Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 19

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 19
Rústir af verbúðum í Búðarvogi hjá öðrum, en á seinni árum var hann formaður á bát sem Guðmundur Bárðarson bóndi í Bæ átti. Báturinn hét Bogi. Vigtarmaður fyrir Riis-verslun var lengi Ólafur Jónsson bóndi Borgum. Árið 1924 keyptu þeir Kristmundur Jónsson kaupfélagsstjóri á Borðeyri og Daníel Jónsson, bóndi Tannstöðum mótorbát af Pétri Oddssyni í Bolungarvík. Báturinn hét Díana. Þetta var dekkbátur sem bar 5 tonn. Hann var mikið notaður við vöru- flutninga um Hrútafjörð. Einnig var honum haldið til fiskveiða. Eina vertíð lagði hann aflann upp í Búðarvogi, það var haustið 1926. Þeir héldu til í Hávellu sem var vel uppistandandi. Þeir tjölduðu búðina innan með Hessían-striga og slógu upp rúmum úr tré. Þar sem að búðin var mjög stór notuðu þeir annan enda hennar til geymslu og beitingu lóða. Skipshöfn Díönu var þessir menn: Formaður Daníel Jónsson, Tannstöðum, vélamaður Hallgrímur Oddsson, Stykkishólmi, hásetar Björn Kristmunds- son, Borðeyri, Sveinn Elíesarson, Óspaksstaðaseli og Tryggvi frá 2 17

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.