Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 44

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 44
Jóna Vigfúsdóttir: Ekki er allt stórt er um sjóinn siglir Stutt er á vit sævar, þegar landinu sleppir. Ekki er fótmál, ekki hársbreidd á milli. Þó sækja þessar höfuðskepnur sí og æ hvor í annarrar garð, sífelldar landamerkjaþrætur með mismiklum ár- angri þó. Enginn vill muna, í yndi og fögnuði sumarsins, að haustið er í seilingarfjarlægð með sín illskeyttu útsynningsél og norðanhríðar. Þá byltast jafnt í sjólokunum fúasprek og fagur- byggðar snekkjur og bíða þar sitt skapadægur. Hvaðan mun hún hafa verið, fjölin litla, sem drengurinn minn fann í fjörunni á Enni, frá Noregi, Rússlandi, eða kannski frá Ítalíu, þar sem eplin og vínberin vaxa? Enginn veit, en fjölin var borin heim, tegld í odd að framan og sett á hana mastur og segl. Og nú skyldi heimurinn kannaður í farkostinum litla. Ekki er hægt að vita, hvaða hugdettur bærðust í svo ungum kolli, en hann kom inn til fóstru sinnar og bað hana um penna og blað: „Ég ætla að merkja skipið mitt,“ sagði hann. Hún fékk honum skriffærin og hann reit nafn sitt með sinni klunnalegu barnsskrift: Vígsteinn Gíslason, Skriðnesenni, Bitru. 42

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.