Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 2
Styttist í áramót
Ungur drengur raðar vandlega stjörnuljósum í hillur hjá hjálparsveit skáta í Kópavogi í gær, en sölustaðir eru opnaðir í dag klukkan 10 og stendur salan fram á
gamlársdag. Til að tryggja sóttvarnir hvetja hjálparsveitirnar fólk til að nýta sér langan opnunartíma og forðast öngþveiti sem skapast á síðustu stundu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Réttarlæknirinn Pétur Guð-
mann Guðmannsson gefur
höfundum glæpaþáttanna
Svörtu sanda hæstu einkunn
fyrir að sýna endaþarms-
mælingu á líki við vettvangs-
rannsókn í fyrsta þætti enda
vinnubrögðin í samræmi við
það sem gerist í raun og veru.
odduraevar@frettabladid.is
SJÓNVARP Pétur Guðmann Guð-
mannsson réttarlæknir gerir flestar
krufningar þegar vafasöm dauðs-
föll verða hér á landi. Hann segist
ánægður með raunsæjar lýsingar
á vettvangsrannsóknum í Svörtu
söndum sem byrjað var að sýna á
Stöð 2 um jólin.
Í fyrsta þætti voru rannsakendur
meðal annars sýndir áætla dánar-
tíma með því að taka líkamshitann
með endaþarmsmæli.
„Mér fannst þetta vera gert ein-
staklega vel og það er ýmislegt
þarna sem ég hef bara ekki séð áður
í svona krimmaþáttum,“ segir Pétur.
Svörtu sandar fjalla um eltingar-
leik lögreglukonunnar Anítu við
hugsanlegan raðmorðing ja í
smábæ úti á landi og byggja á hug-
mynd rannsóknarlögreglumanns-
ins Ragnars Jónssonar sem semur
handritið ásamt leikstjóranum
Baldvin Z og aðalleikkonunni Aldísi
Amah Hamilton.
Pétur segist ekki hafa komið beint
að ráðgjöf við handritsgerðina en
þeir Ragnar þekkist vel í gegnum
störf sín. „Ég var í raun bara á hliðar-
línunni en við röbbuðum svolítið
um þetta óformlega og ég vissi að
það stóð til að hafa þetta realískt.
Ég var mjög hrifinn af þessu.“
Pétur segir endaþarmsmæling-
una á líkinu gott dæmi um hve
raunsæja mynd þættirnir gefi af
vinnubrögðum lögreglu við morð-
rannsókn. „Mælingar í endaþarm-
inn eru náttúrulega alveg bara alfa
og ómega þess að skoða lík á vett-
vangi. Sérstaklega ef mann grunar
eitthvað misjafnt.
Svo náttúrulega sér maður það
að þeir eru að reyna að láta líkið
líta út fyrir að vera stjarft, sem er
líka nýtt. Maður sér það ekki oft
og það er eitthvað sem öll lík sýna
mjög vel. Þannig að þetta var frekar
raunverulegt fannst mér hjá þeim,“
segir Pétur.
Hann segir þannig skína vel í
gegn hversu vel Ragnar er að sér á
þessu sviði. „Mér fannst þetta virki-
lega mikill metnaður hjá þeim að
vilja hafa þetta, líkskoðunina og
hvernig líkið kemur fyrir, svona
raunverulegt. Þessu eru oft ekki
gerð skil og sérstaklega í amer-
ískum þáttum. Þar eru hlutirnir
oft bara einhvern veginn, svo lengi
sem það hentar dramanu og þeir
gefa sér mikið skáldaleyfi,“ útskýrir
hann.
Pétur segir að endaþarmsmæling
sé þó ekki endilega það eina sem sé
notað. „Maður þarf alltaf að reyna
að gera dánartímarannsókn og
aðalkjarninn í því er að mæla hita-
stigið í líkamanum. Þá er það um
endaþarminn eins og á sjúkrahúsi
en það er líka hægt að velja að stinga
mælinum inn í lifrina. Það er ekk-
ert að því í sjálfu sér en allar nýlegar
tölur miða við endaþarminn.
Pétur segir líkstjarfann svo vera
lykilatriði og gert hafi verið ráð fyrir
honum í þættinum. „Að brjóta lík-
stjarfann er líka eitt af því sem
maður notar til að meta til dæmis
dánartímann og hvað hann er kom-
inn langt. Þessu hefur maður ekki
séð gert hátt undir höfði í sjónvarpi
áður, en þetta er grunnatriði.“
Hann segist gefa Svörtu söndum
sína hæstu einkunn. „Þetta var mjög
skemmtilegur þáttur og ég hlakka
til að sjá hvernig verður með næstu
lík sem ég geri ráð fyrir að muni
dúkka upp.“ n
Réttarlæknir ánægður með
sannfærandi rassmælingu
Hvergi er dregið úr í lýsingum á vettvangsrannsóknum í Svörtu söndum.
MYND/JULIETTE ROWLAND
Pétur Guðmann
Guðmannsson,
réttarlæknir
Nr. 12952 - Án gashellu - Svart
ÚTSALA
Grillbúðin
www.grillbudin.is
Kr. 34.900
Fullt verð 49.900
Fjöldi vara á útsölu
Sjá nánar á
www.grillbudin.is
Smiðjuvegi 2
Kópavogi
Sími 554 0400
Eldstæði frá Landmann
30%
afsláttur
benediktboas@frettablaid.is
FJÁRLÖG Sjúkratryggingar Íslands
þurfa að segja upp 13-19 manns
eða sem nemur 15 prósentum af
mannaf la stofnunarinnar vegna
fjárvöntunar sem nemur 141 millj-
ón króna.
Þetta kemur fram í bréfi Maríu
Heimisdóttur forstjóra sem birtist
á vef Alþingis í gær.
Í fjárlögum liggur fyrir að stofn-
unin fær 141 milljón minna fyrir
komandi ár og því þarf að skera
niður sem María er eðlilega ósátt
við.
„Þetta mat, 141 milljón króna, er
algert lágmark til að viðhalda núver-
andi starfsemi og halda áfram að
taka lítil en markviss skref að upp-
byggingu í góðu samstarfi við heil-
brigðisráðuneytið og Ríkisendur-
skoðun,“ segir í bréfi Maríu. n
Sjúkratryggingar
fækki starfsfólki
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkra-
trygginga Íslands.
elinhirst@frettabladid.is
„Heilbrigðisráðherra gerði það rétta
í því sjálfskaparvíti sem ríkisstjórnin
hefur komið sér í,“ segir Sigmar Guð-
mundsson, varaformaður þingflokks
Viðreisnar, um umdeilda ákvörðun
Willums Þórs Þórssonar heilbrigðis-
ráðherra um að veita tónlistar- og
veitingamönnum undanþágu frá
sóttvarnareglum á Þorláksmessu.
„Við erum enn og aftur að súpa
seyðið af því að stjórnvöld hafa van-
rækt skyldur sínar með þeim hætti
að það þarf ekki margar innlagnir
á spítalann til að mannréttindi séu
tekin af fólki og rekstrargrundvelli
kippt undan fyrirtækjum,“ segir Sig-
mar.
„Áframhaldandi vanræksla leiðir
til þess að ríkið þarf að takmarka
atvinnufrelsi fólks með hægri hendi
og veita undanþágur vegna meðal-
hófs og greiða bætur eða styrki með
þeirri vinstri,“ segir hann. n
Heilbrigðisráðherra gerði það rétta
Sigmar Guðmundsson, varafor-
maður þingflokks Viðreisnar.
Áframhaldandi van-
ræksla leiðir til þess að
ríkið þarf að takmarka
atvinnufrelsi fólks.
2 Fréttir 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ