Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 49
„Kúvíkur“. Húsið með hœrra risinu er búð Jakobs kaupmanns Thoraren-
sens, hitt húsið er vörugeymsla. Jakob kaupmaður stendur framan við
búðina. Til hcegri á myndinni se'r í gafl íbúðarhúss Jakobs, bilið milli
húsanna var kallað „Pláss“. Strandferðaskipið „Vesta“ liggur úti á
höfninni. Séðyfir Reykjarfjörð, yfir í Kjörvogshlíð.
og Karólína voru að koma og tóku sprettinn í Votugötumelnum,
þau áttu tvær leirljósar hryssur sem þau ávalt riðu og hétu þær
Brana og Nanna báðar góðir gripir og traustar, það duldist
engum að þar fóru hjón mikillar gerðar.
3.
Eins og kunnugt er voru Kúvíkur mikill verzlunarstaður í tíð
Jakobs Thorarensen og víðfræg hans höfðingslund og reisn. Ég
man aðeins eftir honum sem fyrirmannlegum öldungi, sem var
farinn að hafa minnkandi umsvif, en verzlaði þó og átti marga
hesta þó búið drægist saman að öðru leyti.
Eitt sinn er mörg skip höfðu legið af sér stórviðri inn á Reykj-
arfirði, fannst vísa á blaði, ekki er vitað um höfund hennar, en
vísan er á þessa leið.
47