Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 94

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 94
Veturinn 1935 var ég um tíma á Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, hjá Jóni Tómassyni, er þá bjó þar. Tíðarfar var mjög milt, veður- blíða og frost ekki komið í jörð. Ég hafði fjárgæzlu á hendi, auk þess sem ég vann við uppsetningu hagagirðingar. Svo rann upp dagurinn 14. desember, blíðviðri var um morguninn en dimmt í lofti og nokkurt sjávarhljóð. Ég rak féð á haga, sem venja var. Er ég hafði lokið morgunverkum, fórum við Jón að setja upp girð- inguna og höfðum hest með okkur til þess að flytja á staura. Við unnum að þessu fram á hádegi. En er við komum til vinnu eftir hádegisverð fannst mér að sjávarhljóð hefði aukizt og til muna þyngt í lofti, og hafði ég orð á því við Jón, að ég væri hræddur um, að veðrið væri að breytast. Hann tók lítt undir það, en sagði að það gæti vel verið, þar sem góðviðri hefði haldizt lengi, en ekki leit hann upp frá vinnunni, en hann var ákafamaður mikill. Leið svo fram um hríð, mér var einkennilega órótt, var alltaf annað slagið að skima til lofts og hlusta eftir veðurhljóði, sem mér fannst stöðugt aukast. Um kl. tvö gerir niðdimmt él, en hægviðri hélzt enn. Er svo hafði gengið um hríð, segi ég við Jón, að ég þyrði ekki annað en fara og gæta að fénu, ég vissi að það 92

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.