Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Mér finnst glimmerið alltaf fallegt á áramóta- borðinu, með hvítum eða fjólubláum túlí- pönum og einhverju grænu með. Lífið er listin og saltfiskur og Nína Dögg er hæstánægð með viðbrögð- in við því sem er byrjað að renna af færibandinu frá Vesturporti. MYND/RÚV odduraevar@frettabladid.is Nína Dögg Filippusdóttir er einn framleiðenda ásamt því að fara með eitt aðalhlutverkið í sjónvarps- þáttunum Verbúðin. Frumsýningu fyrsta þáttar á RÚV að kvöldi ann- ars dags jóla var tekið vægast sagt fagnandi í netheimum. Nína Dögg er að vonum himin- lifandi yfir viðtökunum og kippir sér ekki upp við neikvæðar athuga- semdir Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Maður er ótrúlega glaður að þetta hafi farið svona vel í f lesta,“ segir Nína en Ásmundur Friðriks- son sagðist í gær ósáttur við þá mynd sem þættirnir draga upp af landsbyggðarfólki. „Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs. Maður veit það en þegar maður leggur af stað í svona ferðalag þá leggur maður allt undir og reynir að gera eins vel og maður getur og svo er það bara misjafnt hvernig það fer í fólk. Það er bara allt í lagi, það er partur af listinni. Þannig er líf í listum skal ég segja þér,“ segir Nína æðrulaus. Þættirnir gerast í smáþorpi á Vestfjörðum á árabilinu 1983 til 1991 þegar kvótakerfinu er komið á. „Þetta er byggt á sönnum sögum en persónurnar okkar skáldaðar,“ útskýrir Nína en gríðarleg eftir- vænting hefur ríkt eftir þáttunum. „Það var líka gríðarleg eftirvænt- ing hjá okkur að koma þessu loksins í loftið og það er ákveðinn léttir. Það hefur rúmur áratugur farið í þetta, auðvitað með hléum og svona, en þetta hefur alltaf verið viðloðandi mann,“ segir Nína. Hún segist vona að næstu þættir verði jafn umtalaðir og treystir í raun á það. „Það eru bara sjö þættir eftir, svo það verður af nægu að taka,“ segir Nína Dögg hlæjandi. n Árangursríkur áratugur í Verbúð www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Gleðilega hátíð Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða bendum við á að í verslunum okkar byrjar RISA ÚTSALA á morgun! AFGREIÐSLUTÍMI NÆSTU DAGA 28. - 30. des. 11–18 Gamlársdag og nýársdag - LOKAÐ Opið á Bíldshöfða 2. janúar 13–17 Tinna Bjarnadóttir á og rekur blómaverslunina 1905 blómahús í nýja miðbænum á Selfossi. Hún fór í blóma- bransann til að eiga fyrir afborgunum af bílnum sínum og síðan er óhætt að segja að Tinna blómstri. ninarichter@frettabladid.is Tinna Bjarnadóttir, blómaskreytir og eigandi 1905 blómahúss, hefur í nógu að snúast enda jólin og ára- mótin háannatími í blómaskreyt- ingabransanum. „Við leggjum áherslu á að blanda aðeins öðruvísi blómum með þess- um klassísku.“ Tinna segir blómaskreytinga- áhugann hafa byrjað fyrir tilviljun þegar hún var nítján ára. „Ég keypti mér bíl og þurfti að borga trygg- ingarnar af honum í janúar, en þá fékk ég mér starf í blómabúð. Þá var ekki aftur snúið,“ segir Tinna sem sérhæfir sig í viðburðum og þá sér í lagi brúðkaupum. Tinna hefur bakgrunn í myndlist og segir að blómaskreytingunum megi líkja við skyndi-list. „Ég kalla þetta stundum instant-list. Í öðrum listgreinum vinnurðu kannski í ein- hverju verki rosalega lengi og færð síðan viðbrögð. En í mínu starfi, þá býrðu verkið til fyrir framan fólkið og færð viðbrögð strax. Þú þarft líka að kunna að lesa í fólkið.“ Fjölbreytt blómatíska Aðspurð segir Tinna að fjölbreyti- leiki sé í tísku í blómaheiminum um þessar mundir. „Í ár eru mýkri litir en í fyrra. Covid hefur haft þau áhrif að fólk er meira heima við og vill hafa fallegt heima hjá sér, og hefur áttað sig á því hvað blómin gefa mikið.“ Hún segist bjóða upp á vönd húss- ins, sem breytist reglulega. „Hann er árstíðabundinn. Það er yfirleitt sama fólkið sem kemur, yfirleitt aðra hverja viku, þar sem blómin endast alveg þann tíma. Fólk velur ekki endilega alltaf uppáhalds- blómið sitt, og er tilbúið að leika sér meira,“ segir Tinna. Alla leið á áramótum Jól og áramót eru háannatími í blómaverslunum og segir Tinna að jólin í ár séu ef til vill jarðbundnari en fyrri ár. „Mér finnst jólin hafa verið klassískari og skandinavískari en oft áður.“ Aðspurð segir Tinna áramóta- blómin hjá sér yfirleitt leita í fjólubláa litinn. „Einhverra hluta vegna hefur fjólublátt alltaf verið tengt áramótunum hjá mér, með hvítum lit og glimmeri. Ég vinn með silfur, gull og kampavíns-liti. En ára- mótin eru stutt tímabil og þá er gott að fara bara alla leið í glimmer og glansi,“ segir hún og hlær. „Mér finnst glimmerið alltaf fal- legt á áramótaborðinu, með hvítum eða fjólubláum túlípönum og ein- hverju grænu með. Áramótin eru tíminn, af hverju ekki að leyfa sér það?“ Blómin beint í vasann Tinna hvetur fólk til að vera snemma á ferðinni þegar huga á að blómaskreytingum, og mælir með að fólk mæti í blómabúðina með vasann sem skreytingin á að fara í. „Það fer yfirleitt vel þegar blóma- skreytar vita í hvað blómin eru að fara og þá er hægt að sækja þetta daginn sem á að nota það, eins og til dæmis á gamlársdag. Þá verður þetta bara eins og flugeldar á borð- inu.“ Aðspurð um ríkjandi strauma á komandi ári segir Tinna: „Vonandi getur fólk farið að gifta sig og halda veislur, þar komum við sterk inn. Ég held að við séum að halda áfram í ljósum og björtum litum, mjúkum litum. En ég held að þetta sé líka orðið þannig að við getum öll verið með okkar persónulega stíl.“ n Áramótablómin springa út eins og flugeldar á borðinu Tinna Bjarnadóttir blómaskreytir. MYND/SESSELJA DAN RÓBERTSDÓTTIR Tinna lærði blómaskreytingar í Garðyrkjuskólanum árið 2018, og þá var ekki aftur snúið. MYND/BRYNJA DAN RÓBERTSDÓTTIR 26 Lífið 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.