Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 14

Strandapósturinn - 01.06.1977, Síða 14
hluti hæðarinnar sem gengur í sjó fram eru klettar sem heita Snasir. Skammt norður af Snösum er dálítill hólmi eða sker, sem heitir Þernusker. Skerið er grasi gróið á kafla. Þar er æðarvarp og selalagnir norður af skerinu. Milli Snasa og Þernuskers er Snasasund. Austan við Snasir er Snasavík og síðan Kristjánsvík, þá koma fleiri víkur sem ekki bera nafn. Síðan tekur við langur kafli sem ekki er vogskorinn. Á þessum kafla ganga klettar í sjó fram og fellur aldrei frá þeim, þar er því engin fjara, en töluvert dýpi við klettana. I klettabelti þessu er skúti eða hellir sem heitir Skessuhellir. Hann gengur nokkuð inn í klettabeltið. I eina tíð var þak yfir honum öllum alveg fram á klettabrún, en nú er það að mestu hrunið nema á smákafla innst í hellinum. Skammt suður af Skessuhelli er vík ekki stór, sem heitir Búðarvogur. Austur af Búðarvogi eru þrír hólmar og er mjög stutt á milli þeirra allra, þeir mynda samfelldan skjólgarð fyrir hafáttinni. Rétt austur af syðsta hólmanum er eyja ekki stór. Hún heitir Kolbeinsárey. Á eyjunni og hólmunum var mikið æðarvarp. Það hefur minnkað töluvert á seinni árum, eins og víða annarsstaðar. Sundið milli hólmanna og eyjarinnar heitir Eyjasund. Norður af eyjunni er Eyjasker og lengra úti til norðausturs er Hnappasker. Norður af hólmanum er lítið sker sem heitir Brúnkolla. Suður af Búðarvogi er hólmi sem heitir Landhólmi. Þangað má ganga þurrum fótum um fjöru. Þar var þurrkaður fiskur á þeim tímum sem útræði var stundað úr Búðarvogi. Leiðin út í hólmann er stutt, en ákaflega ógreið yfirferðar sökum stórgrýtis. Þar hefur verið búin til gangbraut úr hellulaga steinum til þess að auð- velda flutning á fiskinum út í hólmann og er hún svo til óhreyfð enn. Skammt vestur af Búðarvogi eru tvær tjarnir. Þær heita Flæðitjarnir. Þar gætir mikið flóðs og fjöru. Rétt suður af þeim er Gvendarbrunnur, dý sem hefur verið grafið upp og hlaðið innan. Þar er ágætt neysluvatn, og var þar vatnsból vermanna. Nokkuð sunnar í nesinu er vík sem heitir Fúlavík. Nafnið á víkinni er þannig til komið að þar safnast oft mikill þari, sem úldnar þar og gefur óskemmtilega lykt. Fram af Fúluvík eru þrír hólmar sem heita Líkhólmar, (ekki er vitað af hverju nafnið er dregið). Hólmarnir eru grónir og þar var æðarvarp. Við hólmana eru 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.