Syrpa - 01.06.1948, Page 23
hún sig á því, að hún hafði misskilið þetta. Hún
fann, að okkur þótti vænt um hana, og þegar
hún sannfærðist um það, kom hún til sjálfrar sín,
varð aftur stóra systir, sem leikur við Ola, meðan
við hinar brosum vingjarnlega til h#nnar í stað
þess að stara svona hroðalega á hana. Hún var
aftur komin inn í fjölskylduhringinn, þó að
hún væri ekki lengur miðdepill hans. Hún kyssti
á fingur til Óla, svo að hann heyrði fjölskyldunni
til engu síður en hún. Nú voru þau bæði, ásamt
okkur hinum, deplar á hringnum, sem tengir
fjölskylduna saman. Skiljið þið mismuninn á því
að vera miðdepill hringsins og þessu?“
„Ég fer að halda, að við höfum verið of nær-
gætin við Önnu Stínu, þegar við ætluðum að
reyna að koma í veg fyrir að henni fyndist hún
sett hjá. Hún getur vitanlega ekki alltaf verið
undir verndarvæng okkar. Hún verður að læra
að standa á eigin fótum."
„Það er alveg rétt, en við getum ekki vænzt
þess, að tveggja ára gamalt barn geti tekið því
með glöðu geði að vera sett hjá. Þetta er fyrsta
mótlætið, sem hún verður fyrir í lífinu. Hún
þroskast við jrað. Hennar bíður meira mótlæti
um ævina. Lífið sér fyrir því. Eg held að liæfi-
leikinn til að taka því, að gengið sé frarn hjá
manni, sé í rauninni einn prófsteinninn á fram-
för manna á þroskabrautinni.“
„Ég sé líka dálítið annað í þessu,“ sagði móð-
irin. „Það er ekki nóg að elska börnin sín. Ást
okkar má ekki verða þeim fjötur um fót. Við
verðum að losa þau smáin saman úr viðjum um-
hyggju okkar. Við megum ekki gjöra þau of háð
okkur.“
Anna Stína var í rauninni mjög vel sett. Hún
átti góða foreldra, var skynsamlega alin upp,
enda heilbrigt og hamingjusamt barn. Samt sem
áður gat hún átt við óbærilega örðugleika að
stríða eins og önnur börn. Til þess að vinna bug
á þessum óhjákvæmilegu örðugleikum lífsins,
eða a. m. k. til þess að gera þá bærilegri, verður
barnið að læra að horfast í augu við þá. Annars
er lrætt við að það taki erfiðleikum alla ævi eins
og barn — örvinglað, yfirbugað eða með hefnd-
arhug. En til jiess að barnið geti mætt þeim með
hugrekki, þarf það á hjálp að halda. Það þarfnast
skýringa á erfiðleikunum, sem reynslan ein getur
gefið. Og reynsla er einmitt það, sem barnið skort-
ir.
Foreldrar Önnu Stínu studdu hana í reynslu-
leysi hennar. Þeim fannst hún ekki „óþekk“. Þau
létu Iiana finna, að þau skildu hana. Auðvitað
getur jafnvel liyggnustu foreldrum skjátlazt. En
ef þeir eru fúsir til að viðurkenna mistök sín og
vilja af heilum hug leitast við að jrroskast dag
frá degi með börnum sínurn og læra af þeirri
reynslu, þá þurfa þeir ekki að óttast ábyrgðina,
sem á þeim Iivílir. Þeir geta þá glaðzt með börn-
um sínum og yfir þeim.
Einhvers staðar austur á fjörðum var smali
fyrir innan fermingu stundum að gera sér það til
dundurs fyrir rúmum 60 árum að reyna að setja
saman bögur. Einu sinni lenti hann í ógöngum
og kvað þá þetta:
Fyrir dý og krapakeldur
krækja ekki er vert.
Betra er að ösla heldur
endilangt og þvert.
Öðru sinni týndi hann úr fjárhópnum og leitaði
lengi. „Hvert. ert jm að lialda drengur minn?“
spurði ókunnugur maður, sem nrætti honum í
fjallshlíð. Drengurinn var svo feiminn að hann
kom sér ekki að því að svara, en eftir á hugsaði
hann:
„Ég er nú að halda heim,
hættur öðru að sinna;
var að leita að lömbum tveim,
en lánaðizt ekki að finna.“
Einn góðviðrisdag var hann að leika sér við
krakka úti í móum, og tók Jrá upp á Jrví að gefa
kunningja sinn og jafnöldru saman í hjónaband
eins og hann hafði séð gert í kirkjunni. Að at-
höfninni lokinni urðu þessar vísur til:
„Eg er loksins orðinn prestur
og að góðu brauði seztur.
Drottins orða ljúfan lestur
les ég yfir spilltri þjóð,
svo hún verði sæl og góð.
En einn er gallinn á mér verstur,
embættinu að þjóna:
Mér er alveg ómögulegt að tóna!“
Mörgum árum seinna voru litlu brúðhjónin
gefin saman í kirkju, en litli prestnrinn fékk
aldrei neitt brauðið.
S YRPA
61