Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 8
gar@frettabladid.is COVID-19 Sannkallaður kóróna­ veirustormur gengur nú yfir Spán að sögn dagblaðsins El País. Omík­ ron­af brigðið hefur dreift sér hratt um jólin, fáar sóttvarnahömlur séu í gildi og ónæmi fólks hafi gefið eftir. „Hið nýja af brigði veirunnar skapar óreiðutilfinningu hjá borg­ urum í ljósi hárra smittalna,“ segir El País. Nýgengi smita hafi í þessari sjöttu bylgju faraldursins hækkað í 911 smit á hverja 100 þúsund íbúa yfir tveggja vikna tímabil. Það sé það hæsta nokkru sinni, meira en þegar verst hafi látið í þriðju bylgj­ unni í fyrra. Nefna má til saman­ burðar að sama smittala á Íslandi var í gær 1.171. Sérfræðingar á Spáni vara nú að sögn El País við því að komið geti að því að heilbrigðiskerfið standist ekki álagið þótt sjúkrahúsin séu enn með tök á vandanum. n Sjötta bylgjan setur Spánverja í klemmu Skimað í Madrid. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gar@frettabladid.is COVID-19 „Ég bý hjá frænku minni af því að mamma er dáin,“ segir hin sjö ára Esperanza Zarate í Lima í Perú við fréttaritara Danmarks Radio. Esperanza situr framan við hús frænku sinnar og segir fréttaritar­ anum frá því að móðir hennar hafi farið á spítala fyrir meira en ári síðan. Hún hafi aldrei séð hana aftur enda voru heimsóknir ekki leyfðar á kórónadeildina. Fimm dögum síðar hafi síminn hringt hjá frænku hennar og þeim verið tilkynnt að móðirin væri látin. Fjöldi dauðsfalla í Perú af völdum Covid er sá mesti í heiminum. Þar hafa ríf lega sex þúsund manns af hverri milljón íbúa fallið fyrir sjúk­ dómnum. Næst þar á eftir er Búlg­ aría með um 4.400 látna á hverja milljón. Sama hlutfall á Ísland er í kring um um eitt hundrað eða sex­ tíufalt lægra en í Perú Saga Esperönzu er þannig alls ekki einsdæmi í Perú. Að sögn Dan­ marks Radio er hún ein næstum því níutíu þúsund barna sem misst hafa framfæranda sinn vegna Covid í landinu. Yfirvöld tala um þessa hliðarverkun sem hinn leynda faraldur. Börnin þurfi bæði að lifa með áfallinu af því að misst annað eða báða foreldra sína og að auki sé þessi staða þeirra ávísun á að þau lendi í sárafátækt. n Níutíu þúsund misst foreldrana Covid bitnar hart á íbúum Perú. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hannes Heimisson, núverandi sendiherra í Stokkhólmi, tók viðtal við Desmond Tutu, erki­ biskup í Suður­Afríku, sem nú er látinn, árið 1985 en þá var Hannes blaðamaður á DV. elinhirst@frettabladid.is MANNRÉTTINDI „Fundarstaðurinn var kirkjan Tutus í miðborg Jóhann­ esarborgar. Kirkjan var lítil og lát­ laus. Hann tók á móti mér ásamt ritara sínum. Hann hafði greini­ lega gott skopskyn þrátt fyrir að hann væri að kljást við afar alvar­ legt stjórnmálaástand í landinu þar sem hann var í forystuhlutverki fyrir stjórnarandstöðuna. Það sem mér fannst einkenna Desmond Tutu erki­ biskup þegar ég hitti hann var hvað hann var vinalegur og síhlæjandi,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra í Stokkhólmi, sem tók viðtal við Tutu þegar hann var blaðamaður á DV árið 1985. „Ég fékk afskaplega hlýjar móttökur hjá honum.“ Tutu sem var einn helsti baráttu­ maðurinn gegn aðskilnaðarstefn­ unni í Suður­Afríku, lést á annan jóladag 90 ára að aldri. Hann hlaut meðal annars friðarverðlaun Nób­ els árið 1984 og var náinn samstarfs­ maður Nelsons Mandela, sem síðar varð forseti Suður­Afríku. „Málefni Suður­Afríku og kyn­ þáttaaðskilnaðarstefnan voru mál málanna á þessum tíma,“ segir Hannes. „Desmond Tutu var nýbú­ inn að fá friðarverðlaun Nóbels sem var mikil alþjóðleg viðurkenning á afleitri stöðu mála í Suður­Afríku þar sem aðskilnaðarstefna milli hvítra manna og svartra var í fullu gildi. Við á DV vildum fara á staðinn og kafa aðeins dýpra. Ég dvaldi þarna í þrjár vikur. Mér tókst að ná viðtali við Tutu fyrir tilstilli Hilmars Krist­ jánssonar, ræðismanns Íslands í Suður­Afríku. Annars hefði það aldr­ ei gengið að ná viðtali við þennan fræga mann. Fundarstaðurinn var kirkjan hans í miðborg Jóhannesarborgar. Kirkjan var lítil og látlaus. Tutu tók á móti mér ásamt ritara sínum. Hann hafði greinilega gott skopskyn þrátt fyrir að hann væri að kljást við afar alvar­ legt stjórnmálaástand í landinu þar sem hann var í forystuhlutverki fyrir stjórnarandstöðuna.“ Hannes segir að Tutu hafi verið mjög forvitinn um Ísland. „Hann sagði mér að ég væri fyrsti Íslend­ ingurinn sem hann hitti á ævi sinni. Hann vissi hins vegar töluvert um landið og að við hefðum valið Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta kven­ forsetann í heimi í lýðræðislegum kosningum. Honum þótti greini­ lega mikið til þess koma. Þá fann ég mjög jákvætt viðmót hans gagnvart Norðurlöndunum sem voru í farar­ broddi gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður­Afríku á þessum tíma og aug­ ljóst að það vissu menn vel í Suður­ Afríku. Tutu sýndi mér kirkjuna og sagði mér ítarlega frá safnaðar­ starfinu, en kirkjan hans var í raun miðpunkturinn fyrir stjórnarand­ stöðuna þar sem menn komu reglu­ lega saman og efldu andann,“ segir Hannes. „Hann talaði um hvað það væri spennandi að hitta Íslending og gekk um og sýndi mig og sagði að ég væri mjög sjaldgæft fyrirbæri og hló dátt.“ Um leið og Tutu var forystumaður innan kirkjunnar var hann í forystu fyrir stjórnarandstöðuna en ekki mátti fangelsa kirkjunnar menn eins og hann, þannig að hann var friðhelgur. Öðru máli gegndi um Nelson Mandela sem síðar varð for­ seti Suður­Afríku, hann var í fangelsi á þessum tíma, að sögn Hannesar. „Ég hitti doktor Motlana, heimilis­ lækni Nelsons, og Winnie Mandela á veitingahúsi og borðaði með honum til þess að reyna að afla fregna um Nelson Mandela, en það var lítið upp úr því að hafa, því miður. Á þessum tíma var Mandela einangraður í fangelsi og gat ekki haft mikil sam­ skipti við umheiminn. En ég fann að baráttan var sterk og lifandi og skynjaði mikinn baráttuhug meðal blökkumanna,“ segir Hannes. „Ég náði líka fundi með Louis Nel, innanríkisráðherra landsins og talsmanni hvítu minnihluta­ stjórnarinnar, sem hafði verið gagn­ rýnd harðlega fyrir miskunnlausar aðgerðar gegn mótmælendum og mannréttindabrot. Ég fann mikið fyrir því hvað spennan var mikil þarna. Ég hafði verið varaður við því að vera hvítur maður einn á ferli í Jóhannesar­ borg sem þótti ekki öruggur staður um þessar mundir. Blökkumenn máttu aðeins vinna inni á svæðum hvítra en þurftu að búa í aðskildum hverfum fyrir blökkumenn eins og Soweto og Alexandríu, þar sem fátækt var yfirleitt mikil og mjög róstusamt,“ segir Hannes Heimisson sendiherra. n Desmond Tutu hafði gott skopskyn segir Hannes Heimisson sendiherra ser@frettabladid.is JARÐFRÆÐI Almannavarnir og lög­ reglustjórinn á Suðurlandi hafa ákveðið að virkja SMS­skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði umhverf­ is Heklu, en nú er þétt innstreymi í kvikugeyminn undir fjallinu sem getur byrjað að gjósa með litlum sem engum fyrirvara. Lögreglustjórinn á Suðurlandi varar fólk við því að fara í göngu á Heklu – og undir þau varnaðarorð taka vísindamenn sem þekkja dynti fjallsins. „Ég myndi aldrei fara með hóp á Heklu sem ábyrgur leiðsögumaður,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísinda­ stofnun Háskóla Íslands, en hann segir Heklu vera óútreiknanlega. „Ég myndi finna mér önnur fjöll til að ganga á.“ Hann segir Heklu sérstaka fyrir þær sakir hversu stuttur fyrirvari er á eldgosum í fjallinu. „Það þurfa ekki nema fimmtán mínútur að líða á milli fyrstu vísbendingar um að gos sé að hefjast og að jörðin opnast,“ segir hann og minnir á að ganga á Heklu, fram og til baka, taki um fimm klukkutíma. „Og það vill enginn standa á toppi Heklu í ham og eiga alla niðurleiðina eftir,“ bætir hann við. Freysteinn segir Heklugos oft­ ast byrja með gossprungu uppi á háfjallinu – og gosbyrjunin sé hættulegust, „en svo leitar virknin neðar með tímanum og kraftur gossins minnkar,“ segir hann. Mislangt hefur verið á milli síðustu gosa í Heklu, en hún spjó eldi síðast 2000, þar áður 1991, á árunum 1980 og 1981, 1970, 1947 og 1845. n Segist aldrei myndu fara með hóp á Heklu Freysteinn Sig- mundsson, jarð- eðlisfræðingur bth@frettabladid.is NEYTENDUR Gera má ráð fyrir að hver Íslendingur neyti að meðaltali 20 glasa af jólagosi Ölgerðarinnar í aðdraganda jóla og fram í janúar að sögn Gunnars B. Sigurgeirssonar, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Gunnar segir að þrátt fyrir áskor­ anir líkt og dósaskort hafi fyrirtæk­ inu tekist að framleiða nægt magn fyrir hátíðina. „Salan byrjaði fremur rólega en tók svo við sér um leið og kólnaði og jólin fóru að nálgast,“ segir hann. Sykurskert útgáfa af malti og appelsíni hefur slegið í gegn að sögn Gunnars. Óbreytta útgáfan af malti standi þó alltaf fyrir sínu, en drykkurinn sem lofar „hraustlegu og góðu útliti“ kom fyrst á markað árið 1913. „Það er auðvitað einstakt að drykkjarvara lifi nánast óbreytt í á annað hundrað ár,“ segir hann. n Tuttugu glös af jólagosi á mann Langflestum landsmönnum þykir maltið ómissandi með jólamatnum. Hann sagði mér að ég væri fyrsti Íslendingur- inn sem hann hitta á ævi sinni. Hannes Heimsson, sendiherra og fyrrverandi blaðamaður DV Desmond Tutu erkibiskup og Hannes Heimsson þá ungur blaðamaður. Hannes segir að Tutu hafi verið einstakleg geðþekkur og glaðlegur maður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 8 Fréttir 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.