Fréttablaðið - 28.12.2021, Side 12

Fréttablaðið - 28.12.2021, Side 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hver myndi trúa því að við séum komin vel á veg með að eyðileggja þennan einstaka stað? Það er for- gangsmál ríkisstjórn- arinnar að stuðla áfram að efnahags- legum og félagsleg- um stöðug- leika Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Við vitum ekki til þess að líf geti þró- ast á nokkrum öðrum stað í alheim- inum en hér á jörðinni. Á jóladag var James Webb-geimsjónaukanum skotið út í geim frá Evrópsku geim- stöðinni í Frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku. Risasjónaukinn er talinn með helstu vísindaaf- rekum á þessari öld. Meðal verkefna hans er að leita að lífi annars staðar í alheiminum og reyna að varpa ljósi á hvernig heimurinn varð til. Fyrstu myndirnar sem teknar voru af Jörðinni langt utan úr geimnum úr geimfarinu Voyager 1 árið 1990 sýndu heimkynni okkar í alveg nýju ljósi. Á myndinni birtist jörðin okkur sem örlítill viðkvæmur ljósblár depill einhvers staðar í óra- víddum alheimsins. Svo vitnað sé til orða Carls Sagan, hins fræga stjörnuvísindamanns og sjónvarpsmanns, þá er þessi litli ljósblái depill VIÐ og allt sem VIÐ eigum. Jörðin er eina heimili okkar. Á jörðinni búa allir sem við elskum, allir sem við þekkjum, allir sem við höfum nokkurn tíma heyrt um. En hver myndi trúa því að við séum komin vel á veg með að eyðileggja þennan einstaka stað, litla bláa depilinn? Eins og fyrr segir var James Webb-sjónaukanum skotið upp frá Evrópsku geimstöðinni í Frönsku Gvæjana, sem staðsett er í stærsta frumskógi heims, Amazon-frumskóg- inum. Hann hefur stundum verið kallaður lungu heimsins. Svæðið gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í að binda koltvísýring (CO2) og fram- leiða súrefni. Mikilvægi Amazon felst hins vegar ekki síður í því að þar er að finna heimkynni dýra og plantna sem samanlagt mynda mesta líffræðilega fjölbreytileika á Jörðinni. Engu að síður höfum við farið hamförum und- anfarin ár og áratugi við að eyðileggja Amazon- skóginn, ryðja hann, brenna og þrengja að dýra- lífi hans svo hægt sé að stunda námuvinnslu á svæðinu. Þá hefur stór hluti frumskógarins verið brotinn undir landbúnaðarframleiðslu, einkum nautgriparækt. Skeytingarlausir stjórnmálamenn eins og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti komast upp með að eyðileggja Amazon sem líklegast er einhver dýrmætasti staður á Jörðinni í náttúrulegu til- liti. Þar með hefur mikilvægum náttúrulegum ferlum og jafnvægi sem eru hluti af hringrás lífs á Jörðinni verið illilega raskað. Á sama tíma og við getum horft stolt á nýjasta vísindaafrek okkar, James Webb-risageimsjón- aukann, sem enn eina sönnun þess hvers mann- kynið er megnugt, erum við að fremja heimsku- legasta verknað sem um getur. Við erum að eyðileggja náttúruna sem heldur okkur á lífi. Við erum að rústa litla bláa deplinum sem gæti verið einstakur í alheiminum. n Blái depillinn Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Gert er ráð fyrir 180 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári, það nemur um 5% af VLF. Þrátt fyrir það gera fjárlög ársins 2022 ráð fyrir áframhaldandi fjár- festingum af hálfu ríkisins, fyrst og fremst í velferðar- þjónustu. Ný heilbrigðisstefna til 2030 markar stefnu fyrir heilbrigðiskerfið á komandi árum. Stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið er eins og áður bygging nýs Landspítala, en gert er ráð fyrir að verja til þess 14 millj- örðum árið 2022, þá fær Landspítalinn 2,6 milljarða framlag til að bregðast við heimsfaraldrinum með opnun sex hágæslurýma, 30 nýrra endurhæfingar- rýma og sérstakrar farsóttardeildar í Fossvogi. Talsverð aukning er til heilsugæslunnar, eða um 800 milljónir, sem miðar að því að lækka enn frekar greiðsluþátttöku sjúklinga og að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta við- komustað í heilbrigðiskerfinu. Áfram er aukið í framlög til geðheilbrigðisþjónustunnar, ekki síst fyrir börn og ungmenni, og þá er sérstök áhersla á að efla forvarnir og styrkja geðheilsuteymi út um land. Sú viðbótarhækkun sem kemur á bætur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega nú um áramótin fer sannarlega í vasann þar sem skerðingarhlutfall af grunnlífeyri og aldurstengdrar örorkuuppbótar fer úr 25% í 11%. Þetta eru fyrstu skrefin í áttina að gagn- særra og réttlátara kerfi sem að tekið verður til gagn- gerrar endurskoðunar á kjörtímabilinu. Einnig verður frítekjumark eldri borgara tvöfaldað nú um áramótin og verður þá 200 þúsund. Síðan heimsfaraldurinn skall á hefur ríkisfjármál- unum verið beitt af áður óþekktum krafti sem hefur skilað sér bæði í auknum efnahagsumsvifum og betri skuldastöðu en áður var gert ráð fyrir. Atvinnulífið hefur tekið við sér og atvinnuleysi minnkað. Það er afar mikilvægt að endurheimta styrka fjárhagsstöðu ríkissjóðs og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála til lengri tíma og til þess þurfum við aukna verðmætasköpun. Að sama skapi þurfum við að styðja við umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu. Það er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að stuðla áfram að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Þannig tryggjum við vel- ferð almennings í neyðarástandi, í kreppu. n Velferðarfjárlög Bjarkey Olsen  Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og for- maður fjárlaga- nefndar arnartomas@frettabladid.is Syndugar buxur Ræða Búllu-Tomma um bág kjör eldri borgara í gærmorgun var f ljót að gleymast þegar hann afsakaði sig í kjöl- farið klökkur í pontu fyrir að hafa brotið gegn siðareglum Alþingis skömmu fyrir jól. Það er ekki ljóst í hvaða hring vítis Dante hann mun rata fyrir að hafa mætt í gallabuxum á Alþingi en vilji hann synda- aflausn væri best að biðja um leiðsögn frá Lenyu Rún sem tókst að púlla stuttbuxur í þingsal. Jóhann Páll Jóhanns- son vakti eftirtekt með hári sem náði vel fram fyrir hann sjálfan. Plágurnar berjast Reipitog pláganna sem herja á landið heldur áfram og hafa jarðhræringar gefið í á undan- förnum dögum eftir gott gengi veirunnar um jólin. Nú er f laggskip þeirra Hekla farin að láta öllum illum látum og hafa almannavarnir ákveðið að senda SMS á íbúa umhverfis fjallið ef hún tæki nú upp á því að gjósa fyrirvaralaust. Þessi upplýsingagjöf stjórn- valda í undanfara náttúru- hörmunga rekur fyrirmynd sína til Rómarveldis en því miður fyrir íbúana í Pompei eru papýrusrullur helst til hægari samskiptamáti en SMS.  n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.