Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 24
kolbrunb@frettabladid.is Nú stendur yfir í Fold uppboðshúsi uppboð á myndlist. Gott úrval verka er á uppboðinu, má þar nefna afar falleg landslagsverk eftir Ásgrím Jóns- son, Jón Engilberts, Kjarval og Gunn- laug Blöndal. Af abstrakt verkum má telja verk eftir Karl Kvaran og Nínu Tryggvadóttur. Olíuverk eftir Hauk Dór, Pétur Friðrik, Svein Þórarins- son, Eyjólf Eyfells, Daða Guðbjörns- son, Kristínu Geirsdóttur og Nekron. Mikið úrval minni verka er á uppboð- inu, til dæmis verk eftir Sossu, Eirík Smith, Jón Reykdal, Valgarð Gunnars- son og Sigurð Örlygsson.Uppboðinu lýkur fimmtudaginn 6. janúar. Þess má svo geta að nýlega seldist á uppboði hjá Gallerí Fold olíumál- verkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval á 10,8 milljónir. Málverkið var upphaflega í eigu Ragnars í Smára. Á sama uppboði seldist lítið málverk eftir Georg Guðna á 5,7 milljónir en verkið var metið á 3,2 milljónir og pappírsverk eftir Eggert Pétursson seldist á tvöföldu matsverði eða 1,2 milljónir. Þá fóru verk eftir naívistana Stórval og Ísleif Konráðsson einnig á tvöföldu matsverði. n Kjarval, Ásgrímur og Nína Verk eftir Kjarval er á uppboðinu. viftur.is S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Heilbrigt loft Heilbrigð heimili -Betri loftgæði -Rétt rakastig -Minna ryk -Færri örverur -Minna orkutap Er þín íbúð ekki örugglega með GÓðu loftræstikerfi? Loftræstikerfi með varmaenduvinnslu Loftræstikerfi fyrir heimili kolbrunb@frettabladid.is Í tilefni af 40 ára starfsafmæli Ljós- myndasafns Reykjavíkur nú í ár efndi safnið til útgáfu á veglegu afmælisriti. Nætur sem daga er vandað, 216 blaðsíðna afmælisrit með 222 myndum úr safnkosti Ljósmynda- safns Reykjavíkur, eftir um 70 myndhöfunda. Í bókinni er einnig inngangsgrein eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur ásamt ljóðum og örsögum eftir Óskar Árna Óskars- son. Myndaúrvalið veitir sýn á þann mikla sjónræna fjársjóð sem finna má í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en safnið telur alls á sjöundu millj- ón mynda af ýmsum toga. Hluta myndasafnsins má einnig finna á Myndavef Ljósmyndasafns Reykja- v ík ur (w w w. ljosmy ndasaf n. reykjavik.is). Myndirnar völdu Sigríður Kristín Birnudóttir, Gísli Helgason og Kristín Hauksdóttir úr afar fjöl- breyttum safnkosti Ljósmynda- safns Reykjavíkur, en öll hafa þau áratuga reynslu af því að annast ljósmyndir í varðveislu safnsins. Ritstjóri var Sigrún Kristjáns- dóttir.  n Nætur sem daga Ein af þeim fjölmörgu skemmtilegu myndum sem finna má í bókinni. MYND/AÐSEND Fjölnismenn Kjarvals seldust nýlega á rúmar 10 milljónir. MYND/AÐSEND 20 Menning 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.