Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 28
Þá er ný kynslóð samfélags- miðla að ryðja sér til rúms en BeReal- smáforritið nýtur vaxandi vinsælda meðal yngri notenda. Árið á Instagram Ferðagrömm Ísland rataði í heimspressuna vegna eldgossins í Geldingadölum sem hófst í mars. Ferða-grammarar hérlendis sem gerðu út á íslenska náttúru sópuðu að sér fylgjendum í kjölfar ferða- mannavæna eldgossins. Tónlist- arfólk flutti tónlist og ástfangin pör trúlofuðust og giftu sig fyrir framan eldsumbrotin. Átta áhrifavaldar í LXS hópnum Um er að ræða vinkvennahóp sem heldur úti vinsælum reikningum sem eiga það sameiginlegt að gera út á útlit og tísku. Áhrifavaldarnir fengu sér sam- stæð tattú með stöfunum LXS og héldu viðburði sem miðlað var á Instagram, þar sem söluvarningur var kynntur. Íslenskir áhrifavaldar hakkaðir Reikningar áhrifavaldanna Birg- ittu Lífar, Sunnevu Eirar og Krist- ínar Péturs voru meðal þeirra fjölmörgu reikninga íslenskra áhrifavalda sem voru hakkaðir í sumar. Hakkarinn hafði sömuleiðis í hótunum við fleiri áhrifavalda um að gera slíkt hið sama. Árið á Twitter Var þetta skjálfti? Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga 2021 hófst 24. febrúar og náði hápunkti með eldgosi í Geldingadölum nokkrum vikum seinna. Tístarar fóru jafnan fyrst á Twitter til að staðfesta að um skjálfta hefði verið að ræða. Bassi Maraj og Bjarni Ben Samfélagsmiðlastjarnan Bassi Maraj sagðist eiga til hugmyndir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þegar Bjarni tók vel í hugmyndina sagði Bassi Maraj skoðanir sínar umbúðalaust og spurði út í nýja stjórnarskrá, með orðum sem verða ekki prentuð hér. #MeToo-bylgjur Fyrsta stóra bylgja ársins á Twitter hófst í maí, í kjölfar tveggja kæra á hendur fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni. Nokkrar smærri #MeToo-bylgjur fylgdu í kjölfarið, þar sem not- endur á Twitter deildu sögum af kynbundnu ofbeldi. Japanski sendiherrann Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, sló í gegn með skemmtilegum frásögnum af upplifun sinni af landi og þjóð. Glöggt er gests augað og ljóst að ís- lenskum tísturum þótti gaman að sjá sitt eigið land og þjóð með augum einhvers sem kemur úr ólíkri menningu. Árið á TikTok Laufey Eilish Tónlistarkonan Laufey hélt áfram að sópa að sér fylgjendum. Hún skipaði sér hratt í sæti vinsælustu samfélagsmiðla- stjarna Íslands á síðasta ári þegar banda- ríska poppstjarnan Billie Eilish deildi einu af myndböndum hennar á samfélagsmiðlum. Laufey er enn að keyra upp fylgjendafjöldann og ljóst að djassinn höfðaði sterkt til fólks á stormasömu ári. Tik-takk fyrir eldgosið Líkt og í tilfelli Instagram var árið gott fyrir TikTok-áhrifavalda sem gerðu út á náttúru landsins, á borð við That Icelandic Guy. Embla Wigum hélt áfram að vera gríðarlega vinsæl. Embla og Arnar Gauti Arnarson, sem kallar sig Lil Curly Haha á forritinu, keyrðu bæði yfir milljón fylgjenda múrinn. Daði Freyr heillaði heiminn Daði og Gagnamagnið tóku þátt í Júróvísjón í Rotter dam í maí og festu enn frekar í sessi vinsældir Daða sem Tiktok- stjörnu. Meme-árið Meme eru stuttar myndir eða orða- sambönd sem notuð eru sem strigi eða skapalón fyrir brandara af ýmsum toga. Sniðmátið hentar vel fyrir ádeilur og endurspeglar oft hitamál augnabliksins hverju sinni. Anakin og Padme í lautarferð Heimsfaraldrinum lauk ekki í ár, eins og margir höfðu vonað. Þessi vonbrigði lyftu Anakin Padme meme-inu, sem varð vin- sælt á heimsvísu. Þar er rómantísk sena úr Star Wars-myndinni „Attack of the Clones“ notuð sem strigi. Vettlingarnir hans Bernie Sanders Joe Biden, nýr Bandaríkjaforseti, var settur í embætti í janúar. Öldungadeildar- þingmaðurinn Bernie Sanders mætti á innsetningarathöfnina klæddur vett- lingum sem vöktu heimsathygli. Bernie var klipptur út og hann settur í aðstæður af öllum hugsanlegum toga. Litla jarðýtan í Suez-skurðinum Flutningaskipið Ever Given stíflaði Suez- skurðinn í Egyptalandi í mars, og stöðv- aði umferð um skurðinn um langa hríð. Ljósmynd af gröfu, sem virtist ógnarsmá við hliðina á skipinu, fór á flug á sam- félagsmiðlum. Ljóst var að málinu yrði ekki reddað með þessari gröfu og eitt vinsælasta meme ársins var fætt. Samfélagsmiðlar hafa aldrei verið vinsælli og hafa eflst í samkomutakmörkunum á heimsvísu. Ætla má að 4,48 milljarðar manna noti miðlana daglega sem er rúm- lega 13 prósenta aukning síðan í fyrra. Samfélagsmiðlar eru vitaskuld brotakenndur aldarspegill sem þó segir sína sögu þar sem þetta bar hæst á árinu. ninarichter@frettabladid.is Þótt þrengt hafi að Facebook í harðnandi baráttu um athygli not- enda heldur Facebook enn forystu sinni á Íslandi og var enn vinsælasti samfélagsmiðillinn. Messenger, You- Tube, Instagram, Snap chat, Pinterest og Twitter fylgja, samkvæmt sam- félagsmiðlamælingu Gallup í haust, misöflugir í humátt á eftir. Sautján prósent landsmanna nota TikTok og kannski kemur á óvart að aðeins átta prósent eru á stefnumótafor- ritinu Tinder. Snap chat-notkun hér á landi hefur dalað um átta prósent milli ára. Þá er ný kynslóð samfélagsmiðla- forrita að ryðja sér til rúms og þann- ig nýtur BeReal-smáforritið vaxandi vinsælda meðal yngri notenda. Þar eru áherslurnar aðrar en á eldri for- ritum en sumir telja áherslubreyt- inguna svar við vaxandi vanlíðan ungmenna, sem hugsanlega má rekja til pressu frá veruleikabrengl- un samfélagsmiðla glamúrsins. Á BeReal og sambærilegum forritum eins og NowNow er leitast við að efla samfélagshlutann með minni áherslu á söfnun á lækum. BeReal leitast við að útrýma möguleikan- um á að fegra veruleikann, eins og nafnið felur í sér. „Be real“ eða „Verið sönn“. Samkvæmt sérfræðingum Vogue Business mun þessi tegund samfélagsmiðla hugsanlega leysa hina eldri af hólmi. n Var þetta jarðskjálfti? Nánar á frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 24 Lífið 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ SAMFÉLAGMIÐLAANNÁLL 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.