Strandapósturinn - 01.06.1977, Blaðsíða 71
Um kvœði Tómasar víðförla
til barna í Árneshreppi:
Barnakvæði
Tómasar
víðförla
Faðir minn, Agnar Jónsson, fæddist í Stóru-Ávík í Árnes-
hreppi 24. janúar árið 1889 og móðir mín, Guðlaug Þorgerður
Guðlaugsdóttir, fæddist á Felli í sömu sveit, 20. janúar sama
árið. Þau voru því alveg jafnaldra.
Þegar þau voru börn, var Tómas Guðmundsson, sem kallaður
var hinn víðförli mikið á flakki um sveitir Vesturlands og um
Húnavatnssýslu og fór þá oft um Víkursveit. Var hann víðast
aufúsugestur, vegna kveðskapar síns og skemmtilegrar fram-
komu, þótt sumum þætti verra að hýsa hann, þegar hann var
ölvaður, sem oft mun hafa verið.
Tómas víðförli mun hafa verið um sextugt, þegar foreldrar
mínir voru börn.
Tómas var vel hagmæltur. Orti hann oft vísur um börn, þar
sem hann kom á bæi, og voru þær lærðar af foreldrum og
geymdar í minni, og lærðu börnin þau síðar, er þau höfðu aldur
til. Svo var um vísur þær er Tómas orti um foreldra mína.
Eitt sinn kom Tómas í Stóru-Ávík og gisti hjá afa mínum og
ömmu Jóni Péturssyni og Guðrúnu Ólafsdóttur. Orti hann þá
69