Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 6
Þótt það sé við margan
vanda að etja vona ég
að fólk geti litið björt-
um augum fram á við.
Við höfum séð það
svartara.
Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands
Það yrði ekki gott ef
það yrði dæmt að
aðgerðir okkar séu
ólögmætar og við
þyrftum þá að skoða
niðurstöðuna.
Þórólfur Guðna-
son, sóttvarna-
læknir
Umhverfismat
Matsáætlun í kynningu
Færsla Hringvegar um Mýrdal
Vegagerðin hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna
umhverfismats á færslu Hringvegar um Mýrdal.
Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin er aðgengileg á vefsjá
Vegagerðarinnar: vik-hringvegur.netlify.app og vef Skipulagsstofnunar
www.skipulag.is.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt
umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27.
janúar 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða
með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Vegagerðarinnar er
einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
adalheidur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, segir að þrátt fyrir
allt geti þjóðin leyft sér hóf lega
bjartsýni um að ný af brigði veir-
unnar reynist veikari með tímanum
og þá hljóti varnir að taka mið af
því. „Það vita það allir, og þríeykið
þar með talið, að sóttkví, einangrun
og smitgát og allar þessar leiðir geta
aldrei verið vörn til eilífðarnóns,
þótt við viljum ekki fella niður það
sem vel hefur gefist núna á svip-
stundu,“ segir forsetinn.
Þótt hann fari ekki með formlegt
stjórnskipulegt hlutverk á stundum
sem þessum segist hann reglulega
heyra í æðstu ráðamönnum. „Ég á
alltaf mína reglubundu fundi með
forsætisráðherra og fylgist með því
sem ég þarf að fylgjast með. Svo hef
ég nú í þessum faraldri leyft mér
að heyra öðru hvoru í þríeykinu
og heilbrigðisráðherra en þar fyrir
utan hefur forseti engu stjórnskipu-
legu hlutverki að gegna í þessum
efnum,“ segir Guðni.
Hann segir að líkt og á öðrum
sviðum þjóðfélagsins hafi faraldur-
inn sett mark sitt á embættið eins
og annarra þjóðarleiðtoga. „Við
ferðumst ekki jafn mikið og fundum
og viðburðum fækkar sömuleiðis. Í
hinu stóra samhengi skiptir það nú
ekki miklu máli og ég kveinka mér
ekkert undan því,“ segir hann.
Til stóð að halda jólaboð á Bessa-
stöðum fyrir börn starfsliðs sendi-
ráða auk árlegrar nýársmóttöku
fyrir þingmenn og æðstu embættis-
menn. Hvort tveggja reyndist nauð-
synlegt að fella niður að þessu sinni.
Aðspurður um áramótaávarpið
og hvort hann hafi íhugað að nota
kannski sama ávarp og í fyrra, í ljósi
þess að við stöndum enn í sömu
sporum, kímir Guðni. Hann segir
að þótt margt sé enn óbreytt séum
við þó reynslunni ríkari.
„Oft er það nú svo að við ráðum
ekki öllu í þessu lífi en ráðum þó
hvernig við bregðumst við. Lang-
oftast er nú skynsamlegast að fyllast
kappi og bjartsýni frekar en doða og
drunga. Þannig að þótt það sé við
margan vanda að etja vona ég að
fólk geti litið björtum augum fram á
við. Við höfum séð það svartara.“ n
Skynsamlegra að fyllast kappi og bjartsýni en drunga
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í reglulegu sambandi við forsætis-
ráðherra, heilbrigðisráðherra og þríeykið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Aðalmeðferð fór fram í
héraðsdómi í gær í máli fimm
einstaklinga gegn sóttvarna-
lækni. Lögmaður þeirra telur
ríkið geta verið skaðabóta-
skylt vegna frelsissviptingar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
COVID-19 Mál fimm einstaklinga,
sem vilja fá einangrun sinni hnekkt,
voru flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær. Eru það fjórir fullorðnir ein-
staklingar sem fengu jákvætt sýni í
PCR-prófi og eitt barn sem sett var í
einangrun vegna mikillar nálægðar
við jákvæða einstaklinga.
Arnar Þór Jónsson, lögmaður
þeirra, telur ríkið geta verið skaða-
bótaskylt ef einstaklingar eru
sviptir frelsi sínu með ólögmætum
hætti. Það geti átt við um þúsundir
mála hér á landi en meta þyrfti
hvert og eitt, og hvernig samþykki
fólks var háttað. Í þessum málum
sé hins vegar ekki verið að takast á
um skaðabætur heldur að hnekkja
einangruninni.
„Það að greinast jákvæður á PCR-
prófi þýðir ekki að þú sért með
sjúkdóminn og stórar erlendar
rannsóknir benda til þess að ein-
kennalausir einstaklingar smiti
ekki,“ segir Arnar. „Nú er komið
nýtt afbrigði sem virðist vera meira
smitandi en minna hættulegt. Er
þá forsvaranlegt að halda áfram að
hneppa fólk í stofufangelsi, þegar
veiran er komin út um allt? Það er
réttur okkar og skylda, sem borgara
í lýðfrjálsu samfélagi, að leita endur-
skoðunar á ákvörðunum stjórn-
valda.“
„Það yrði ekki gott ef það yrði
dæmt að aðgerðir okkar séu ólög-
mætar og við þyrftum þá að
skoða niðurstöðuna,“ segir Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir
aðspurður um málið sem embætti
hans sækir til að fá einangrunina
staðfesta.
Héraðsdómur hefur áður hnekkt
sóttvarnaákvörðunum, það er þann
5. apríl síðastliðinn þegar vistun
fólks sem kom frá áhættusvæðum
á farsóttarhóteli var dæmd ólögleg.
Þórólfur segist ekki vera uggandi í
ljósi reynslunnar. „Við höfum líka
unnið öll önnur mál,“ segir hann.
Þórólfur segir einangrunina mjög
mikilvægt tól í baráttunni við Covid-
19. „Allir sem starfa í þessum bransa
eru sammála um það og alþjóðlegar
stofnanir leggja mjög mikla áherslu
á að einangrun sé beitt á þá sem eru
smitaðir til að forða því að þeir smiti
aðra. Það sama á við um sóttkví,“
segir hann. „Þetta er kjarninn í far-
sóttarfræðum.“ n
Barn á meðal þeirra fimm
sem stefna sóttvarnalækni
Arnar Þór Jóns-
son, fyrrverandi
héraðsdómari
Mál fimm einstaklinga sem vilja fá einangrun sinni hnekkt voru flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Um er að ræða
fjóra fullorðna einstaklinga og eitt barn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
6 Fréttir 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ