur alltaf bókagjöf um jólin og okkur fannst þetta tilvalið,“ segir Einar en Guðmundur kemur ein- mitt inn á baráttu sína við áfengis- djöfulinn. Í bókinni rekur blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir ævisögu Guð- mundar þar til hann fékk loksins langþráða handaágræðslu. Einar segir sögu Guðmundar frábæra fyrir alla, vistfólk á Vogi sem og aðra. „Þessi drifkraftur, þessi áræðni og jákvæðni er frábær og vonandi verða allir ánægðir með þetta.“ Allir sem eru á Vogi og í eftirmeðferð á Vík fá bókina. „Þannig að þetta eru um 130 pakk- ar. Þetta er saga hins jákvæða manns, ótrúlega falleg saga og hvetjandi. Að vera handalaus og sigrast á því, og svo hefur hann háð sína baráttu við fíknina og í mínum huga er hann sigurvegari.“ n Allt fólkið á Vogi fær 11.000 volt Einar Hermanns­ son, formaður SÁÁ Erla Hlynsdóttir rekur sögu Guð­ mundar Felix í bókinni 11.000 volt. odduraevar@frettabladid.is Akam, ég og Annika, er fyrsta skáld- saga sjúkraþjálfarans Þórunnar Rakelar Gylfadóttur sem segir hana í raun vera fyrir alla aldurshópa þótt hún hafi verið skrifuð fyrir unglinga og bendir á að skjólstæð- ingar hennar hafi hrifist af bókinni og verði tíðrætt um hana. Þá hefur bókin hlotið tilnefn- ingar til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Þórunn Rakel hafði aldrei skrif- að bók áður en hún settist niður til að skrifa Akam, ég og Annika. „Þetta er bara búið að vera ævin- týri,“ segir Þórunn sem hefur verið sjúkraþjálfari alla sína starfsævi. „Þetta er unglingasaga en ég er ekki síst þakklát fyrir það að lesendur allt frá tíu ára og upp í 100 eru að lesa söguna og mér finnst þetta eiginlega bara vera fjölskyldusaga.“ Þórunn segir alla geta samsamað sig sögunni sem fjallar um hina fjórtán ára gömlu Hrafnhildi sem neyðist til að f lytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni. Nýi skólinn er mjög strangur og það er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum en þrátt fyrir það virðist vera til verra hlutskipti, eins og því er lýst á bókarkápunni. „Kveikjuna að söguþræðinum fékk ég frá mágkonu minni sem bjó í Þýskalandi. Hún sagði mér litla sögu af dóttur sinni, frænku minni, og sú örsaga heltók mig og ég vissi um leið og ég heyrði þá sögðu að ég myndi búa til skáldsögu í kringum það atvik,“ segir Þórunn. „Það var svona atvik þar sem unglingsstúlka stóð frammi fyrir því vali að verja aðra eða standa atkvæðalaus hjá. Og hún lét til sín taka,“ útskýrir rithöfundurinn. „Þetta heltók mig og það kemur fram í bókinni í annarri mynd og svo varð til allt önnur saga í kringum það. Þessu bara vatt fram í huga mér þar til ég varð hreinlega að setjast niður og skrifa söguna. Þetta var eins og lítill snjóbolti sem varð að stórri snjókúlu í huga mér,“ segir Þórunn. „Ég fer mikið á milli skjólstæðinga á hjóli, ég geng mikið á fjöll og alltaf þegar ég hreyfði mig þá fór sagan af stað. Þetta var svolítið mikið bundið við hreyfingu hjá mér og svo á end- anum þurfti ég bara að setjast niður og koma henni áleiðis.“ Þórunn segist ekki áður hafa lent í því að fá yfir sig slíka andagift. „Ég var alveg staðráðin í að skrifa þetta. Svo er líka gaman að segja frá því að ég skrifa söguna úti á Kanaríeyjum, í Suður-Ameríku og á Kúbu því ég var á ferðalagi og svo skrifaði ég hana líka á Íslandi svo hún er skrifuð víða um heim þessi saga.“ n Íslensk unglingabók skrifuð í ferðalagi á fjarlægum slóðum Þórunn Rakel skrifaði sína fyrstu skáldsögu á hreyfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 32 Lífið 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.