Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 960.000 KR VSK VERÐHÆKKUN UM ÁRAMÓT* A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.999.000 KR. JEEP RENEGADE TRAILHAWK TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.199.000 KR. *Verð á Compass og Renegade hækkar um 480.000-960.000 um áramótin, vegna VSK hækkana. Nánari útskýringar fást hjá sölumönnum. ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist hugsi yfir því að bæta eigi bændum upp verðhækkanir á áburði með vísan í fæðuöryggi án þess að styðja innflytjendur matvæla með sama hætti. ser@frettabladid.is STJÓRNMÁL Fyrir fjárlaganefnd ligg- ur nú breytingatillaga meirihlutans þess efnis að bæta bændum lands- ins hækkun áburðarverðs sem þeir segja mjög íþyngjandi fyrir rekstur búa sinna og ógna fæðuöryggi í landinu. Verðhækkunin stafar af sam- drætti í framleiðslu og erfiðleikum í vöruflutningum á tímum heims- faraldurs, en almennt hafa aðföng til atvinnugreina í landinu hækkað mjög í verði af þessum sökum. Talsmenn annarra atvinnugreina en landbúnaðarins eru gagnrýnir á þessa fyrirætlan stjórnvalda og segja hana hafna yfir jafnræði, en samkvæmt tillögu ríkisstjórnar- f lokkanna eiga 700 milljónir að renna aukalega til bænda á næsta ári til að bæta þeim hækkun áburð- arverðs. „Við erum óneitanlega hugsi yfir þessari ríkisaðstoð við eina atvinnugrein,“ segir Ólafur Steph- ensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og bendir á að mörg fyrirtæki í innlendri matvæla- framleiðslu sjái nú fram á miklar hækkanir á aðföngum vegna marg- víslegra vandkvæða í hinni alþjóð- legu aðfangakeðju. „Það hefur ekki komið til tals að koma til móts við þau í þágu fæðuöryggis,“ bætir Ólafur við. Hann segir að hækkun á heims- markaðsverði á áburði hafi væntan- lega áhrif jafnt á verð innlendrar framleiðslu og innfluttra búvara. „Við spyrjum hvort það verði þá líka komið til móts við innflytjendur, í þágu fæðuöryggis. Og ef ekki, hvaða jafnræði er í því?“ spyr Ólafur Stephensen, en í því samhengi megi líka spyrja hvort áhrif á verð á kjöti og mjólk sé meira fæðuöryggismál en áhrif á verð ávaxta, grænmetis, hrísgrjóna eða pasta, svo dæmi sé tekið. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir aftur á móti eðlilegt að koma sérstaklega til móts við íslenska bændur sem þurfa á ræktartúnum í greinum sínum að halda. Eitt sé að glíma við 20 til 30 prósenta verðhækkun á aðföngum, svo sem í rúlluplasti og umbúðum eins og eigi við í hans tilviki sem grænmetisbónda, en verðhækkun- in í innfluttum áburði sé út úr öllu korti, um 120 prósent „og það sjá það allir,“ segir Gunnar „að bændur glíma hér við algeran forsendubrest, í raun og sann neyðarástand,“ bætir hann við. „Það getur engin atvinnugrein tekið álíka ósköp í gegnum verð- lagið,“ heldur Gunnar áfram, „enda fer hið opinbera á öðrum Norður- löndum alveg sömu leið og land- búnaðarráðherra leggur til hér á landi – og ráðherra á einmitt þakkir skildar fyrir að bregðast hratt og vel við í þessum efnum,“ segir Gunnar sem kveðst enn fremur furða sig á því, enn og aftur, að íslensk áburðar- framleiðsla hafi verið lögð niður á sínum tíma „og sjoppunni einfald- lega lokað.“ En það séu nú einu sinni til tals- menn hér á landi sem vilji bara f lytja allt inn, segir formaður Bændasamtakanna. n Gagnrýnir aðstoð ríkisins við eina atvinnugrein á meðan aðrir fá ekkert Gunnar Þor- geirsson, for- maður Bænda- samtaka Íslands Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda „Bændur glíma hér við algeran forsendubrest,“ segir formaður Bændasamtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG benediktboas@frettabladid.is JARÐSKJÁLFTAR Síðan skjálfta- hrinan hófst við Fagradalsfjall fyrir viku hafa mælst rúmlegar 18 þús- und skjálftar, þó nokkrir yfir 4,0 að stærð. Niðurstöður landmælinga með GPS-tækjum og gervitungla- myndum benda til þess að kvika sé ekki á ferðinni utan við það svæði sem gangurinn er á. Niðurstöður mælinga undan- farna daga eru keimlíkar því sem sáust dagana fyrir eldgosið sem hófst 19. mars. Vísindaráð almanna- varna hittist á fjarfundi í gær og segir í tilkynningu að mikilvægt sé að sýna aðgát í nágrenni við gos- stöðvarnar og að mælt sé gegn því að fara að gosstöðvum á meðan hrinan er í gangi. n Átján þúsund skjálftar á viku Mesta skjálftavirknin er við Fagra- dalsfjall. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Íslensk heimili eyða að meðaltali 4,7 prósentum í áfengi og tóbak en aðeins 2,9 prósentum í heilsu. Einnig fara 0,4 prósent í fíkni- efni. Þetta kemur fram í nýrri grein- ingu á útgjöldum heimilanna fyrir árið 2020 hjá Evrópusambandinu. Stærsti útgjaldaliðurinn er hús- næði, vatn og rafmagn, rúmur fjórð- ungur eða 26,8 prósent. Næststærsti útgjaldaliðurinn er matur og óáfengir drykkir, alls 13,6 prósent, matur einn og sér telur 11,7 prósent. Inni í þessu er ekki matur sem keyptur er á veitingastöðum, hann telur 7 prósent til viðbótar. n Hálft prósent að meðaltali í eiturlyf Íslendingar eyða jafn miklu í fíkni- efni og í almenningssamgöngur. benediktboas@frettabladid.is FÓLK Ragnheiður Eiríksdóttir, móðir Gunnhildar Fríðu Hallgrímsdóttur, sem varð í gær yngsti þingmaður Íslandssögunnar, var mjög stolt af dóttur sinni þegar hún settist á Alþingi í fyrsta sinn og skrifaði undir drengskaparheitið. Gunnhildur er í jólafríi frá námi í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og segir Ragnheiður að hún hafi spurt hvort Gunnhildur vildi ekki njóta þess að vera námsmaður frekar en að þurfa að fylgjast með umræð- unni hér heima og ef til vill setjast á Alþingi. „Hún sannfærði mig um að það væri ekkert mál að gera hvort tveggja og hún hefur staðið við það.“ Gunnhildur Fríða var 19 ára og 241 dags gömul þegar hún settist á Alþingi en fyrra metið átti Karl Lilj- endal Hólmgeirsson sem var 20 ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerð- um í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. „Við vorum einmitt að hlæja að því að þegar við hjónin vorum 19 ára þá vorum við með önnur forgangsat- riði í lífinu,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur mikla trú á sjálfri sér og sínum verkum. Það sem ég hef helst áhyggjur af er að þetta er ansi harður heimur, þessi stjórnmálaheimur.“ n Móðirin stolt af yngsta þingmanninum Í gær tóku Gunnhildur og Lenya Rún Taha Karim sæti á Alþingi Íslendinga. 4 Fréttir 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.