Fréttablaðið - 30.12.2021, Page 50

Fréttablaðið - 30.12.2021, Page 50
Þeytingur með mangó og spínati er hollur og góður drykkur yfir daginn. MYND/VEGANISTUR.IS starri@frettabladid.is Frískandi og hollir þeytingar eru tilvaldir með morgunmatnum, í hádegismat eða sem millimál yfir daginn. Hér kemur uppskrift af bráðhollum þeytingi sem inni- heldur meða annars mangó og spínat. Þeytingur með mangó og spínati 1 banani 1 bolli frosið mangó (ananas virkar líka) Handfylli af spínati ¼ gúrka Safi úr ½ lime ½ tsk. túrmerik Örlítið af svörtum pipar 1-2 bollar kalt vatn Skellið öllum hráefnunum í blandara og blandið þar til hann er silkimjúkur. Það er mismunandi hversu þykka fólk vill hafa þeyt- ingana. Því er gott að setja minna vatn til að byrja með og bæta í eftir þörfum þar til rétt þykkt er komin. HEIMILD: VEGANISTUR.IS Hressandi og hollur þeytingur Því er gott að setja minna vatn til að byrja með og bæta í eftir þörfum. 28 kynningarblað 30. desember 2021 FIMMTUDAGURHEILSA thordisg@frettabladid.is Margir nota leiktæki til að auðga ástarlífið. Slík tæki eru örugg ef notuð af skynsemi og haldið hreinum. Sé það ekki gert geta þau valdið klamidýu, sífilis, lekanda, herpes, HIV og lifrarbólgu B og C Komið í veg fyrir kynsjúk­ dómasmit með því að: n Halda leiktækjunum hreinum og þvo þau eftir hverja notkun. n Tæki sem ætluð eru til að fara inn í leggöng eða endaþarm á að hylja með nýjum smokk fyrir hverja notkun. n Ekki deila leiktækjum ástarlífs- ins með öðrum. Þetta er eins og með tannburstann, hver á sinn eigin bursta. Öll kynlífstæki þarf að þrífa eftir hverja notkun. Ef sama tækið er notað á mismunandi staði líkamans, eins og munn, leggöng og endaþarm, þarf að þrífa tækið á milli þessara staða. n HEIMILD: HEILSUVERA.IS Örugg leiktæki ástarlífsins Hreyfing úti er öllum holl. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR sandragudrun@frettabladid.is Þegar sólin skín er auðvelt að fara út og hlaupa eða stunda aðra líkams- rækt utandyra, en mörgum finnst erfitt að halda útiverunni áfram þegar kólnar í veðri. En hreyfing er alltaf nauðsynleg sama hvernig viðrar og fyrir þau sem finnst erfitt að fara á líkamsræktarstöðvar þegar smittölur eru jafn háar og þær eru í dag, er um tvennt að velja. Klæða sig vel og fara út eða gera æfingar heima. Göngur og hlaup eru auðveldustu æfingarnar til að stunda úti að vetri til þar sem ekki þarf neinn sérstakan búnað til að stunda þær. Hlý föt sem hrinda frá sér svita og góðir skór er allt sem þarf, og mannbroddar hugsaðir fyrir hlaup eða göngur ef hált er. n Útiæfingar að vetri til Hreinlæti leiktækja ástarlífsins varnar sjúkdómum. Membrasin Vision Vitality Augnúði gegn þurrki og þreytu í augum – úðast á augnlok, má nota með farða og augnlinsum. Bætiefni gegn þurrki í augum og verndar einnig gegn skaðlegum áhrifum skjánotkunar. Vörur sem virka gegn þurrki Membrasin Woman Vitality Krem sem virkar gegn þurrki í leggöngum og á ytri kynfærum. Bætiefni sem nærir og vinnur gegn þurrki í allri slímhúð og húð. Inniheldur hafþyrnisolíu SBA24® - Omega 7, FLORAGLO® lutein og zeaxanthin Inniheldur hafþyrnisolíu og hýalúronsýruInniheldur hafþyrnisolíu, hýalúronsýru og mjólkursýru Inniheldur hafþyrnisolíu SBA24® - Omega 7 Nánar upplýsingar um vörurnar og sölustaði á www.numereitt.is/membrasin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.