Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 18

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 18
Andrés Magnússon Þrúðardal Þegar brimið upp að eys og engir pora að róa. Jóakim á mastrameis marar spora flóa. Tómas Jónsson bóndi Kollsá var fæddur 7. 3. 1853, dáinn 31. 3. 1926. Hann var mikill sjósóknari, harðduglegur og áræðinn. Hann reri margar vertíðir úr Búðarvogi og bjó þá með skipshöfn sinni á Hávellu. Tómas var formaður á bát sem hann átti sjálfur. Sá bátur var smíðaður í Noregi og var hann mjög gott sjóskip. Hann bar ekki sérstakt nafn. Skipshöfn hans voru þessir menn: Brandur Tómasson, Kollsá, Jón Tómasson, Kollsá, Daníel Tómasson, Kollsá. Þessir menn voru synir Tómasar, svo og Búi Jónsson, Litlu-Hvalsá bróðir Tómasar. Þessi upptalning á skipshöfnum er alls ekki tæmandi, því að mannaskipti í skips- rúmi voru alltíð. Andrés Magnússon fæddur 31. 3. 1872, dáinn 22. 1. 1943. Húsmaður á Kolbeinsá frá 1895—1910. Flutti þá að Þrúðardal í Kollafirði, og bjó þar í 20 ár. Á meðan hann var á Kolbeinsá reri hann úr Búðarvogi á fyrri árum sínum. Þar var hann í skipsrúmi 16

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.