Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2021, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 30.12.2021, Qupperneq 40
Sandra Sigurðardóttir var valin íþróttakona Reykja- víkur árið 2021, en hún varð Íslandsmeistari með Val og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar kvenna. Hún segir að valið hafi komið sér mjög á óvart og að hún sé mjög spennt fyrir áskor- unum næsta árs. oddurfreyr@frettabladid.is Knattspyrnukonan Sandra Sig- urðardóttir var valin íþróttakona Reykjavíkur árið 2021, en valið á íþróttafólki Reykjavíkur þetta árið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um miðjan mánuðinn. Sandra vann Íslandsmeistara- titilinn með liði sínu Val í sumar og er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna. Hún er líka markvörður landsliðsins og leikur með því á Evrópumeistaramótinu í Bretlandi næsta sumar, ásamt því að taka fullan þátt í undankeppn- inni fyrir HM. Þar að auki er Sandra móðir níu ára stráks og með nóg að gera sem sjúkraþjálfari í fullu starfi. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér mjög á óvart að vera valin íþróttakona Reykjavíkur 2021. Það kom mér líka skemmtilega á óvart þegar ég komst að því að ég væri ein af fimm sem voru tilnefndar. Það eitt er mikill heiður sem ég bjóst ekki við. Fyrst og fremst finnst mér þetta vera viðurkenning á því sem ég er að leggja á mig og það er gaman að fólk skuli sjá það. Það hvetur mig til að halda áfram að gera vel og bæta mig og ég get það sko ennþá, þó að ég sé 30+,“ segir Sandra og hlær. „Ég er líka ótrú- lega þakklát öllum sem hafa verið með mér í þessu; liðinu, þjálfurum og fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér. Ég er mikið í burtu á æfingum og keppnum og allt í kringum það er svolítið púsluspil svo það þarf mikla samvinnu til að þetta gangi upp.“ Liðsandinn stendur upp úr Sandra segir að það sem stendur helst upp úr frá síðastliðnu ári sé að vinna Íslandsmeistaratitilinn með Val. „Það var náttúrulega bara geggjað að vinna hann! Það er alltaf gaman að vinna,“ segir hún og hlær. „En þetta var líka sérstak- lega ánægjulegt því að við gengum í gegnum Covid-bras og við áttum erfiða byrjun á mótinu og fengum vænan skell á móti Breiðabliki og svona. En það var magnað hvernig liðið stóð saman og við náðum að sigla þessum titli heim saman sem lið, oft með frábærri spila- mennsku. Það stendur upp úr þegar ég lít til baka. Við erum með ótrúlega breiðan og flottan hóp af alls konar leik- mönnum, ungar stelpur sem eru ótrúlega efnilegar og eiga fram- tíðina fyrir sér í bland við okkur eldri, sem búum yfir hellings reynslu,“ segir Sandra. „Saman náðum við að stilla okkur ótrú- lega vel saman, hafa gaman, spila vel og bæta okkur. Við vorum líka með frábært þjálfarateymi þar sem er bæði reynsla og yngri og sprækari þjálfari, þannig að allt small saman. Svo eru náttúrulega spenn- andi tímar í landsliðinu núna og góð spilamennska í gangi og ég er spennt fyrir því sem er fram undan þar. Ég sé að það býr hellingur í þessu liði og mér finnst að við eigum að geta gert frábæra hluti,“ bætir Sandra við. Alltaf jafn gaman Þegar Sandra er spurð hvernig hún hafi farið að því að verða leikja- hæsti leikmaður í sögu efstu deild- ar í knattspyrnu kvenna er svarið einfalt: „Þú heldur bara áfram að spila í yfir 20 ár,“ segir hún og hlær og bætir við að hún hafi haft blendnar tilfinningar til þess fyrst. „Mér fannst þetta alveg smá skellur þegar ég áttaði mig á að ég væri komin hingað, en auðvitað er ég bara gríðarlega stolt. Það var mjög gaman að slá leikjametið og ég er enn að bæta það með hverjum leiknum sem ég spila. Þetta gefur mér líka ákveðinn kempustimpil, sem er gaman. En fyrst og fremst hef ég bara ótrúlega gaman af því að spila, það er ástæðan fyrir því að ég er enn í fótbolta. Þetta er búið að vera líf mitt og yndi síðan ég var lítil stelpa og ég er ennþá eins, mér finnst alltaf gaman að fara út á völl að leika,“ segir Sandra. „Kannski er ég líka heppin með skrokkinn og ég hef líka verið heppin að sleppa við alvarleg meiðsli, 7, 9, 13, svo ég hef aldrei verið frá í mjög langan tíma. En aðalástæðan fyrir því að ég hef enst svona í þessu er bara að þetta er gaman. Svo er það bara gamla góða klisjan, að hugsa vel um sig, borða rétt og sofa nóg. Það þarf að æfa vel en líka taka hvíld á móti og vinna í veikleikum og öðru sem þarf að laga. Það hjálpar líka að vera sjúkraþjálfari, maður pælir meira í öllum þessum þáttum.“ EM og Meistaradeild á nýju ári Næsta sumar fer íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu til Bretlands til að keppa á Evrópu- meistaramótinu og Sandra er mjög spennt. „Ég á erfitt með að bíða eftir mótinu, þó að það sé langt í það. Ég hef vitað af þessu lengi og mótinu var frestað um ár vegna Covid, svo það er búin að byggjast upp mikil tilhlökkun,“ segir hún. „Við stefnum að sjálfsögðu á gull, við tökum alltaf þátt til að vinna. Ég tel okkur hafa möguleika til að gera góða hluti á þessu móti. Liðið er spennandi og það eru mikil gæði í því. Það eru líka margar ungar stelpur að koma upp sem eru ótrúlega flottir leikmenn og það er gríðarlega spennandi. Svo er líka undankeppni HM enn í gangi. Staðan lítur vel út þar og þar verða líka spennandi leikir á næsta ári. Það er líka spennandi ár fram undan hjá Val. Við förum í Meistaradeildina og ætlum okkur að standa okkur vel, eins og Breiðablik gerði, svo við komumst í „alvöru“ Meistaradeildina,“ segir Sandra. „Það er bara fullt fram undan og nýjar og spennandi áskoranir sem bíða. Þetta verður ótrúlega skemmtilegt ár.“ n Fótbolti hefur alltaf verið líf mitt og yndi Sandra segist vera ótrúlega þakklát öllum þeim sem hafa staðið með henni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ný s am lok a Reykjavík – Hafnarfjörður – Kópavogur – Sauðárkrókur – Akureyri – Húsavík – lemon.is Spicy Macros Kjúklingur, paprika, spínat og jalapenosósa 18 kynningarblað 30. desember 2021 FIMMTUDAGURHEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.