Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2021
Á Írlandi tengjast einhverjar hefðir
flestum jóladögum.
sandragudrun@frettabladid.is
Núna á milli hátíðanna er oft
rólegur tími hjá mörgum. Fólk
hleður batteríin eftir mánuð af
undirbúningi og ýmsum hefðum
alla aðventuna, áður en nýja árinu
er fagnað. Á mörgum stöðum í
heiminum er litið svo á að jólin
séu búin en á Írlandi eru jólahefðir
flesta daga frá aðfangadegi og fram
að þrettándanum. Þriðji í jólum er
tileinkaður guðspjallamanninum
Jóhannesi. Í dag er hátíð hinna
heilögu sakleysingja. Það er hjátrú
í Írlandi að stofna ekki fyrirtæki
á þessum degi, hefja nýtt verk-
efni eða fara í ferðalag. 29. og 30.
desember eru ekki tengdir neinum
kirkjulegum hefðum en sú hefð
hefur skapast að fara með börnin í
dýragarð.
Margra daga veisla
31. desember og 1. janúar er nýja
árinu fagnað. 2. janúar er enn frí-
dagur á Írlandi og venjan að heim-
sækja ættingja og klára afgangana
frá hátíðarhöldunum. Þann 5.
janúar er jólunum formlega lokið
á Írlandi. Þá er hefð að halda gott
partí. 6. janúar er þekktur undir
nafninu litlu jól eða konujól.
Þennan dag gátu konur loks slakað
á eftir jólin. Margir halda upp á
þennan dag með því að færa hús-
móður heimilisins morgunmat í
rúmið. Fyrsta mánudag í janúar
er Handsel Monday, þann dag fá
börnin litlar gjafir sem eru kall-
aðar handsel. n
12 dagar jóla
Reynir segir að það erfiðasta við að gera skaupið sé að sleppa góðu efni sem frábærir höfundar hafa vandað sig við að búa til, en að það skemmtilegasta sé
að fá að verja miklum tíma með ótrúlega skemmtilegu fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Vill hitta hláturtaugina
og kýla upp á við
Reynir Lyngdal Sigurðsson,
leikstjóri Áramótaskaupsins,
segir grín gegna mikilvægu
menningarlegu hlutverki
til að hjálpa okkur að gera
upp málin og hlæja að bæði
sjálfum okkur og öðrum.
Hann segir ótrúlega hæfi-
leikaríkan hóp hafa staðið
að skaupinu í ár og vonar
að fólk taki því vel. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is