Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 59
(Djúpuhlein), frá Gjögurhlein í Hagasker, frá Hagaskerjum í
Krossnesbala, frá Krossnesbala í Selsker (Sælusker) á Ófeigs-
fjarðarflóa.
Sjóviti — ogýmsar venjur
Búrfell er fell allmikið, er rís yfir fjallgarðinn upp úr botni
Reykjarfjarðar. Þetta fell var mikið notað sem fiskimið á Húna-
flóa vestanverðum, en þá var það kallað „Matarfell“, því ekki
mátti nefna „Búr“ á sjó, því þá átti að koma Búrhvalur og
granda bátnum.
Ekki mátti nefna Stökkul á sjó, heldur Renning, væri nefndur
Stökkull átti einhver hvaltegund, er þeir nefndu svo, að koma og
granda bátnum.
Fleiri voru sjóvíti, er menn vöruðust að brjóta. Þegar lagt var
frá landi, var skipi alltaf snúið sólarsinnis. Ef snúið var rangsælis,
átti það skip vafasama afturkomu.
Ekki mátti blístra á sjó, eða snúa sjóhatti öfugt, þá rauk á með
hvassviðri.
Þegar lína var dregin, mátti ekki segja, einn enn, eða kemur
einn enn, þá var talið, að sá vildi ekki meiri fisk, er svo talaði.
Ef fiskur losnaði af línu, er dregin var á grunnu vatni, var
barið í borðstokkinn með goggskaftinu, þá átti fiskurinn að
koma upp á yfirborð sjávarins, svo til hans næðist með gogg eða
haka.
Venja var að láta silfurpening undir steljingu á skipi er það
var byggt, þá átti það að verða aflasælt og happaskip.
Þegar búist var til sjóferðar, gekk hver maður að þeim keip, er
hann reri í og signdi yfir rúmið í bátnum. Þetta va'r gert áður en
skip var tekið úr skorðum til niðursetningar.
Ekki mátti fleygja fiski á sjó þó talinn væri óætur, það var talið
vanþakklæti við gjafarann allra góðra hluta.
Fiskakóngur var kallaður fiskur, sem hafði bæklast á höfði,
hann var hnakkaflattur, hausinn klofinn og látinn fylgja með
búknum, þannig var hann hertur. Sú skemma átti aldrei að
verða fisklaus, sem fiskakóngur hékk uppi í.
57