Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 91
66. Sést Guðmundur sá nefndur,
sem er fundinn vandaður
stilltur og undra staðfastur;
stálaþundur Jóns er bur.
67. Á er Brœðrabrekkunni
bœjarstæði og alhýsi,
sem í rœðu og rauninni
reiknast gœða heimili.
68. Sízt til hlés sér hopaði
hirðir fés af liðsvegi
Jón við trés- og járnsmíði,
Jóhannesar arfþegi.
69. Þrifastandið stundar sá,
styggða grandi vikinn frá.
Sér til handa eina á
eyja-, banda-stjörnugná.
70. Guðrún býr til betrunar,
barnið hýra Magnúsar,
heilla dýru hvatirnar
heiðurstír því verðskuldar.
71. Sigtýs kjósa -svanur minn
sér vill drós í kvenflokkinn;
sú er hrósi hlaðbúin
hafnar Ijósa mosturin.
72. Greinist alin Gissuri,
getur talizt búandi.
Nefna skal hér skáldmæli
skírt kvenvalið Margréti.
73. Skriðnesenni á nefndan
ýtar kenna hreppstjórann.
Meinum þennan mjúkvitran,
máls og penna velfæran.
74. Jón sá gœtinn Jónsson er,
japastrætis aldinn grér.
Styggð og prœtur sóma sér
seinast lœtur, œtlum vér.
75. Heiðri fylldur hróslagður,
heldur snilldarsiðreglur,
risnumildur, ráðslyngur,
ríkdóms gildur búhöldur.
76. Heiðurskvendið Hallfríði
heyrum kennda Brynjólfi,
sízt frá vendir siðprýði,
sögð á hendur lukkunni.
77. Hölda fæðir, hvergi treg,
hver einn rœðir pað sem ég.
Sú er œði ásjáleg,
auðguð gœða mannorðsveg.
78. Þess ég einaýta bið, —
oft til meina er rangmælið,
að peir greini ósnúið
yrkishreina frumkastið.
79. Öld ef setur út á blað,
og sem letrað hefi pað
skemmstu feta ei skref úr stað;
skal pó geta forsvarað.
89