Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 87
10. Mundar hélu hlynir tveir,
hérna vel sem nefnist meir,
hríðarvél þar hristir reyr.
Heydalsselið byggja þeir.
11. Jónsson heyrum Jóhannes,
jafnan seyru forðast vés;
hróður meiri um héraðsfles
hlyni geira sjótin les.
12. Helga tjáð er bœti bú,
Birni skráð er alinfrú,
heilla ráð sér temur trú,
tryggðar dáð ei slítur nú.
13. Jakobs niður Jónatan,
jafnan siði snilldar man.
Rennir liðugt rangarsvan
Ránar iðu gegnum flan.
14. Skrafast Margrét skilborin
Skúla, þar við búsráðin.
Fögur skarlats fjörgin svinn
finnst ei sþara huggæðin.
15. Skálholts- brauzt í -vikur var
vagninn Austra sœleiðar,
hárs í trausti hliðsjónar
hjónalaust er ekki þar.
16. Þórðarmögur þekkist Jón,
þar með högust vala frón,
gróðalög og unnar ón
yfir fögrum menntatrón.
17. Sœmdargnóttir góðkunnar
Guðný, dóttir Magnúsar,
veitir dróttum velkomnar,
villir á flótta styggðirnar.
18. Jóns skal niður nafngreindur
naðurs viður kyngóður,
gjarn á friðinn Guðmundur,
gæða liðsemd altamur.
19. Getin sén er Guðmundi,
gœzku léni stýrandi,
Magðalena að lofstíri,
Ijósa meni dýrari.
20. Magnús Bjarna mjög ungan
metum þarna siðvandan.
Dáða kjarna hyggjum hann
hafa gjarna kærastan.
21. Vor skal hýri hugvalur,
hann á stýra góðhvatur,
nönnu víra nýgiftur
naðurstýr sé farsœldur.
22. Guðrún innist Andrési
alin kvinna á frumskeiði.
Rœkja vinnur ráðvendni,
ristin tvinna að almœli.
23. Þambárvalla verkráður
vel má kallast efnaður.
Greinist allmjög gestmildur
greiþar mjalta skilfingur.
85