Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 51
Varast þú að vera hvinn
voðaleg er krambúðin.
Axlar-Björn var afi þinn
elskulegi Bensi minn.
Benedikt svaraði samstundis.
Egfinn að þú ert frœndrœkinn
fyrst mér leggur heilrœðin.
Fjórmenningur það var þinn
þú sem kallar afa minn.
Orð lék á, að áður fyrr hefði verið búðarþjónn á Kúvíkum er
þótti mæla og vega naumt. Einn morgun lá á búðarvigtinni
blaðsnepill, sem á var rituð þessi vísa.
Ætíð festu í þanka það
þú ei veist nœr œvin dvínar.
Vegðu rétt, því vittu að
vegur drottinn gerðir þínar.
Sagt var að betur hefði verið vegið eftir þetta, en ekki varð
uppvíst hver vísuna gerði. Þetta var fyrir tíð Jóns Salómonsson-
ar.
5.
Jón Benediktsson, sem giftur var Ólínu E. Óladóttur, systur
afa míns Guðmundar Ólasonar, var prýðisvel hagmæltur, en fátt
mun vera til af kveðskap hans, eftir hann er eftirfarandi vísa.
Hlákublœ með hlýjanyl
hvergi fœ ég dulið.
En þó vægir ekki til
innanbœjar kulið.
Aðra vísu set ég hér eftir Jón, tilefni hennar var, að Guðbjörg
4
49