Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 9
kvæðisins: Eg bið að heilsa — kemst ljúflega fyrir
rúmur tugur lýsingarorða og hefur engum blöskr-
að. Jónas fann, að þau orð hæfðu þeim bragar-
hætti, en raunar fleiri háttum, því að t. d. drótt-
kvæðar Sláttuvísur hans eru fullar af lýsingarorð-
um. Lýsingarorðin eru skáletruð:
Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur,
grasið grœnt á mosa. . . .
Eins er harðrímaða barnakvæðið um grátittl-
inginn. Lýsingarorð þess eru ekki einungis höfð
til að mynda innrím, heldur gera stílinn allan
þýðari:
Ungur var eg, og ungir
austan urn laiid á hausti
laufvindar blésu Ijúfir,
lék eg mér þá að stráum.
Þegar Jónas yrkir af móði, fer honum mála-
háttur vel. Algengasta og tilkomumesta braglína
þess háttar er þungur þríliður -þ tvíliður eða
tvíliður -J- þungur þríliður: Hœð veit eg / standa
(3-J-2 atkvæði) eða: Harðan / helgaldur (2-J-3 at-
kvæði). Það er máttugur Edduháttur, en hefur
oflitla slípun fengið enn í nútíðarmáli og er
kröfuharðari en fornyrðislag um bláþráðalaust
samhengi og fylling í stíl. Á þetta reynir í erfiljóð-
um Jónasar eftir Stefán Pálsson:
Hvað er skammlífi?
Skortur lífsnautnar,
svartrar svefnhettu
síruglað mók;
oft dó áttræður
og aldrei hafði
tvítugs manns
fyrir tær stigið.
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóa,
alefling andans
og athöfn þörf;
margoft tvítugur
meira hefur lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.
Boðskapur þeirra orða er inntakið í kiarl-
mennsku Jónasar, hins skammlífa manns. Orðin
eru þróttmikil sjálf og hugsun lieilsteypt, en
kraftur boðskaparins er ekki af því einu sprott-
inn, heldur jafnframt af þeirri ómótstæðilegu
tilfinning, sem berst okkur með sveiflum háttar-
ins úr sál skáldsins.
Þeir, sem neita mætti stuðlanna, ættu að æfa
skáldgáfu sína á því að snúa ljóðum Jónasar í ó-
stuðlað mál, freista, hvort þeim yrði eigi úr því
alefling andans og athöfn þörf. Lofum þeim að
ráðast á kvæði, sem þola að missa mikið án þess
að glata snilld sinni að fullu, og sjáum, hvernig
stefin um skammlífið gætu litið út, hér um bil:
Hvað er skammlífi?
Lífsnautnarskortur,
síruglað mók
svartrar svefnhettu.
Attræður maður dó oft án j>ess
að hafa komizt framar
en tvítugur maður liafði tærnar.
Hvað er langlífi?
Hin frjóa nautn lífsins (o. s. frv.).
Finnur ekki liver maður það, hve höfuðstafur
fyrsta atkvæðis í orðunum: Lífsnautnin frjóa —
lyftir þunga hennar í miklum sannfæringarkrafti?
Finna menn nokkra leið að orða síðari vísuna
með réttum og máttugum áherzlum án þess að
taka orku stuðlanna til hjálpar eins og skáldið
hefur gert?
Tungutak Jónasar er ekkí með léttara móti í
fyrri vísunni. En hver kann um að bæta? Skort-
ur og svefn og ruglað mók voru samtíðarmein og
ekki til neins að stikla létt yfir moldir þeirra átt-
ræðu, sem til einskis lifðu og dóu. Þess vegna
leggur hann með stuðlum og höfuðstöfum áherzlu
á það, að iífsnautnarleysið var skortur, svefn-
hettan var svört og mókið síruglað, eins og þjóð-
iri gengi í barndómi af elli. Andstæðingum Fjöln-
ismanna fannst þessi kveðskapur vera níð um
eliina og sig og guldu það Jónasi eftir getu. Eng-
um hefði sviðið órímuð ádeila á sama hátt. Allir
fundu og finna enn, að það var braglist, sem gaf
hinum styrku orðum Jónasar líf, meðan tunga
okkar verður töluð. Braglistin kenndi honum að
hugsa og orða snjallt, varð honum alefling and-
ans. Vill þjóðin glata stuðlaorkunni?
s v r p A
47