Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Reynir Lyngdal Sigurðsson er leik- stjóri Áramótaskaupsins í ár. Þetta er í fjórða sinn sem hann leikstýrir skaupinu og þriðja árið í röð, en hann gerði það fyrst árið 2006. Hann segist ákaflega þakklátur RÚV fyrir traustið sem honum og hópnum sem hann vinnur með er sýnt. „Áramótaskaupið er óvenjulegt verkefni sem ég myndi aldrei leggja í nema ég væri með ótrúlega góða höfunda með mér,“ segir hann. „Við byrjum yfirleitt formlega vinnu með vikulegum fundum frá ágúst fram í nóvember, en fram að því er fólk að skrifa hjá sér punkta. Við reynum að leggja línurnar og átta okkur á tóninum í árinu, ekki að það sé einhver einn, en það er oft hægt að sjóða þetta niður. Í fyrra var það til dæmis sameining á erfiðum tímum, en núna er meiri sundrung. Innilokunarkenndin er farin að ná til fólks og það er komin smá „cabin fever“ í alla þjóðina, sem er eðlilegt eftir allan þennan tíma. Svo er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hallar á miðaldra hvíta karlmenn í ár,“ segir Reynir og hlær. „Það er eitthvað alda- gamalt hegðunarmynstur sem er, sem betur fer, verið að brjóta upp. Það þarf að nálgast þau mál á einhvern hátt, en á sama tíma er kynferðisofbeldi auðvitað aldrei fyndið. En aðstæðurnar sem skapast í kringum slaufunarmenn- ingu og í umræðunni um hana geta stundum verið bráðfyndnar. Karlmenn eiga það sérstaklega til að tala af sér og vera kjánalegir. En við höfum líka lagt upp úr því að hjóla sem minnst í mann- inn, þó að það sé ekki hægt að komast alveg hjá því, sérstaklega á kosningaári. Við reynum að kýla upp fyrir okkur og sýna virðingu, en sumir kúka bara upp á bak og þá verðum við að taka það fyrir,“ segir Reynir. „En þó að fólk eigi kannski skilið að það sé hnýtt í það pössum við samt að hafa grínið aldrei biturt.“ Reynir segir að þó að hann sé titlaður sem leikstjóri sé kvikmyndagerð liðsíþrótt og að það finnist sérstaklega vel þegar verkefni eru unnin frekar hratt, eins og Áramótaskaupið. Það þarf hóp af kláru fólki til að gera gott skaup. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Við reyn- um að kýla upp fyrir okkur og sýna virðingu, en sumir kúka bara upp á bak og þá verðum við að taka það fyrir. Þó að fólk eigi kannski skilið að það sé hnýtt í það pössum við samt að hafa grínið aldrei biturt. Vandi að velja úr „Þegar við erum að velja umfjöllunarefni hendum við hug- myndum í pott. Höfundateymið í ár samanstendur af Lóu Hjálmtýs- dóttur, Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur, Bergi Ebba, Hugleiki Dags- syni, Göggu Jónsdóttur og Villa Neto, ásamt mér. Ég er svona eins og ritstjóri, en ég ber mikið undir þau og oft eru það bara praktísk atriði sem ráða því hvað kemst alla leið,“ segir Reynir. „Við förum yfir allt árið og það sem var efst á baugi í hverjum mánuði og út frá því koma hugmyndir að gríni og sketsum og þá erum við kannski með svona 200 viðfangsefni. Svo skrifum við kannski um 80-90 sketsa, en gerum aldrei mikið meira en svona rétt rúmlega 40. Það sem ræður valinu eru þessi praktísku atriði og svo okkar til- finning fyrir því hvað er fyndið. En það er líka oft erfitt að meta hvað á heima í skaupinu, sér- staklega þegar maður er að skrifa seint á árinu. Manni finnst oft öll mál sem koma upp þurfa að fara í skaupið, en stundum eru þetta mál sem gleymast bara eftir tvo daga,“ segir Reynir. „Þó að það séu vissu- lega alltaf einhver ákveðin mál sem þarf að taka fyrir þá erum við fyrst og fremst að reyna að fanga stemninguna á árinu og finna hvaða skandalar og viðfangsefni ársins verða sígild. Í ár er það til dæmis Covid, bólusetningar og til- finning fyrir hálfgerðu óþoli. Svo reynir maður að pakka því saman í grín, glens, dans og söng. Þá er gott að vera með viðhorf þar sem maður sér glasið alltaf hálffullt og frábæra höfunda sem hitta í mark með blöndu af jákvæðni og ískrandi kaldhæðni.“ Grín er hollt fyrir samfélagið „Það þyrfti kannski að vera svona vikulegur þáttur eins og Spaug- stofan var á sínum tíma, sem tappar af þörfinni til að hreinsa umræðuna. Ég held allavega að Áramótaskaupið sé nauðsynlegt og þjóðfélagslegt grín sé í raun nauðsynlegra en við áttum okkur á,“ segir Reynir. „Það er gagn- legt að við pöpullinn, sem engu ráðum, fáum að hnýta í það sem miður fer og hlæja að þeim sem ráða og eiga meira. Þegar best lætur getur grínið bent á hluti sem eiginlega ekkert annað form getur bent á og veitt manni lausn með því að leyfa manni að hlæja að brestunum í samfélaginu. Í mörgum öðrum samfélögum er svona grín gert vikulega eða mánaðarlega og ég held að öll samfélög þurfi einhvers konar samfélagsspegil sem gerir grín að því sem við eigum sam- eiginlegt og finnur brestina hjá ráðandi öflum,“ segir Reynir. „Ég held að þetta sé hluti af því að vera í samfélagi, að geta hlegið að okkur og öðrum og hnýta í valdhafana. Undir ákveðnum kringumstæðum getur það líka þjónað sem hreyfiafl að sjá hluti frá öðru sjónarhorni. Besta listin speglar samfélagið og vekur fólk til umhugsunar. Maður tekur þessu hlutverki alvarlega, en um leið er þetta ofsa- lega skemmtileg og gefandi vinna með svakalega kláru fólki sem leggur rosalega hugsun og vinnu í allt,“ segir Reynir. „Það er nefni- lega rétt sem Hugleikur Dagsson segir, að það erfiðasta í heimi er að semja einföldustu pabba- brandarana, sem ná því bæði að hitta í mark og vera um leið svo vondir að þeir eru góðir.“ Gott verklag tryggði gott gengi Reynir segir að tökur hafi gengið vel, enda hafi framleiðslufyrir- tækið Republik staðið vel að öllu. „Það voru regluleg hraðpróf á leikurum og þó að einhverjir hafi lent í sóttkví gekk vel. Kvik- myndagerðarfyrirtæki eru búin að koma sér upp ströngu verklagi til að tryggja að framleiðsla gangi og með því að fylgja öllum reglum og hittast sem mest á netinu gekk þetta bara vel,“ segir hann. „Þetta var erfiðara í fyrra, því þá voru svo strangar samkomutakmarkanir og engar bólusetningar komnar. Við hittum reyndar líka vel á í ár, tökurnar lentu mestmegnis á rólegum kafla í faraldrinum. Núna erum við bara á fullu að klára allt fyrir áramótin og vonum bara að það verði ekki einhver skandall á síðustu dögum ársins, 7, 9, 13. Þetta klárast vonandi fyrir áramót,“ segir Reynir og hlær. „Það er endalaust af góðu fólki sem kemur að svona verkefni og kvikmyndagerð er liðsíþrótt, þó að maður sé með leikstjóratitil. Maður finnur það sérstaklega vel í svona verkefni, þar sem allt er unnið frekar hratt. Það þarf hóp af kláru fólki til að gera gott Áramóta skaup.“ Erfiðast að sleppa góðu efni „Það sem er erfiðast við að gera skaupið er að velja og hafna þegar maður er kominn með mikið af góðu skrifuðu efni. Ég er líka í eðli mínu meðvirkur og mér finnst svo margt skemmtilegt og það eru svo klárir höfundar sem ég vinn með að það getur verið fjári erfitt að sleppa einhverju sem maður var búinn að sjá fyrir sér, teikna upp og ákveða að gera,“ segir Reynir. „En þegar öllu er á botninn hvolft og maður setur allt saman og fer að skoða afraksturinn saknar maður yfirleitt ekki þess sem maður henti. Það skemmtilegasta við að gera skaupið er allt þetta samneyti og vinna með ótrúlega skemmtilegu fólki. Það er alltaf það sem stendur upp úr, miklu frekar en grínið sem við búum til. Það er svo fáránlega klárt og fært fólk á öllum víg- stöðvum,“ segir Reynir. „Svo vonar maður auðvitað bara að fólk taki skaupinu vel og það falli í kramið hjá þjóðinni. En ég held líka að það að vinna skemmtilega vinnu með skemmtilegu fólki skapi skemmti- legt efni og vonandi talar það til fólks og nær því bæði að hitta hláturtaugina en líka kýla fólk aðeins í magann.“ n 2 kynningarblað A L LT 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.