Fréttablaðið - 30.12.2021, Síða 38

Fréttablaðið - 30.12.2021, Síða 38
Tannþráð þarf að nota jafnt á barna- og fullorðinstennur, en en með honum hreins- um við tannfleti sem burstinn nær ekki til. Tannvernd þarf að hefjast sem fyrst á lífsleiðinni og ekki síðar en við uppkomu fyrstu tannar. Foreldrar gegna lykilhlutverki í tann- vernd barna sinna. thordisg@frettabladid.is Æskilegt er að fara með barn í fyrstu heimsókn til tannlæknis eigi síðar en milli tveggja og þriggja ára. Reglulegt eftirlit tannlæknis, góð munnhirða og hollar neysluvenjur stuðla að fallegu og heilbrigðu brosi alla ævi. Tanntaka hefst venjulega við sex til átta mánaða aldur og nýjar tennur bætast smám saman við þar til allar barnatennurnar tutt- ugu hafa skilað sér við tveggja og hálfs árs aldur. Barnatennur gegna mikilvægu hlutverki við tyggingu fæðunnar sem aftur örvar bein- og vöðvamyndun. Auk þess er vöxtur neðri hluta andlits að nokkru leyti háður notkun kjálkanna. Barnatennur halda rými fyrir væntanlegar fullorðinstennur auk þess sem heilar framtennur eru börnunum nauðsyn til að eðlilegur framburður s-, f-, v-, þ- og ð-hljóð- anna náist. Tannskipti verða á aldrinum sex til tólf ára. Fyrstu fullorðinstenn- urnar koma við sex ára aldur þegar sex ára-jaxlar koma upp aftan við barnajaxlana. Framtennur (1,2), augntennur (3) og framjaxlar (4,5) koma upp í stað barnatannanna og við lok þess tímabils bætast tólf ára-jaxlarnir (7) við, fyrir aftan sex ára-jaxlana (6). Hollar neysluvenjur Öll þörfnumst við fjölbreyttrar fæðu og hollar neysluvenjur leggja grunn að góðri tannheilsu. Venjum börnin okkar sem fyrst á að borða næringarríkar máltíðir á matmáls- tímum og bjóðum upp á tannvæna millimálabita þegar þeirra er þörf. Takmörkum neyslu sætinda á milli mála og neyslu gosdrykkja og ávaxtasafa við ákveðna matmáls- tíma. Höfum hugfast að kalt vatn er besti svaladrykkurinn. Bakteríur í munnholi loða við yfirborð tannanna, svokölluð tannsýkla, og breyta sykri fæð- unnar í mjólkursýrur. Sýrurnar losa um steinefni glerungsins og vinna eyðileggingarstarf sitt í um það bil hálftíma eftir að sykurs er neytt. Munnvatnið, sem gegnir lykilhlutverki í almennum vörnum líkamans gegn tannskemmdum, nær yfirleitt að hlutleysa sýrurnar á þessum hálftíma þannig að tönnin Tannvernd hefst strax með fyrstu tönn Ráðlagt er að bursta tennur með börnum til 10 ára aldurs. Kenna þarf börnum að nota tannþráð rétt. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY nær aftur til sín uppleystu steinefn- unum úr munnvatninu og endur- kalkast. Ef eðlilegur tími líður milli mála hefur varnarkerfi líkamans betur í baráttunni við sýrurnar og tannskemmdum er haldið í skefjum. Sífellt nart er varnarkerf- inu ofviða. Ostbiti eftir matinn er góð tannvernd og það sama gildir um sykurlaust tyggjó, munnvatns- flæðið eykst og hlutleysing sýru á sér stað á mun skemmri tíma. Ef munnhirðu er ábótavant og tann- sýkla nær að safnast fyrir, hindrar hún aðgengi munnvatnsins að tannyfirborðinu og varnarkerfið gagnast ekki. Burstum saman til tíu ára aldurs Mikilvægt er að börn læri að þeim líður vel með hreinar og heilbrigðar tennur. Mælt er með að hreinsa tennurnar eftir mat og fyrir svefn, að lágmarki tvisvar á dag. Hvenær á að byrja að bursta tennur barna? Þegar fyrsta tönnin kemur í ljós í munni barns. Hversu oft á að bursta tenn- urnar? Að lágmarki tvisvar á dag, tvær mínútur í senn. Bursta þarf tenn- urnar mjög vel áður en farið er að sofa á kvöldin. Hversu lengi þurfa börn aðstoð við tannhirðu? Börn yngri en 10 ára þurfa aðstoð við tannburstun og sum þurfa aðstoð með tannþráðinn lengur. Hvernig tannkrem er best að nota? Tannkrem með mildu bragði og 1.000–1.500 ppm flúorstyrk (sjá innihaldslýsingu á umbúðum). Barnatannkrem með minni flúorstyrk en 1.000 ppm ætti ekki að nota. Flúor herðir glerung tann- anna og er því mikilvæg vörn gegn tannskemmdum. Ráðlagt magn flúortannkrems og styrkur flúors í tannkremi (ppm F) fer eftir aldri barns. Magn tann- krems samsvarar: n ¼ af nögl litlafingurs á barni yngra en 3 ára (1.000–1.350 ppm F) n nöglinni á litlafingri barns 3 til 5 ára (1.000–1.350 ppm F) n 1 cm fyrir 6 ára og eldri (1.350– 1.500 ppm F) Hvernig tannbursta á að nota? Tannburstinn á að vera með þéttum, mjúkum hárum á nettum haus, með skafti sem passar í full- orðinshendi. Við burstum aðeins þrjár af fimm hliðum tannanna. Hliðarnar tvær milli barnatann- anna verður að hreinsa með tann- þræði einu sinni á dag. Hvernig er best að bursta tenn- urnar? n Hafðu yngstu börnin vel skorðuð í útafliggjandi stöðu, til dæmis á skiptiborði eða í fangi foreldris. n Gefðu þér góðan tíma – að minnsta kosti 2 mínútur. n Burstaðu með litlum nudd- hreyfingum, fram og aftur, utan og innan á tönnunum. n Burstaðu vel ofan í bitfletina. n Ekki skola tannkremið af tönn- unum, bara skyrpa – þannig virkar flúorið lengur. n Skolaðu tannburstann og láttu hann þorna. n Skiptu um tannbursta þegar hárin eru orðin skökk og slitin. Myndbönd sem sýna tannburstun barna má finna á vef Embættis landlæknis. HEIMILD: LANDLAEKNIR.IS 16 kynningarblað 30. desember 2021 FIMMTUDAGURTANNHEILSA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.