Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 14
Nú skapast lokatæki- færi til slíkra sátta og þar með til að ljúka málinu í sátt fremur en í ágreiningi. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskóla- menntun með því að gera háskólum kleift að sækja fram. Hinn 17. desember sl. gengu þrír dómar í Landsrétti í málum Guð­ jóns Skarphéðinssonar og dánar­ búa Kristjáns Viðars Júlíussonar og Tryggva Rúnars Leifssonar gegn íslenska ríkinu. Í málum Guðjóns og dánarbús Kristjáns Viðars var íslenska ríkið dæmt til greiðslu sam­ tals 261.000.000 króna auk dráttar­ vaxta. Í máli dánarbús Tryggva Rúnars var íslenska ríkið hins vegar sýknað. Með dómum Landsréttar í málum Guðjóns og dánarbús Kristjáns Við­ ars er því í fyrsta sinn slegið föstu að þessir menn hafi sætt vanvirðandi meðferð við rannsókn málsins og ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Með öðrum orðum er því í fyrsta sinn slegið föstu að sak­ felling þessara manna hafi verið byggð á alvarlegum mannréttinda­ brotum. Á sama tíma fékk Tryggvi Rúnar Leifsson, sem sat í einangrun í 627 daga og var ólöglega sviptur frelsi sínu í 2193 daga, enga slíka viðurkenningu með dómi Lands­ réttar. Ástæða þess að íslenska ríkið var sýknað í máli dánarbús Tryggva Rúnars var sú að rétturinn taldi bótakröfu vegna þeirra mannrétt­ indabrota sem Tryggvi Rúnar varð fyrir ekki hafa runnið til dánarbús hans við andlát hans árið 2009 þar sem mál vegna kröfunnar hafði ekki verið höfðað fyrir það tímamark. Hér verður ekki fjallað frekar um röksemdir Landsréttar fyrir þess­ ari niðurstöðu eða skynsemi þess að sýkna af bótakröfu, sem fyrst var hægt að hafa uppi á árinu 2018, vegna þess að mál vegna hennar var ekki höfðað árið 2009. Afleiðingar þessarar niðurstöðu eru hins vegar þær að enn hafa aðstandendur Tryggva Rúnars ekki fengið þá leið­ réttingu sem Landsréttur hefur nú veitt Guðjóni Skarphéðinssyni og aðstandendum Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hið sama á við um aðstandendur Sævars Ciesielski. Eins og þú bentir réttilega á þegar þú mæltir á Alþingi hinn 8. október 2019 fyrir frumvarpi því sem varð að lögum nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 er erfitt að ætla sér að ljúka uppgjöri máls eins og þessa á einu bretti. Þar tókst þú fram að takast þyrfti á við nýjar hliðar málsins eftir því sem framvindan skýrðist og að leiðar­ ljósið í allri slíkri vinnu hlyti að vera heiðarleiki, sanngirni, auðmýkt og virðing við einstaklinga sem orðið hefðu illa úti, en jafnframt að draga lærdóma af mistökum fortíðar. Að gengnum dómum Landsréttar sl. föstudag liggur fyrir að þær bætur sem sakborningum og eftirlifandi aðstandendum þeirra sem þá voru látnir voru greiddar 29. janúar 2020 á grundvelli þeirra laga sem þú mæltir fyrir voru ekki fullar bætur fyrir þau alvarlegu mannréttinda­ brot sem þar er slegið föstum. Landsréttur hefur nú rétt hlut tveggja þeirra einstaklinga sem ranglega voru sakfelldir fyrir aðild að dauða Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar árið 1980 en fyrir liggur að hlutur tveggja þeirra, sem báðir létust langt fyrir aldur fram eftir ævilanga baráttu gegn því ranglæti sem þeir sættu í þessu máli og markaði allt líf þeirra, hefur enn ekki verið réttur að fullu. Í máli þessu hafa hingað til myndast tækifæri til sátta sem íslenska ríkið hefur ekki nýtt sem skyldi. Nú skapast lokatækifæri til slíkra sátta og þar með til að ljúka málinu í sátt fremur en í ágreiningi. Það er einlæg von mín að þú sem forsætisráðherra nýtir það tæki­ færi og beitir þér fyrir því, með heiðarleika, sanngirni, auðmýkt og virðingu við einstaklinga sem orðið hafa illa úti að leiðarljósi, að hlutur Tryggva Rúnars Leifssonar og ann­ arra saklausra dómþola, sem látnir eru, verði réttur til jafns við aðra. n Opið bréf til forsætisráðherra vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar Íslenskir háskólastúdentar hafa almennt meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunn­ framfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Við blasir að það er til þess fallið að draga úr námshraða sem og námsárangri. Svo lág grunnfram­ færsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Mennta­ sjóð námsmanna. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Þessar tillögur eru að norrænni fyrirmynd og eru tvíþættar. Námsstyrkir innleiddir Verði frumvarpið að lögum geta nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Stuðningur sem þessi er mikilvægur fyrir námsmenn en um leið mikilvægur fyrir háskólana. Með bættri náms­ framvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka. Með því nýtist fjármagn háskólanna betur og um leið fjár­ magn ríkisins. Hin breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmið­ um félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Mennta­ sjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í sam­ ræmi við verðlag. Þýðingarmiklar breytingar Þetta eru tvær einfaldar en þýðing­ armiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Með því að tryggja náms­ mönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna þess að þeir þurfa að vinna svo mikið. Það er náms­ mönnum, háskólunum, atvinnu­ lífinu og ríkiskassanum til góða. Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér sé hægt að gera betur og að það eigi að gera betur. Eftir efnahags­ legar af leiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í mennta­ kerfinu og taka með því markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnu­ lífi. Menntun leiðir til nýsköpunar og almennrar velferðar í samfélag­ inu. Þetta er einfaldlega staðreynd. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknar­ verð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Með þessu tryggjum við að ungt fólk sem sækir sér framhaldsmenntun erlendis velji að koma aftur heim. Liður í því að tryggja næstu kynslóð samkeppnishæf lífskjör er að störf á Íslandi standist samkeppni að utan. Sú samkeppni snýst vissulega um kjör en ekki síður um hvernig störf við bjóðum og hvernig starfsum­ hverfi við bjóðum. Hagsmunir stúdenta Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskil­ yrði og upp á það hefur skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Og það verður jafnframt gert með því að tryggja háskólastúdentum v iðunandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grund­ vallarmarkmiði. n Námsmenn fái að sinna námi sínu af fullum þunga Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 100.000 kr. 5290 5513 6145 6907 7645 8474 9360 9482 12138 15400 15441 15650 16272 16678 17005 17163 17824 17913 18027 18882 19307 21676 22150 22196 23367 23994 24777 25390 25710 27629 29023 32175 32190 33219 33796 33975 34046 36524 37191 38939 39713 40466 41561 42322 42545 44045 45266 45332 46229 46653 46701 47436 48114 48656 48703 50969 51272 51293 52705 53264 53377 53407 56087 56113 56864 61622 62272 62337 62438 62767 64067 65222 67723 67808 69371 72551 73696 74424 77601 78653 81442 83781 84867 85254 88062 88130 88172 90001 92005 92505 93153 94138 95049 95113 95856 96350 96692 96765 97756 98728 100396 101315 101530 101856 104847 106227 107170 107740 107777 113569 115301 116048 116244 119324 120182 120737 123488 123600 123603 123838 125470 127790 127943 129488 130209 131089 131108 131940 132068 132670 133609 135654 135753 136399 136735 137739 139026 139037 139177 140626 141462 141734 142929 143146 146417 146535 146817 147342 148652 148896 149702 149726 150209 151932 152779 154022 154604 154636 155517 157354 Bi rt án á by rg ›a r Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 200.000 kr. 2109 3552 8192 8707 9529 9654 9679 10330 11013 12055 14998 16830 17457 18126 20278 21357 21642 24036 26449 26612 27421 31059 31205 31274 33620 34409 36831 38500 38792 40887 41235 41453 42717 43259 44476 45187 47313 47416 50329 50736 51804 53487 54319 54991 55879 60148 60329 61155 61494 62711 63670 64704 67433 67924 68216 68398 68551 69813 73063 73948 74004 76411 77215 78788 80783 80968 81349 81794 82673 83844 89491 90530 92588 95262 95539 96660 100046 101136 101312 101465 103384 103915 104383 109063 109323 112791 114915 114962 116668 117655 118565 119023 119126 119249 120028 120049 120054 120932 121306 123577 125314 126236 127990 128052 128683 129005 129840 132331 138115 138398 140067 140151 140513 141743 143687 143750 144901 146568 146613 148743 149734 150289 150595 151223 151886 153958 155850 157119 157394 157964 krabb.is VINNINGAR Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 11. janúar nk. Útdráttur 24. desember 2021 Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins Honda CR-V Lifestyle 2.0 Hybrid CVT 4WD 7.690.000 kr. 111478 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 3267 88531 88848 Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttar­ lögmaður 14 Skoðun 28. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.